Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 23
ÓÐINN 23 Því að þá blasir alt best við: fjölbreytni Iands- ins niðri um sjálfa bygðina, s*em fyr getur, og síðan um hana næsta mikill og fagur fjalla- hringur, hæfilega víður eða það fjarri, að »fjöll- in verða blá«. Syðst að austanverðu ber við loft, heldur lágt, Hvolsfjall, og er þar bádegismark frá Fellsmúla. Þá tekur við, norður eftir, Vatnsdalsfjall, mun hærra. — Þá Þríhyrningur, enn hærra, og þá Eyjafjallajökull, nokkru fjær og miklu hærra. Þá koma Tindafjöll með alla sína háu og hvössu hnjúka og neðan undir þeim Selsundsfjall og Bjólfell, og mörg önnur smærri fell, hálsar, öld- ur og hnúkar í margvíslegum myndum, en alla- vega löguð skörð og geilar á milli. En loks gnæfir hæst, í háaustri, sjálf Hekla, norðast uppi yfir nyrðsta býli Rangárvalla og allra fjallanna næst Landsveit, með sína 5 háhnúka, er allir sjást glöggt vestan frá, en varla úr öðrum áttum. Þá kemur skarð all-mikið í norðaustri, milli Heklu og Búrfells. En innar í því Skarði sjást Valafell, Valahnúkar, og austast og inst, ofan af Skarðsfjalli, Hrafnabjargatindar, þar sem eld- gosið varð 1913, auk ýmsra fleiri lægri fella og hnúka. LJm þetta Heklu- og Búrfells-skarð sækja oft sárkaldir og harðir norðaustanvindar frá fjöllum, jöklum og öðrum íirnindum landsins þarna fyrir norðan og austan, sem allra vinda verst hafa leikið þe3sa sveit, og Rangárvöllu einnig, og munu sjálfsagt lengi enn leika þær grált með grimmum kulda og grenjandi sand- og moldarhríðum. Þá gleðja enn augað lægri hálsar og háar öldur norðvestur af Búrfelli. Þá Þjórsárdalurinn með Háafossi, og breytilegar hálendisbrúnir norðvestan að honum, alt vestur undir Skriðufell í Gnúpverjahreppi, og þaðan frá Hreppafjöllin öll, Biskupstungnafjöll og Laug- ardalsfjöllin, öll að norðan til vesturs. En þá taka við I vestri og til suðurs, alt til sævar, Grímsness-, Grafnings- og Ölfus-fjöllin öll. En innan í þessum stóra, fagra og fjölbreytilega fjallahring gefur einnig að líta ýms einstök áber- andi fell og fjöll, i miðjum bygðum, svo sem Hestfjall, Búrfell og Mosfell I Grímsnesi, Vörðu- fell á Skeiðum, Langholtsfjall, Miðfell í Hruna- mannahreppi o. fl. Allan þenna dásamlega fjallahring, sem er miklu meira en hálf-hringur, sjá daglega nær allir sveitarbúar úr heimahögum sínum, og flestir af hlaðinu hjá sjer. Aðeins skyggir Skarðsfjall á nokkurn hluta hans heima á þeim bæjum, sem standa undir þvi. En þetta borgast vel, þegar nábúarnir koma þar upp. Til suðurs og suðvesturs opnast þessi sjón- hringur út í endaleysu úthafsins, og er þar ekkert sem augað hvílir, nema Vest- mannaeyjar, og skip, sem kunna að vera á siglingu með ströndum fram. Vegna þess, hve mikið hefur hjer verið um greiðfært harðlendiogrenni- sljettar grundir, líkt og á Rangár- völlum, hafa inn- sveitisvegir og samgöngur jafn- an haft orð á sjer fyrir gæði og reið- argaman á góð- hestum, alt frá nátttúrunnar hendi, og því einnig einatt átt hjer heima reiðhestar og reið- menn góðir, En öðru máli hefur lengst um gegnt um vegi og samgöngur út úr sveitinni og inn í hana, nema þá helst suður og sunnan Rangárvöllu, og þó yfir Rangá að sækja. Því að annarsvegar (i mannabygð) liggja Holtin, sem alt af hafa verið og eru enda enn víðast mjög ógreið yfirferðar, en hinsvegar er stóráin Þjórsá, sem fyr segir. En þó að Þjórsá sje ekki efnileg yfirferðar, hafa þó frá fornu fari flestar utansveitarfarir Landmanna heiman og heim verið um eða yfir hana, alt þar til er brúin kom á hana hjá Þjót- anda. Var hún farin á ýmsum vöðum, og voru þessi hin helstu: Gaukshöfðavað fram undan Ásólfsstöðum, Hagavað vestar, fram undan Haga, og aðal- eða fjölfarnasta vaðið, Nautavað, fyrir vestan Þjórsárholt. Eru öll þessi vöð mjög breið, og sjaldan eða aldrei minni en I miðjar síður, oftast meira. En er þau voru ófær með öllu, var þrautalendingin Sundferja hjá Þjórsárholti, á svonefndum Hrosshyl, sem einnig er eríiður og vandfarinn sökum fljúgandi straumstrengs og nokkurra staksteina í botni. Enn eru þessar leiðir yíir ána nokkuð farnar milli Land- og Guðm. Árnason hreppstj. i Múla.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.