Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 66

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 66
66 forsjón, sem eptir sínu eilífa vísdómsráði, mun á sín- um líma láta ríki sitt útbreiðast á jörðunni svo að lok- unum verði eitt sauðahús og einn liirðir? Og þegar vér nú lítum til vorrar ástkæru fóstnrjarðar og gætnm þess, hve stutta stund hún hafði verið byggð, þegar Drottinn lét Ijós evangelii tvístra hjá oss myrkrum heiðninnar, höfum vér þá ekki fylstu orsök til að veg- sama Gnðs mildiríku forsjón og þakka honum fyrir þá hlutdeild, sem liann hefir veitt oss í náðargjöfum sín- um? En æ! vér megum jafnframt játa, Gnð minn góð- ur, að vér erum minni allri þinni miskun og trúfesti, og að það er sjálfum oss að kenna, að svo mikið ríkir enn af heiðinglegn hugarfari í hjörtum vorum og að heiðinglegir lestir enn þá eiga sér stað í landi voru. þegar vérnúgætnm að hinum mörgu þjóðum, sem enn ráfa í myrkri og ekki hafa litið ljós kristilegrar trúar, verðttm vér að skoða þær eins og þær þjóðir, sem vortt uppi fyrir Krists daga og treysta því, að vor himneski faðir muni dæma þær eptir því mentunarstigi sem hann hefir gefið þeim færi á að öðlast og að það verði ekki heimtað eins mikið af þeim eins og hinttm, sem meira var lánað, en að þeim sé ællað að ná æðri mentun og fullkomnun í öðru, æðra og eilíftt lífi. Ef vér nú Ktum á hina sýnilegu náttúru umhverfis oss, þá verðttm vér varir við þá dásamlegtt reglu og lög, er hún fylgir í öllttm hlutum, sem vér verðum að eigna alvitrum löggjafa, sem ræður yfir sköpitnarverkinu er hann hefir myndað og niðttrskipað. ,,Allra atigtt vona til hans og hann upplýkur sinni mildu hendi og seður allar lifandi skepnur með sinni blessun11; hann ber timhyggju fyrir öllttm sinttm sköpuðu skepnttm, smátim og stórum; hina eyðandi náttúrukrapta lætur

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.