Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 10
10 ÓÐINN Gunnar Ólafsson konsúll. Gunnar Ólafsson konsúll og kaupmaður í Vestmanna- eyjum átti sjötugsafmæli 18. febrúar í vetur, sem leið. Mynd hans og æfi- ágrip var í óðni í marz 1908. En frá þeim tíma, þegar hans er þar getið, hefur vegur hans mjög vaxið. Hann var þá verslunarstjóri í Vík í Mýrdal, en fluttist nokkrum ár- um síðar til Vest- mannaeyja, og varð þar hinn mesti fram- kvæmdamaður; hefur nú um langt skeið rekið mikla útgerð og verslun þar í Eyjum í fjelagi við Jóhann alþingismann Jósefs- son. Gunnar var þing- maður Vestur-Skaft- fellinga 1909—11 og landskjörinn þingmaður var hann 1926, en vildi eftir það ekki gefa kost á sjer til þing- setu, og tók fjelagi hans síðan við og hefur á síðari ár- um verið fulltrúi Vestmannaeyja á Alþingi. Báðir hafa þeír Gunnar og Jóhann unnið sjer gott álitið fyrir þing- störf sín og i Vestmannaeyjum verður þeirra beggja lengi minst. armenn sína, en hjet þeim því að koma sjálfur aftur til þeirra með afkomendur sína. Því næst settist hann í töfrabát sinn, er var gerður úr slönguskinni, og stefndi út á úthafið mikla til æfintýralandsins, sem þeir nefndu Tlapallan. Þess er og getið, að hann haíi verið hár vexti og hvítur á hörund með langt, svart og hrokkið hár, en sítt skegg. Þessi þjóðtrú Azteka varð til þess að greiða Spánverjum leið, er þeir komu þar til lands, og Ijetta undir með þeim að ná yfirráðum í landinu. Líkt þessu kemur og fram meðal Inkaþjóðar- innar, sem var í Perú er Spánverjar komu þar til lands, og er þess getið, að ein þjóðsaga þeirra hafi verið sú, að nokkrir hvítir menn með skegg hefðu komið frá Titicacavatni og tekið yfirráðin í landinu, og kent þjóðinni menningu þá, er varð henni til mikillar hagsældar, en slíkt minnir og á þjóðsögu Azteka um Quetzalcoatl, þann göfuga guðdóm, sem var lýst á líkan hált og kom upp á hálendið úr austurátt, í þeim til- gangi að kenna mönnum nytsöm störf og til að göfga landsmenn. Þetta virðist að því leyti merkilegt, að það er fullyrt að engin kynni hafi getað átt sjer stað á milli þessara fjarlægu þjóð- flokka. Menn ætla að þjóðsaga þessi í Perú hafi átt að myndast nálægt fjögur hundruð árum áður en Spánverjar komu þar til lands, eða i byrjun 12. aldar. En í sambandi við þetta verður að geta þess, að Toltekar bjuggu um eitt skeið í Anahuac, en voru samvistum við Quetzalcoatl að minsta kosti í Cholula, og báru þá langt af öðrum landsmönnum þar að menningu, en síðar hurfu þeir burtu úr landi þvi, en fluttust eitthvað lengra suður á bóginn; því gat sagan um Quet- zalcoatl og menningaráhrif hans borist löngu siðar með niðjum þeirra suður til Perú. Sagnirnar um Quetzalcoatl eru nokkuð sund- urleitar, og fara þar eflaust saman trúarlegar arfsagnir og sannsöguleg atvik. Eftir munnmæl- um Maja-Indiána, kom Quetzalcoatl siglandi á skipi. Hann var mjög ljós á hörund, hár vexti, með mikið og dökkjarpt hár og skegg, klæddur glitofinni skykkju með rauðu krossmerki á brjóstinu. Hann var friðsamur, rjettlátur, fá- máll og siðavandur, og boðaði nýja trú og það með, að síðar myndu koma menn úr austri, er líktust honum og stofna þar nýtt riki. Indiánar tilbáðu hann sem guð, og þótti þeim hann vita alla hluti, orðna og óorðna. En fyrir öfund nánustu manna sinna misti hann skyndi- lega öll völd og virðingu, og fóru svo leikar, að hann var tekinn og krossfestur. Á dögum Francisco Hernández de Córdoba, fundu Spán- verjar kross einn mikinn í Júkatan, og sögðu Indiánar, að á þeim krossi hafi látið lífið maður, sem hefði verið bjartari yfirlitum en sjálf sólin. Aðrar sagnir herma, að Quetzalcoatl hafi að lokum þráð að líta aftur sín fyrri heimkynni, og hann búið sjer til bát úr slönguskinnum og siglt á haf út, í austurátt. Sagðist hann mundu koma aftur ár það, er Indiánar kalla »ce acatk, en eftir þeirra tímareikningi var það einmitt árið, sem Hernando Cortés steig þar fæti á land eða árið 1519. Enda segir sagan, að í fyrstu hafi Montezuma keisari haldið að Cortés væri Quetzalcoatl. Það er nú álit ýmsra fræðimanna á Spáni og í Mexikó, að hvað tímann snertir sje ekkert þvf til fyrirstöðu, að Quetzalcoatl hafi getað verið islenskur eða norskur víkingur, sem verið hafi kristinn og lifað á 10. eða 11. öld.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.