Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 34

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 34
34 ÓÐINN málefnin. t*að lýsir og nokkuð hreppsbúum, hve lítið þeir hafa, að undanförnu, verið fyrir það, að skifta oft um hreppsnefndarmenn. Því að þeir hafa nú haft einn þeirra, oddvitan sinn, í siðustu 50 árin samfleytt, annan i 32, hinn þriðja í 29, og hinn fjórða í 25 árin óslitið, en að öðru leyti aðeins skift um, að minsta hlut- anum, og þá oftar vegna undanbeiðni viðkom- anda, enda þótt völ hafi verið góðra nýrra manna. Á síðastliðnum 53 árum hafa hreppstjórar verið hjer tveir, hinn fyrri frá 1883 til 1922, en hinn síðari þaðan frá til nálægs tíma, auk þess, sem þeir báðir hafa verið í hreppsnefndinni, annar í 25, en hinn 29 ár, og gegnt mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Sá fyrnefndi er ólafur Jónsson í Austvaðsholti, f. 1857, og því nú nær 77 ára, alkunnur höfðingsbóndi, alla tíð i Aust- vaðsholti, og mesti gæða- og heiðursmaður í hvivetna. Sagði hann af sjer hreppstjórn eftir 39 ára þjónustu, og sömuleiðis hreppsnefndar- starfi, eftir 25 ára veru við það. Hinn siðarnefndi er Guðmundur Árnason, f. 3. júní 1879, ágætur búhöldur, að Múla undir Skarðsfjalli, mjög vel gefinn maður, greindur og vel að sjer, og hefur setið auk þessa og jafnframt því 29 ár í hrepps- nefndinni, svo sem fyr er bent til. Þessir tveir hreppstjórar hafa nú, hvor um sig, og að nokkru báðir saman, svona lengi verið góðir samstarfs- bræður og samherjar hins fimtuga oddvita, fyrir hreppsfjelag sitt, ásamt öðrum nefndarmönnum. En 50 ára oddvitinn er Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi, fæddur þar 3. des. 1857 og hefur jafnan átt þar heima siðan. Er hann þvi nær jafnaldri gamla hreppstjórans í Austvaðsholli, enda eru þeir fermingarbræður og æfitrygðar- vinir, svo ólíkir sem þeir þó eru að ýmsu leyti. — Báðir eru þessir menn enn mjög vel ernir eftir aldri og litt bilaðir að flestu leyli. Er varla á þeim að sjá, að þeir hafi svo oft og löngum um æfina staðið í ströngu, sem þeir þó hafa gert. En báðir hafa jafnan verið hraustmenni mikil bæði til likama og sálar, og lítt bognað eða brotnað eða linast við »hverja pláguna«. Eru þó báðir tilfinninga- og geðnæmir menn, en hvor á sinn hátt. En Iíks er og að minnast um marga aðra jafnaldra og samtímismenn þessara öldruðu manna hjer, sem ásamt þeim höfðu komist í sama »krappann«, bæði karla og konur, feður þeirra og mæður, sem nú hafa hnigið að velli, flestir og flestar á háum aldri, með und- ursamlegt þrek og þol til hins siðasta. En nú er að minnast hins fimtuga oddvita nánar. Verður það þá sannast sagt, og þess sannmælis munu unna honum allir sanngjarnir, kunnugir menn, og þá ekki sist sveitungar hans, að saga hreppsins í siðastliðin 50 ár og sagan hans sjálfs eru svo samtvinnaðar, að hvortveggja verður að miklu leyti hin sama, því að næsta mikið af áhuga hans, vilja og viðleitni, öll þessi ár, hefur jafnan lotið að þörfum og hag hrepps- og hreppsbúa hans, og enginn einn maður hefur haft slík áhrif á gang málefna og alt gengi sveit- arinnar, sem þessi oddviti á umræddu tímabili. Má þá og segja, sem satt er, að fyrir þessar sakir hefur einnig allra mest mætt á honum lengst af, að m. k. alt stríðið og starfið út á við fyrir hreppsins hönd, og margan einstakling sveitarinnar fyr og siðar, og oftast með góðum árangri fyrir skjólstæðinginn. En oft líka staðið í ströngu innsveitis. Hefur hann jafnan verið vakinn og sofinn í þvi, að hugsa um og reyna ráð og dáð til viðreisnar, viðhalds og eflingar sveitar sinnar og sveitunga í sem flestum grein- um góðrar menningar, jafnframt sinum búand- málefnum, og enda nokkuð oft látið sveitar- fjelag sitt sifja fyrir hagnaði, sem hann vel mátti og gat setið sjálfur fyrir, enda þótt þetta sje bæði Iítt vitað og viðurkent. Eyjólfur er og hefur lengi verið þjóðkunnur maður, bæði vegna stöðu sinnar í sveitarfjelagi sínu, sem oddviti, en þó einkum vegna þess, hversu hann hefur jafnan staðið i þeirri stöðu, og komið fram að öðru leyti út á við í sveitar- sýslu- og landsmálum, yfirleitt, ávalt hinn samí viðkvæmi en þó harðskeytti baráttumaður fyrir sína sveit og stjett, sýslu og þjóð. En vel má það lika verða þjóðkunnugt, að eigi hefur verið minna nje ómerkara starf Eyjólfs inn á við, sem oddvita í sveit sinni og bónda í búi sínu. Verður þá og að unna honum þess sannmælis, að þar hefur hann haft bæði frumkvæði og forustu manna lengst og mest um flest nytja- mál og notadrjúgar framkvæmdir, sem átt hafa sjer stað innan sveitar til heilla fyrir hrepps- fjelagið og jafnframt áunnið sjer það álit og traust sveitunga sinna, að honum væri flestum framar trúanda fyrir hverju því, er honum var fyrir trúað. Um það traust sveitunga hans er það ólygnastur vottur, að þeir hafa nú í sam-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.