Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 1
OÐINN 1.—6. BLAÐ ]ANÚAR-3ÚNÍ 1934 XXX. ÁR Thor Jensen. Um það verður varla deilt, að Thor Jensen sje stórbrotnasti og áhrifamesti framfaramaðurinn hjer á landi í atvinnumálunum á þeim tíma, sem liðinn er af þeirri öld, sem nú er að líða. Og einmitt á þeim áratugum, sem þegar eru liðnir af 20. öld- inni, hefur atvinnuvegum ís- lendinga fleygt svo fram, að breytingarnar eru orðnar miklu meiri á þeim stutta tíma en á öllum fyrri öldunum til sam- ans, alt frá landnámstíð. Á þess- um eina mannsaldri hefur at- hafnalíf islensku þjóðarinnar gerbreytst og allur hagur hennar. Það má vel segja, að á þessum árum hafi íslendingar verið að nema land sitt að nýju. Eink- um er það sjávarútvegurinn, sem hefur gerbreytst og marg- faldast og skapað afl þeirra hluta, sem gera skal. En fram- faranna gætir einnig mikið á sviði landbúnaðarins, þótt þær hafi verið þar meira hægfara og áhrif þeirra komi mest fram á einstökum stórbýlum, sem upp hafa risið. En það eru þau, sem benda fram í tímann og sýna, hvernig búast má við, að búskapur verði rek- inn hjer, er stundir líða. Og i báðum þessum atvinnugreinum, sjávarútvegi og landbúnaði, sem eru aðalvinnuvegir islensku þjóðarinnar, hefur Thor Jensen verið stærsti og athafnamesti braut- ryðjandinn. Hann er nú sjötugur að aldri, fæddur 3. des- ember 18G3. Hann er danskur að ætt og fædd- ur í Danmörku, en kom hingað til lands 14 ára gamall, vorið 1878. Yar hann þá fátækur pillur og varð að öllu leyti að sjá fyrir sjer sjálfur. Hafði hann ráðist verslunarmaður að Borðeyri, og þar var hann fyrstu dvalarár sín hjer á landi. Síðar varð hann verslunarstjóri í Borgarnesi, þá kaupmaður á Akranesi og síðar um tíma í Hafnarfirði, en settist að hjer í Reykjavik um aldamótin. Litlu síður komst hjer á stjórn- arfarsbreytingin, sem flulti æðstu stjórn landsins heim hingað frá Kaupmannahöfn og varð helsta orsökin til þeirra tíma- móta, sem þá hófusl hjer á landi, Landið komst í símasamband við umheiminn, fjekk banka með meira fjármagni en hjer hafði þekst áður, og hafði þetta þegar mikil áhrif á viðskiftamál landsmanna og sjávarútgerð. Reykjavik varð viðskiftamiðstöð landsins í stað þess að Kaup- mannahöfn hafði áður verið það, og stórútgerðin hófst, útgerð tog- ara og vjelbáta i stað smábáta- útgerðarinnar og þilskipaútgerð- arinnar áður. Thor Jensen var án efa einn þeirra manna, sem best skildu þau tímamót, sem þá voru að hefjast, og lengst sáu fram. Hann var stórhuga, víðsýnn og djarfur til áræðis. Hann stofnaði ásamt fleirum fyrsta togarafje- lagið, sem reis upp hjer í Reykjavík, og rjeð mestu um framkvæmdir þess. Þetta fjelag ljet smíða fyrsta íslenska togarann, »Jón forseta«, en hann kom hingað seint í janúar 1907. Var hann, þótt ekki væri hann stórt skip í saman- borið við þá togara, sem nú eru smíðaðir, út- búinn að öllu leyti eins og samskonar erlend veiðiskip, sem þá voru fullkomnast að gerð. Thor Jensen taldi það höfuðskilyrði útgerðar- innar, að veiðiskip okkar stæðu í engu að baki nýtísku veiðiskipum erlendum. Þótti mikið til Thor Jensen.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.