Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 9
ÓÐINN ð Or fornsögu Vesturheims. Quetzalcoatl. — Ðjörn BreiÖvíkingakappi. í ágripi þvi, sem til er af trúarbragðasögu Azteka, þar sem lýst er átrúnaði þeirra, er 0uetzaIcoatl sá guðdómur er öðrum fremur hefur munnlega sögu að baki sjer. Hann var sá guðdómur, er kendi mönnum að hagnýta sjer málma, kendi akuryrkju og ríkisstjórnar- þekkingu. Hann mun hafa verið einn þeirra velgerðamanna mannkynsins, sem afkomendur hafa tilheðið af innilegri þakklátsemi. Fyrir veg- lyndi hans hlómgaðist jöiðin og bar margfaldan ávöxt. En einhverra hluta vegna varð Quelzil- coatl fyrir reiði yfirguðsins, svo að hann varð að yfirgefa landið. Á leið sinni til strandar kom hann við í Cholulaborg, og dvaldist þar í tult- ugu ár, til þess að fræða Tolteka, þá er þar bjuggu, um ýmiskonar akuryrkju og menningu, svo og benda þeim á betra stjórnarfyrirkomu- lag og andlegri trúfræði, en fórnir þær, sem færa skyldi þessum guði, voru aðeins blóm og ávextir. í hverju kenningar hans voru fólgnar er ekki fyllilega ljóst, en það er talið víst, að hann hafi verið óvanalega vel gefinn maður, því eftir að hann hafði dreift aldamyrkri úr hugum þjóðflokks þess, er hann umgekst, varð hann átrúnaðarguð þakklátra síðari tíma kynslóða, og tákni hans ætlað sæti meðal stjarna i himin- geimnum. Til dýrðar þessum guðlega velgerða- manni bygðu þeir veglegt minnismerki, en það líkist helst fornum mannvirkjum í Egiftalandi. Það var bygt að formi til eins og teocallar (þ. e. guðshús) eða turnbyggingar alment í Mexiko, en þær eru snubbóttur pýramidi, sem snýr fjórum hliðum að höfuðáttunum, en upprunalegt frum- letur þessa minnismerkis er máð burtu af tím- ans tönn. Bygging þessi er eitt hundrað tuttugu og sjö feta há, en við jörðu er hún fjórtán hundruð tuttugu og sjö feta löng, eða helmingi lengri en Cheops-pýramidinn mikli. Menn geta gert sjer dálitla hugmynd um unimál hennar, er þeim verður það Ijóst, að grunnflöturinn, sem er ferstrendur, er um tuttugu og fjórar ekrur, og að snubbótti toppurinn er meira en ekra að rúmmáli. Efst á toppi byggingarinnar var skrautlegt hof, en í því var mynd af þess- Ólafur Finsen læknir. Hann átti 40 ára starfsalmæli 13. janúar síðastliðinn. Allan pann tíma hefur hann dvalið á sama stað, var fyrst aðstoðarlækn- ir og síðan hjeraðs- læknir á Akranesi og hefur aldrei sótt um annað embætti, enda hefur hanu frá fyrstu notið par almennra vin- sælda bæði sem læknir og maður. Ólafur er elsti son- ur Ó, Finsens, sem lengi var póstmeist- ari hjer í Reykja vik, og er kominn af hinni frægu Fin- sensætt, sem alið hefur marga ágætís- menn, eins og kunn- ugt er. Nafnið er frá Finni biskupi Jónssyni í Skálholti. Ólafur læknir er kvæntur Ingibjðrgu Isleifsdóttur fyrr- um prests í Arnarbæli, systur Gísla heitins ísleifssonar skrifstofustjóra. Á 40 ára starfsafmæli Ólafs læknis sendu hjeraðsbúar nefnd á fund hans, sem færði hon- um skrnutritað kvæði, eftir Porstein Jónsson á Grund, og 900 kr. minningargjöf. um guði, er hafði íbenholts-svartan svip, gagn- stætt þeim hvíta hörundslit, sem hann hafði hjer á jörðu. Þá hafði hann djásn á höfði með blaktandi eldfjöðrum, skrautlega gullfesti um hálsinn, fagurt tyrkjasteins- og steintígla-skraut í eyrum. Gimsteinum skreyttan veldisprota hafði hann í annari hendi, en í hinni bar hann kyn- lega málaðan skjöld, er var líkingamynd af valdi hans yfir vindum loftsins. Heilagleiki staðarins, sem æfagamlar sagnir juku mjög á, og skraut- legar guðsþjónustur gerðu og mikið til að vekja eftirtekt fjöldans, leiddu og til þess að fólkið fjekk lotningarfulla tilheiðslu fyrir honum hvar- vetna um Iandið, svo að pílagrímar streymdu þangað úr fjarlægustu útkjálkum Anahuac, til þess að biðjast fyrir við altari Quetzalcoatls. Cholulaborg var það, sem Mecca er meðal Mú- hameðstrúarmanna eða Jerúsalem fyrir kristna menn, það var hin heilaga horg í Anabuac. Þegar svo Quetzalcoatl kom að lokum til strandarinnar við Mexikoflóa, kvaddi hann fylgd-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.