Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 39

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 39
39 krislniboðsfélag, er átti að halda fundi tvisvar á hverju missiri og efldist félag þetta mikið við þær góðu fréttir, sem komu 1815 frá Suðurafríku og Suðurhafseyunum; vaknaði þá lika sterk löngun hjá Vilhjálmi til að boða kristna trú, en hann beiddi Guð innilega að fræða sig um sinn vilja, svo hann réðist ekki of brátt í þetta og þegar hann í júlímánuði 1816 snéri sér í þessu efni tii kristniboðsráðsins í Lundúnnm, bað hann það að íhuga málið vandlega og gjöra sig apturreka, ef því þætti það áhorfsmál. Wiiks prestur mælti kröptuglega fram með honum og með því þetta ár aptnr og aptur komu á- skoranir frá Suðurhaflnu að senda þángað verkamenn, var það afráðið, að Vilhjálmur skyldi ásamt 3 öðrum fara þángað seint um haustið, þótt hann væri ekki nema tvítugur að aldri. Wilks veitti honum tilsögn og leið- beindi honum með óþreylandi kærleika, en lómstundum slnum varði hann til að kynna sér yms iðnaðarhús og verksmiðjur, því hann var sannfærður um, að kristni- boðendurnir ættu ekki einúngis að veita heiðíngjunum tilsögn í guðsorði, heldur og í iðnaði og hagleiks- íþróttum. Hann hafði lengi haldið kvöldskóla og því hélt hann áfram ásamt umhyggju sinni fyrir fátækling- um, þángað til hann fór burt. í þessum skóla lærði hann að þekkja tvær systur, sem unnu með honum í kristilegum kærleika. Aðra þeirra, er hét María Chau- ner, átti hann og varð hún sakir sinnar innilegu guð- rækni og kristilegu þolinmæði öflug stoð og stytta manns sins og reyndist eyarbúum eins og hezta móðir. Vilhjálmur tók nú prestvígslu með öruggu trúartrausti, þótt hann með sárum söknuði yrði að kveðja hina mörgu vini sína og sér í lagi móður sína, sem bar

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.