Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 42

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 42
42 guðsorð á þvf. Þó megum vér ekki ætla, að þessir menn hafl þá verið kristnaðir; heldur hafði Guðs andi vakið hjá þeim trúarlöngun og sjnt þeim viðurstyggð skurðgoðadýrkunarinnar. Pomare konúngur var sá fyrsti, sem var skírður; en það var ekki fyrr en I8Í9, Það sem Vilhjálmur fyrst tók fyrir sig, var að læra málið og hann gjörði það með þvilíku kappi og áhuga, að hann eptir 8 mánuði gat prédikað á því, og er það þó svo þúngt vegna hinna mörgu merkínga orðanna, að binn ötuli krjstniboðari Ellis varð ekki fullnuma í því fyrr en eptir mörg ár. Jafnframt smiðaði Vilhjálm- ur lítið skip eða bát, sem hann gæti sigltá milli næstu eya og í september 1818 lenti hann á eyunni Najatea og hóf þar kristniboðið á Suðurhafseyum. Eyarbúar veittu honum góðar viðtökur; allir voru þeir þá að nafninu til kristnaðir, en trú þeirra var dauð og dáð- laus, svo þeir lifðu enn í heiðínglegum Iöstum, iðju- leysi og saurlifnaði; en á 2 eða 3 árum tóku þeir svo miklum stakkaskiptum, að þeir urðu öðrum til fyrir- myndar i guðrækni og kristilegum dyggðum. Vilhjálm- ur reyndi fyrst til að fá eyarbúa til að ílytja saman á einn stað og hjálpaði hann þeim til að byggja sér snot- ur og rúmgóð hús í stað auðvirðilegra hreisa og moid- arkofa, sem þeir höfðu búið ( og þannig myndaðist þar allmikiil og skipulegur bær. Taumatóa konúngur, sem var skynsamur og hygginn og ágætur maður, slyrkti hann í þessu og öðru. Vilhjálmur talaði opt við hann um hið reglubundna félagslíf á Englandi og hafði það þann árángur, að Taumatóa gaf upp harðstjórn sína og stakk sjálfur upp á frjálsari stjórnarskipun, sem og komst á árið 1820. Skólar voru nú stofnaðir og í þá gengu allir; konúngur og drottníng, prestar, karlar og

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.