Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 5
ÓÐINN 5 varð, þvi engar fregnir höfðu borist af heim- ferð hans frá Filippseyjum, og þótti ættingjum og vinum sem hann væri úr helju heimtur. IV. Varð nú Jón nafnkunnur af förum sínum, og juku menn þá nafn hans og kölluðu Filipps- eyjakappa. Var hann það sem eftir var vetrar með Ragnhildi móður sinni, og víðar í Fljóts- dal. Mun það og hafa verið síðasti vetur Ragn- hildar í Fljótsdalshjeraði, því að um vorið giftist Þórdís dóttir hennar norður á Akureyri og dvaldist hún hjá henni lengst upp frá því og þar andaðist hún 1923 eins og fyr segir. En það er af Jóni að segja, að hann erkom- inn til Reykjavíkur í júní um sumarið 1900 (sbr. Isafold) og rjeðist um sumarið til fylgdar með enskum ferðamönnum; kyntist hann þá ýmsum mætum mönnum í Reykjavík. Um haustið fór hann til Kaupmannahafnar og gekk þar á verslunarskóla um veturinn. Mun hann liklega þá þegar hafa haft í hyggju að taka við forstöðu Pöntunarfjelags Fijótsdalshjeraðs á Seyð- isfirði. Fjelagið hafði síðan um nýár 1899 ver- ið undir stjórn Jóns Jónssonar frá Múla en upp úr nýári 1902 tók Jón Stefánsson við því og veitti þvi forstöðu þar til dagar þess voru taldir árið 1908. Það mun ekki vera óalgeng skoðun, að Jón hafi, sem menn segja, »sett fjelagið á hausinn«. Það þarf því engrar afsökunar við, þótt hjer verði bent á aðra hlið málsins, orsakanna leit- að, ekki einungis í persónulegri getu Jóns, held- ur einnig í öðrum orsökum, sem að falli þess lágu. F*ess er þá fyrst að geta, að eins og allur kaupfjelagsskapur, hvar sem hanii var, átti Pöntunarfjelag Fljótsdæla harða keppinauta i kaupmönnum, og Seyðisfjarðarkaupmenn voru auðvitað eins og aðrir, nema kannske þeim mun verri viðureignar, sem viðskiftin við FJjóts- dalshjerað voru meiri lífsspursmál fyrir þá, og þeir voru fleiri um hituna. Og þótt enginn væri annars bróðir i leik, þá stóðu þeir þó saman gegn kaupfjelaginu og sáu sig þá ekki úr færi, að gera því þann óleik er þeir gátu, utanlands sem innan. Það mun ekki hafa bætt skap þeirra, að Jón gerðist umsvifamikill sem verslunarstjóri og seildist til að auka viðskifti fjelagsins, varð það auðvitað ekki gert öðruvísi en óbeinlínis á kostnað keppinautanna. En í sjálfu sjer varð Finnur Jónsson prófessor. Hann andaðist á heimili sínu i lvaupmannahöfn 31. marts síöastliöinn. Lík hans var brent og fór bálförin fram föstudaginn 6. apríl. Ásgeir Ásgeirs- son forsætisráðherra var pá staddur f Khöfn og flutti ræðu við útför hans. Iljer var hans minst sama kvöldið með viðhafn- arsamkomu af Há- skóla tslands, sem fram fór í þingsal neðri deildar Alþing- is. Söngfjelag K. F. U. M. söng þar latn- eska sálminn: Jam moesta quiesce qu- erela, en minningar- ræður fluttu þeir prófessorarnir Alex- ander Jóhanncsson, rektor háskólans, og Sigurður Nordal, lærisveinn Finns, er lýsti bókmenta- störfum hans. — Mynd af Finni er fyrst i Óðni i febr. 1907 og með henni ítarleg grein eftir Porstein skáld Erlingsson, en oftar hafa komið þar myndir af honum. hvorki kaupmönnum nje Jóni hallmælt svo Iengi sem þeir börðust á grundvelli drengilegrar, frjálsrar samkepni. Þá má geta þess, að fjelagið stóð ekki traust- um fótum, er það var fengið í hendur Jóni. Við misjafnt árferði í viðskiftum og veðráttu, þröngan fjárhag bænda og fleiri orsakir, höfðu safnast hjá viðskiftamönnum skuldir við fjelag- ið, en það aftur, af öllum þessum orsökum, safnað skuldum við viðskiftafirmu erlendis. 1 verslunar- og veðráttuharðindunum fyrir aldamótin lá við að fjelagið yrði að gefast upp vegna skulda við aðalumboðsmann sinn utan- anlands, Zöllner & Vídalin, en því varð þá af- stýrt fyrir milligöngu Jóns í Múla við þá fjelaga, enda tók hann og við forstöðu þess sem fyr er sagt. En þessar skuldir út á við og inn á við voru mein á fjelagsskapnum, eins konar »lík í lestinni«, sem altaf lá sem mara á rekstri þess. Svo kom viðskiftakreppan 1907—9. Beit hún kaupmenn engu síður en Pöntunarfjelag Fljóts- dalshjeraðs. Þá var fyrir skömmu stofnað Útbú íslandsbanka á Seyðisfirði og varð bankastjóri

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.