Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 44

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 44
44 skírðir, og hafði eyan þá tekið miklum stakkaskiptnm. Eyarmenn, sem áður höfðu verið latir, voru nú orðnir iðjusamir og kunnu vel til allra verka; karlmennirnir byggðu og unnu að tré og járnsmíði; en kona Vilhjálms kendi kvennfólki að sauma og ýmsar handiðnir. Opt var farið til nálægra eya og þar boðuð kristni; þángað var og flutt þýðíng Mattheusar guðspjalls, sem nú var búið að prenta og tóku margir við henni fegins hendi. Um þessar mundir hröktust nokkrir menn til Najatea frá fjarlægri eyu, er Nurutu heitir. l’eir urðu hissa á að sjá þar svo marga nýstárlega hluli og létu brátt skírast og er þeir snéru heirn aptur, fengu þeir nokkra presta með sér. Að mánuði liðnum kom bátur frá þeim og með honum barst sú gleðifregn, að kristni útbreidd- ist óðum á eyunni. Vilhjálmur tók nú það ráð, að gjöra innlenda menn að kristniboðurum og láta þá prédika guðsorð á nálægum eyum; en til þessa þurfti hæfilegt skip og bakaði það honum mikia áhyggju, hvernighann gæti aflað sér þess. En þá lagðislhann fár- veikur, svo fæstir huggðu honum líf. Vinir hans réðu honum þá til, að ferðast til Englands, því að það mundi vera sá eini vegur til þess, að honum gæti batnað og féllst hann loks á það; og er söfnuðurinn heyrði þetta áform hans, grét hann hástöfum; en Vilhjúlmur áminti hann um að vera stöðugur í bæninni, því að Guði væri ekkert ómögulegt, t*eir komu nú daglega saman lil bænahalds og Vilhjálmur baðst fyrir með þeim; batn- aði honum þá aptur svo hann snéri af ferðinni, en litlu síðar fékk hann þá sorgarfregn, að móðir hans værí látin. Skömmu seinna tókst hann ferð á bendur til Ný- suðurvales, meðfram vegna heilsu sinnar, en að nokkru

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.