Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 30
30 Ó Ð I N N erfiður, tímafrekur, lítill og Ijelegur. En þeir, sem eigi gátu sótt þennan heyskap utansveitis, urðu að sætta sig við jarðskafan heima, sem lítið var annað en sina, mosi og rusl. Brugðust þá ýms bestu, margra kúa tún hjer svo, að eigi náðist af þeim kýrfóður. Bót í máli var þó nú sú, að flestir áttu nokkrar, sumir miklar, hey- fyrningar eftir undanfarinn vetur. Svona stóð, þegar haustið kom, og vetrarhorfurnar voru í meira lagi uggvænlegar. En þá hafði »Fellirinn mikli« orðið almenningi hjer að þeirri kenningu, að hann mátti eigi til þess hugsa, að setja bú- stofn sinn á ekkert, heldur tók þá ákvörðun, að farga og fækka þá þegar fjenaði sínum niður í það, sem vænta mælti að bjarglegt fóður væri fyrir. Yar almenningur byrjaður á framkvæmd þessa um og upp úr fjallrjettum og sendu óspart suður til slátrunar, og reyndu lika flestir jafn- framt að koma, helst stórgripum, til fóðurs suður og út um mýrlendis sveitirnar. Beyndust þar þá nokkrir ýmsum hjer drengilega. Ennfremur öfluðu þá flestir hjer meira eða minna fóður- bætis, aðallega síldar, sem þá var fáanleg eða lýsis, til þess að bæta og drýgja með hinn skorna skamt, er til var handa þeim peningi, er heima yrði. Það var mikið lán i þessu óláni, að þetta haust var sauðfjárverð með besta móli, svo að skuldlitlir bændur gátu geymt og notað meir eða minna af andvirði hins felda fjár til aukn- ingar bústofni sinum, er aftur batnaði í ári, en hinir ljett á skuldum sinum. En er hæst stóð á öllu þessu, kom Kötlu- gosið og askan alkunna og tók fyrir allar vonir um nokkurn fóðurstyrk eða ljetti af útbeit á komanda vetri; því að yfir alla jörð lagðist þykk og jöfn öskuskán, sem eigi hvarf allan veturinn. Og enn bættist hjerá ofanogsaman við wspanska veikin« svonefnda, sem æddi um alla þessa sveit eins og víðar, bannaði, á flestum heimilum, flestar bjargir, lengur eða skemur, og lagði i gröfina á rúmum mánaðartíma 9 manneskjur í hrepnum, en lamaði eftirlifendur. Urðu lík þeirra dánu flestra að standa uppi um og yfir mánuð, sökum almennra veikinda og getuleysis heimilanna. Varð þessi vonda plága mjög til að torvelda og tefja allar bjargræðis-ráðstafanir í sambandi við gras- og heybrestinn, svo að tæpara mátti varla standa. Varð þó endírinn sá, að allir gátu fækkað hjá sjer á heimafóðrun, mest fyrir sölu sauðfjár, svo sem líklegt þótti, að duga mundi. Má nefna sem dæmi einn bú- anda, sem þetta haust átti alls 300 kindur og 4 kýr í fjósi. Hann seldi helming sauðfjár- ins og varð loks að láta sjer nægja eina kúna heima, en koma hinum í fóður utansveitar, svo og meira hluta hrossa, er ekki voru mörg. Líkt þessu var um marga fleiri, og allir fækk- uðu og förguðu stórkostlega fremur en að leggja út í það, að reyna að halda öllu við með stór- skuldum fyrir fóðurbæliskaup, er fáanleg voru. Á þennan hátt björguðust nú enn allir af; hinn stór-fækkandí heimafjenaður komst fram, og fóðrapeningur kom flestur heim aftur vorið næsta, sem varð gott og hagstætt að veðurfari, svo að snemma grænkaði og spratt upp úr öskulagiuu, sem þá smásökk niður í jarðveginn, og varð að nokkru Ieyti að áburði. Varð grasvöxtur að vísu ekki mikill um sumarið, en afbragðs kjarngóður og nýttist hið besta. Mátti þó síst fjölga á fóðr- um næsta vetur, þareð alt var tómt undir, og flestir hræddir eftir hið undanfarna. Næsta árs framtal manna, eða 1919, mun að nokkru sýna afleiðingar allra þessara plága, og er það þannig: Búendur eru þá taldir 36, en voru árið áður 37; lausafjárhundruð 523*/j, en árið áður 6111/2; búlausir gjaldendur eru þá 42, en voru 47 árið áður; en útsvar alls þó 65 kr. lægra eða 3250 kr. Og enn þá fækkar bæði bú- endum og lausafje næsta árið eða 1920; því að þá er framtalið þannig: Bœndur 35; lausafje 504 hundruð; búlausir gjaldendur teljast aftur 47, en aðal-útsvar 3422 krónur. Ábúðarhundruð teljast hin sömu, öll hin síðari árin, eða442rúml. Manntal í hrepnum allan tímann frá 1822 og til nálægs tíma, virðist lengi framan af hafa verið undir eða um 400, og komist hæst um 1860, upp í 420, en siðan farið meir eða minna lækkandi aftur, þar til það nú (1934) er komið niður í 358 alls. Hefur og jakkað þar við með ofurlitlum áramun, allan hinn þriðja tug þess- arar aldar, en að öðru leyti virðist þessi ára- tugur hafa vel unnið upp efnalega hallan af grasbrestinum mikla 1918. Pví að árið 1930 telja menn hjer þannig fram, og er þá hætt að leggja í hundruð lausafjeð: Naufpeningur 197, þar af 132 mylkar kýr; sauðfje 6407, langmest ær, og hross 401. Búend- ur teljastþá 37, en búlausir gjaldendur í sveitar- þarfir 75; ómagar 8 og útsvör alls 5075 krónur.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.