Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 44

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 44
44 ÓÐINN Jórunn Þorvaldsdóttir. Pann 17. ágúst 1333 andaðist kenslukonan Jórunn Porvaldsdóttir í Hafnarflrði. Jórunn sál. var fædd í Sauðlauksdal 1. jan. 1898 og þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum, sjera Porvaldi Jakobssyni og frú Magdalenu Jónsdótt- ur. Hún stundaði fyrst nám í kvennaskólan- um 1 Reykjavík og 1921—1922 gekk hún á hannyrðaskóla — Kunst-flidskólann i Kaupmannahöfn, en hvarf þá heim aftur til foreldra sinna, er þá voru flutt tíl Hafn- arfjarðar. Tók hún þegar að sinna kenslu- störfum í hannyrðum og hljóðfæraslætti, en þær greinar hafði hún sjerstaklega lagt fyrir sig, en trygð hennar við heimilið og aldurhnigna foreldra öftruðu henni frá því að taka sjer fasta stöðu sem kennari, en kennarastarflð hafði hún ætlað sjer að gera að æfistarfi sínu. Hún tók því i alla jafna nemendur heim til sín, eflir því sem ástæður leyfðu, og fengu færri en vildu að njóta tilsagnar hennar. Jórunn sál. var frábær kona að andlegu og líkamlegu atgervi. Meðal há að vexti og samsvaraði sjer vel, fríð sýnum, hæglát og sjerlega prúð í allri framgöngu, þjett í Iund, lipur og glaðsinna. Er hennar þvi sárt saknað, ekki aðeins af forcldrum og vandamönnum heldur einnig af vinum hennar og öllum þeim, sem einhver kynni höfðu af henni. — Þetla er siðasta erindið í eflir- mælum, sem einn af vinum hennar (S. G.) orti eftir hana: Pig verma vænstu þakkir. En vinir þinir kveðja. Pú svanga vildir seðja, þú grátna vildir gleðja, þitt líf var fögur fórn. Jeg hef ekki hirt um að rekja ætt Jórunnar sál., þvi foreldrar hennar eru landskunn og ættir þeirra itar- lega raktar áður, föðurættin i niöjatali sjera] Björns í Bólstaðarhlíð, eftir Th. Krabbe, en móðurættin i sýslu- mannaæfum Boga Benediktssonar, þar sem getið er Jóns Hjaltalíns sýslumanns. Jón Jónsson lœknir. Sjera Friðrik Friðriksson: Starfsárin II. Utanförin langa. Nú skal hefja máls á því, sem fyr var frá horfið, er jeg hóf þriðju Danmerkurferð mína 1. sept. 1907 með »HóIum«. Sigldum vjer frá landi í góðu veðri og höfðum blíðskaparveður lengst af á ferðinni. Þótt eigi væru mikil nje sjerlega rúmgóð heimkynni á öðru farrými, bætti það upp, að vjer samferðamenn- irnir vorum vel samrýndir. Voru hinir ungu studentar glaðir og kátir og höfðum vjer hina skemtilegustu daga. Sumir höfðu áður farið utan, svo sem Páll Sigurðsson, er stundaði guðfræðisnám í Kaupmanna- höfn. Sumir vorn nýir stúdentar, sem höfðu aldrei svo að segja verið með gufuskipum. í þeirra hóp var Alexander Jóhannesson, sem mjer var mjög kær, fyrst og fremst vegna foreldra hans og síðan vegna viðkynningar við hann á skólaárum. Hann var sjó- veikur fyrst framan af, en leið þó þolanlega með því að liggja kyr. Jeg hafði heyrt að gott væri að strengja fast voð um sig miðjan, og gerði jeg það, við hann; lá hann svo kyr og bærði ekki á sjer, og var hinn kátasti; en er að matmálstíma kom, sagði jeg honum að kasta upp og fjekk hann svo að því loknu til að borða eins hraustlega og hann gat. Liðu ekki margir dagar þangað til hann gat komist á kreik. Varð ferðin því skemtilegri, er lengra dró, og skorti hvorki sögur nje söng hjá oss. Ekkert sjerlegt vildi til, er minnisstætt yrði mjer, því að hver dagurinn var öðrum líkur. Vjer komum til Hafnar síðla að kvöldi þess 9. september, og hjelt jeg þegar upp í K. F. U. M. og náði þangað rjett fyrir lokun. Var mjer tekið þar með opnum örmum og vísað upp á svefnherbergi, er jeg aldrei áður hafði komið í. Það lá efst uppi í turni sívölum, er stendur í suðvestur horni byggingarinnar, og er gengið inn í hann úr húsagarðinum. Voru þar 100 þrep upp að ganga; er ekkert í turninum nema stiginn og kringlótt herbergi uppi undir turnhjálminum. Gluggar eru allir kringl- óttir eins og gluggar á skipshlið. Herbergið lá á því sem svarar 6. hæð og gnæfir upp yfir alla mæna á byggingunni. Mjer fanst, er jeg lá í rúminu, að jeg enn vera á skipsfjöl. Jeg lá lengi vakandi og gat ekki sofnað. Dunurnar í umferðinni heyrðust inn til mín líkt og sjávarniður og rjenuðu ekki fyr en eftir i

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.