Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 8
8 ÓÐINN Pjelur Björnsson, skipstjóri á »Goðafossi«. Jón Eiríksson, skipstjóri á »Lagarfossi«. Ásgeir Jónasson, skipstjóri á »Selfossi«. sjer til rúms eftir fertugsaldurinn. En vit Jóns hefur verið sá höfuðstóll, er honum nægði til að fleyta sjer og stórri fjölskyldu yfir torfærur heilsuleysis og atvinnuleysis. Pannig kvaðst hann sjálfur eiga þessa síðustu atvinnu sína í þjón- ustu stjórnarinnar í Washington að þakka kynn- um sínum við stjórnmálamenn hjer í Baltimore, er mæltu fram með honum, þegar hann sótti. Sýnir það álit þeirra á honum. Og að hann var mikils metinn í fjelagi vopnabræðra sinna, mátti lesa úr andlitum þessara gömlu hermanna, þeg- ar þeir stóðu yfir moldum hans. En þólt höfuð Jóns væri gott, þá er mjer grunur á að hjartað hafi verið enn þá betra. Strax við fyrsta álit mátti sjá góðviljann, sem skein af andliti hans, handtak hans var þjett og vinfast og manni leið vel í návist hans. Ljett- lyndur var hann, svo að erfitt var að verjast að komast í gott skap með honum. Og þrátt fyrir greindargáfur Jóns og sýndar rósemi, er mjer grunur á að tilfinningar hans hafi oft átt drjúg- an þátt í gerðum hans. Til þess bendir æfin- týralöngun hans á yngri árum. Tíl þess bendir og það, að hann virðist, þrátt fyrir kunnáttu sína, aldreí hafa verið það sem kallað er »góð- ur kaupmaður«. Hann var að upplagi og í lund eins óskyldur Jakobi ísakssyni eins og Islend- ingar geta frekast verið. En auk þess hefur hann líklega ekki verið nógu harður við sjálfan sig og aðra, og get jeg ekki hugsað mjer að hann hafi látið neinn synjandi frá sjer fara, ef hann gat hjálpað, og jafnvel þó hann í rauninni gæli það ekki. Það er eitt m. a. til marks um höfðingslund Jóns og hjálpsemi, að hann lagði drýgstan skerf- inn til þess að bræður hans, Metúsalem og Þor- steinn, gætu stundað búnaðarháskólanám, og að nokkru samtímis báðir. Sömu umhyggu og höfð- ingslund sýndi hann um menningu systkina sinna annara og barna sinna. Jóni kipti mjög í kyn til hinna fornu íslenku höfðingja, forfeðra sinna. Á söguöldinni hefði Filipseyjakappinn verið með höfðingjum talinn. Ungur hefði hann unnið sjer fje og frama í viking og heima hefði karlmenska hans og drengskapur og höfðingslund trygt honum fylgi fjölda þingmanna. Yinsæll hefði hann setið að búum sínum og notið lifsins. — Og þegar æf- inni lauk, hefði hann látið leggja sig í haug, þar sem hann hefði besta útsýn yfir óðul sín. Jón Stefánsson var fyrst og fremst Islending- ur hvað sem hann starfaði og hvar sem hann fór — sannur íslendingur í eðli og tilfinningum. Prátt fyrir langar og fjarlægar úlivistir, önn við dagleg störf og nálæg viðfangsefni, þá dvaldi hugur hans jafnan við Island og islensk mál- efni. Hugur hans, tilfinningar og þrár leituðu staðfastlega heim — heim til íslands. 1

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.