Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 72

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 72
72 En er presturinn var orðinn einn, féllst honum hugur, því að hugsa til þess að bjarga öðrum, hafði við haldið liugrekki hans. Svo áhrifamikil er sérhver góð hugsun. Ilonum lá nú við að hætta öllum tökum, og láta strauminn bera sig eins og hann vildi; cn í þessu bili sá hann bát koma siglandi og mann í bátnum, sem baf'ði lagt inn árarnar og hélt annari hendi um borð- stokkinn; prestr synti nú að bátnum, rétti ískalda hönd sína upp úr vatninu ofan á hönd formannsins, sem varð mjög íllt við. «Veitið mér ásjá», mælti prestr, •>því að eg er aðfram kominn afþreytu». »Haldið yður í bátinn«, svaraði sjómaðurinn í hálfum hljóðum, »eg er að flytja tvo ferðameun». »En eruð þér ekki einn af þessum prestum?«. »Það er eg», mælli Lan- dau, »og ef þér viljið ekki bjarga mér, mun eg deya eins og allir meðbræður mínir«. »Guð forði mér frá að vera svo harðbrjósta«, svaraði þessi væni sjómaður, »haldið einungis fast í bátinn meðan eg gæti að, hvort ferðamennirnir sofa«. Síðan leit hann aptur fyrir seglið og er hann sá, að þeir sváfu, tók hann prestinn inn í bátinn, lét hann leggjast niður á gamla ábreiðu og breiddi segl ofan á hann. »Liggið nú kyrr«, sagði hann, »þegar ferðamennirnir eru komnir burt, skal eg skjóta yður á land og síðan mun góður Guð hjálpa yður». Og er þeir voru farnir og höfðu borgað flutn- inginn, lagði hann aptur nokkuð frá landi og sagði við prestinn: »rfsið nú upp, herra! og súpið hér dálítið á brennivíni, svo þér verðið ekki innkulsa; eg get ekki hjálpað yður um föt, en vefjið þessari ábreiðu um yð- ur; eg veit, að konunni minni þykir ekki fyrir því þeg- ar eg segi henni frá, til hvers eg hafl haft bana, því lum segir svo opt við mig: látum okkur setja fram bát-

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.