Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 60

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 60
stigu hér fæti á land, og festu hér bú; í þ ú s u n d á r heflr Droltins volduga hönd verndað hina fúmennu þjóð, sem þetta land byggir, frá því að línast úr sögu þjóð- anna; þ ú s u n d v e t u r hafa liðið yfir þetta land, síðan það var numið, og margir þeirra katdir og harðir; í þúsund ár hafa íbúar þessa lands átt [ margvis- legri baráltu við óblíðu náltúrnnnar, og margar hörm- ungar hafa yfir þá liðið, en fyrir Drotlins náð hefir þó landið aldrei eyðst, heldur rétt við á ný eptir hverja plágu; í þ ú s u n d á r hefur þetta kalda og hrjóslruga land vort alið börn sín, að vísu eigi við auölegð og alls- nægtir, eigi við hóglífi og munað, en opt við skorin skamt, þó svo nægjanlega, að þau fyrir þá sök eigi hafa þurft að lenda í anðlegum eða líkamlegum vanþrifum; — að vér í framkvæmdum, framtakssemi og mörgum verklegum efnum, erlil menningar horfa, enn þá stönd- um svo mjög á baki annara þjóða, getum vér engan- vegin eingöngu kent því, að fósturmóðir vor hafi verið og sé svo fáskrúðug, hafi veitt oss svo fátæklegt upp- eldi, og látið oss jafnan búa við þröngau kosl. Til lít- illa framfara vorra í margri þjóðmenningu liggja önnur rök; ( þúsund ár hefir hið volduga haf laugað sterndur eylands vors, opt valdað oss tjóni, en einnig opt fært oss ríkulega blessun úr slnu auðuga forðabúri; í þúsund ár hafa hin tignarlegu svipmiklu fjöll prýtt aðsetur vort, og bent hugsjón vorri til hæðanna; í þúsund ár hefir Drottinn látið oss auðnast að varðveita hér þjóðerni vort, og hið fagra mál, sem forfeður vorir töluðu, lifir enn á tungu vorri; þeir komu hingað með heiðin átrúnað, og margir þeirra festu sér bústaði eptir bendingum, sem þeir eignnðu hin- um dauðu skurðgoðum sínum; en Ijósið rann upp, og

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.