Óðinn - 01.01.1934, Qupperneq 33

Óðinn - 01.01.1934, Qupperneq 33
ÓÐINN 33 skapur Landmanna verið góður yíir höfuð, og heimilisguðrækni, húslestrar, jafnan átt sjer stað á vetrarkvöldum á hverju heimili alt fram að þessu, eins og reyndar víðast annarstaðar í ná- lægum sveitum, hvað sem nú fer að gerast í þeim efnum. Nær allir án undantekningar hafa hjer jafnan, síðan til þekkist, látið og láta sjer enn einlæg- lega ant um uppfræðslu og góð áhrif á ung- dóminn, til kristilegrar trúar og breytni og vilja vanda til slíks uppeldis, svo sem undirstöðu andlegrar og líkamlegrar velförnunar. Þeir hafa enn ekki gleymt þvi, að það var Guðs- og Krisls- trúin, sem oft var hið helsta og altaf síðast hið eina, sem feður og mæður þeirra whöfðu hitan úr«, kraftinn og sigurinn í hinu marga og mikla lífs- og dauða-stríði þeirra á umliðnum öldum og árum. Og þeir finna það ennþá á sjer flestir, að svo kunni einnig að fara um þá sjálfa og börnin þeirra. Reyndar hafa þeir »eyru og hlusta á hljóm í veröldinni«, eins og aðrir, og hugsa ílestir eitthvað, sumir mikið og margt um það, sem nú, á siðari tímum, gerist og gengur nýstárlegt og annarlegt í trúar- og siðgæðisefn- um, og til þeirra nær bæði boðið og óboðið. En sú kynslóð, sem hefur haft, og getur, hve- nær sem er, haft aðra eins lífsreynslu og nokkuð er lýst í undanförnu máli, mun vart vilja nje geta tekið við slíku með ljettúð og flasfengni. Mælti og ætla hið sama yfirleitt um flesta ís- lendinga, að m. k. flesta sveitabúa, sem á öllum öldum, umliðnum og ókomnum, hafa haft og munu hafa alt annað en ljettúðarfult og lítils- vert náttúru- og lífsuppeldi. En þótt náttúrufarið og lífsbaráttan hafi hneigt þessa menn, karla og konur, meir til alvöru- gefni en ljettúðar, þá hefur þó þessi barátta alls ekki beygt þá nje brotið, heldur þvert á móti gert þá marga baráttu-hæfari og seigari. Engir hafa þeir verið yfirlætis- eða ólátamenn, en kyrlátir yfirleitt, athugulir og góðlátlegir; og hóglátlega geta þeir verið glaðir og reifir. — Gestrisnir eru þeir allir og greiðasamir í besta lagi, eins og reyndar alt húandfólk, sem til þekkist í nálægum sveitum. Yfirleitt hefur og samkomulag og sambúð lengi verið góð meðal Landmanna, og samúð og hjálpsemi við búand- bræður o. fl. — Hafa þeir, ekki svo sjaldan, á siðastl. 30 árum, hlaupið margir undir bagga með þeim sveitungum, sem nærri hafa legið sligum undir efnalegum erfiðleikum, með sam- skotum og öðrum stuðningi, með þeirri hugsun og í þeim tilgangi, að jafnvel hinn máttar- minsti meðal þeirra mætti verða sjálfbjarga og sjálfstæður. Enda hafa, nú lengi, flestir búendur hjer verið efnalega sjálfbjarga, og afkoman jafn- ari en oft áður, og sumstaðar annarstaðar hefur verið; langflestir bjargálna og ýmsir vel efnaðir. Svo er fyrir að þakka. En nú má þess víst vænta, að mörgum þyki kynlegt, ef enginn sjerstakur maður, eða sjer- stakir, nafngreindir menn, eru látnir koma við þessa framansögðu sögu. Þvi að vissulega hefur hún ekki, fremur en flestar aðrar sögur »gerst mannlaust«, eða án sjerstakra mannlegra að- gerða og áhrifa. Mun þá helst verða spurt um menn þá, er staðið hafa fyrir málefnum sveit- arinnar, bæði inn á við og út á við. Þeir menn hafa auðvitað verið og eru enn hreppsnefndar- menn allir, og þeirra á meðal þó einkum odd- viti þeirra og hreppstjóri á hverjum tima. Eru allir þessir menn yfirleitt, sem kunnugt er, valdir af hreppsbúum sjálfum, svo að bæði val og reynd hinna kjörnu verður jafnan að nokkru all-skýr vitnisburður um og mælikvarði á meiri hluta kjósendanna sjálfra, þroska þeirra, hugs- unarhátt og stefnu. Mun þá væntanlega framanskráð söguyfirlit þykja bera sveitarbúum hjer, að undanförnu, dágóðan vitnisburð um vitsmuni og giftu í vali manna til forstöðu málefna sinna. Þvf að þegar á alt er litið, verður varla annað sjeð eða sagt, en að vel muni hafa verið stýrt yfir höfuð, ekki síst síðan »Fellinn mikla«. Fram til þess vandræða viðburðar verða hjer, vegna ókunnugleika, engir sjerstakir forvígis- menn nafngreindir, enda þótt vænta og vita megi, að vel hafi verið um marga þeirra, sem og um ýmsra aðra einstaka búendur. Aftur á móti er þeim, sem þetta ritar, nokkuð kunnugt um suma forustumenn Landmanna um síðastliðin 53 ár eða siðan um »Fellinn«, og um þá alla hin siðustu 30 árin, sem hann hefur með þeim verið og unnið, að sinu leyti. Skal það þá af sannfæringu sagt, að Landmenn hafa allan þenna tfma yfir höfuð sýnt góða greind í vali hrepps- nefndarmanna sinna, sem yfirleitt hafa verið viljagóðir og gætnir ráðdeildarmenn, og að því leyti samvaldir, að jafnan hefur verið með þeim innbyrðis gott samlyndi og samstarf um sveitar-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.