Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 25

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 25
ÓÐINN 25 svo um stöku uppalninga hjer, sem betur fer. — Að öðru leyti skal ekkert fullyrt um þetta, að því er snertir löngu liðna tíma. En að því er snertir siðastl. rúm 100 ár, þá eru til nokkur gögn um efnalega afkomu og líðan í Landsveit, þótt ónóg sje, en það eru sveitarbækur frá 1822 til núlegs tíma. Og sam- kvæmt þeim verður það að mestu, sem hjer á eftir segir, og þó yfir höfuð stiklað á áratugum. Árið 1822 er fyrsta árið, sem nokkuð er hægt að sjá um viðkomandi búnaðarhögum Landmanna. Það ár teljast bændur hreppsins 46 að tölu, jarðarábúð þeirra sem næst 500 hundraða, og framtalið lausafje nálægt 400 hundraða, eða til jafnaðar á hvern bónda rúm 8 hundruð. Tala ómaga virðist þá vera 29, en ómögulegt að finna ugglauslega upphæð útsvara, og ekki heldur fólkstölu í hrepnum. Á næstu árum fram á árið 1830 virðast allmiklar framfarir hafa orðið um afkomuna. t*ví að þá eru búendur taldir 53 og lausafjárframtal þeirra 599 hundraða eða á 12. hundrað á bónda, en ómagatal 14. Út- svars-upphæð er þá og greinilega sýnd 3080 fiskar. Ábúðarhundruð hafa þá og væntanlega fjölgað eitthvað yfir 500, því að á næsta áratug, eða 1840, eru þau talin 535, en búendatala þó þá 49, og lausafje þeirra framtalið 448x/* hundrað. Ómagatalan hefur þá og hækkað upp í 18, og útsvarsupphæðin talin 3180 V* hundrað fiskar. Þennan áratug hafa þvi búendur nokkuð fækkað og smækkað. Næsta áratuginn lifnar aftur við nokkuð að mun, því að miðaldar-árið, 1850, er búendatalan komin aftur upp í 53, og ábúðar- hundruðin upp í 550 hundraða. Þá er og fram- talið Iausafje bænda orðið 544 V* hundruð eða rúm 10 hundruð á búanda. Lausafjártlund er þá talin 403 fiskar, útsvarsupphæð um 1460 fiskar, og manntal í hrepnum 380, auk ómaga, sem virðist hafa verið um 20 eða svo. Annars virðist manntalið á öllum þessum árum hafa verið mjög nálægt þessu eða alls í kringum 400 í sveitinni, eða til jafnaðar 7—8 á heimili. Þetta timabil virðist því hafa verið yfir höfuð efna- legt blómatímabil og benda á góðæri að meira hluta. Þá verður næsta tuginn 1860—70 aftur nokkur hnignun að sumu leyti, eða um afkomuna. Reyndar hefur manntalið hækkað upp í 420 alls og búendatala upp í 55, og ábúðarhundruð eru hin sömu og áður eða 550. En lausafjárhundruð eru þá komin niður í 274 */*. ómagatalan er 19 Fellsmúli á Lcindi. og útsvarsupphæðin 4049 fiskar. Er hjer því nokkur bending um misjafnt árferði á umliðn- um áratug. Einum áratug síðar eða 1870 er enn nokkuð dregið úr um flest. Þá eru búendur taldir 47, ábúðarhundruð 538V*. lausafjárhundruð 270'/*, aðal-útsvar 10877 fiskar, ómagar 35 og mann- talið rúm 400 alls. Er þetta allskýr bending um fleiri eða færri ill ár undanfarin, og þá sjer í lagi talsverðar sandskemdir, þar eð ábúðar- hundruðum fækkar að mun og búendum um 8, en ómagatala og útsvör stórhækka. Mun þá hjer hafa átt sjer stað bæði sandfok og grasleysi, og ef til vill búfjárfellir nokkur, er þá var ekki ótítt um, hvorki hjer nje annarstaðar á lslandi. En næsta áratuginn hækkar aftur hagurinn stórum. Hafa þá aftur nytjast betur sandskemdar jarðir og öll afkoma batnað. Því að árið 1880 er afkoman þessi: Jarðar- eða ábúðarhundruð eru þá talin hæst, eða 597 V*; lausafjárhundruð 431; bændatala eins og áður, 47; aðal-útsvar 5846l/a fiskur; en ómagar þó 29. Er þetta mikil framför og má etlaust þakka góðu árferði. Því að líklega hefur framtal manna enn þá verið álíka nákvæmt og áður. En skamt er þá böls að bíða. Næsta ár, eða 1881, skiftir all-mjög um tíl lakara vegar. Þá lækka lausafjárhundruð niður í 3701/*, ómagatalan kemst upp í 39, og aðal- útsvar upp i 76381/* fisk. Þó hefur gjaldendum ekki fækkað, heldur fjölgað um einn. Er auð- sjáanlegt, að fjenaði hefur mjög fækkað, og ýmsir gerst þurfandi er áður björguðust. Þetta ár var líka eitt hið allra mesta grasleysis ár, sem elstu menn hjer muna og fá aldrei gleymt. Yarð því fjenaður allur jafnt rýr og nyljalítill þessa árs

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.