Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 34

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 34
34 setjast einhverstaðar að, þar sem loptslagið væri ekki mjög kalt, en ( þess stað sendi stjórnin hann til bæj- arins Kúkúsus, sem liggur á bersvæði ofarlega í Tarus- fjöllunum og er þaðan meir en 8 vikna ferð til Mikla- garðs. Þegar hann loksins kom þángað, var hann yfir- kominn af þreytu og illum aðbúnaði á ferðinni, en þar var ekki læknishjátp að fá. Ofan á þetta bættist nú, að næm drepsólt kom upp í bænum og að ræníngjar gjörðu þar opt usla og óspektir. 1 þessum reynsluskóla misti Iírýsostomus ekki hugrekki sitt, lieldur fékk hann að reyna, að Guð er slnum trúuðu börnum ætíð nálægur með sinni náð. Ilann skrifaðist á við fjölda fjarlægra vina sinna og á- minti þá um að vera staðfastir i trúnni og sýndi ó- þreytandi áhuga á að útbreiða hvervetna guðsríki. Hann lærði nú af eigin reynslu, hve nytsamar þjáníngarnar geta verið fyrir hinn trúaða og þessa innilegu sannfær- íngu heflr hann með óvenjulegum krapti látið I Ijósi í bréfum sínum; þau lýsa líka óvenjulegu sálarþreki í hinum margvíslegu þrautum hans. Ilann leitaði sér huggunar í þeirri uppspreltu, sem hann var vanur að vísa öðrum á, sem sé í Guðs orði. Einhverjum vini slnum skrifaði hann á þessa leið: «ef keisaradrottníngin vill halda mér í útlegð, þá ræður hún því; jörðin lil- heyrir Drottni með öllu því, sem á henni er; vilji hún drekkja mér í sjónum, hugsa eg til Jónasar; viiji hún kasta mér fyrir óarga dýr, minnist eg Daníels spá- manns. Nakinn kom eg inn í heiminn og nakinn mun eg fara þaðan». Allir vinir hans dáðust að þessari stillilegu guðrækni hans og undirgefni undir Guðs vilja og það var almenn óánægja út af því, að þvílíkur maður yrði að lifa í útlegð þólt hann hefði ekkert til saka

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.