Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 13
ÓÐINN 13 Því mun ekki verða móti mælt, að sá mikli maður er Guðleifur hítti í landi því er hann kom að, og lá langt í útsuður frá írlandi, hafi verið Björn Ásbrandsson Breiðvíkingakappi, þar sem hann bjargaði lífi þeirra Guðleifs og manna hans frá þeim aldurtila, er landsmenn þar höfðu hugað þeim. Ef rengja ætti slíka frásögu, virðist mega telja all-margt vafasamt af því, sem ís- lensk rit greina, enda er þessi saga Guðleifs þannig löguð, að engin ástæða gat verið til þess að skýra rangt frá þvi, er á daga þeirra hafði drifið á utanförinni. Samkvæmt þeim fáorðu lýsingum, sem til eru af Birni Ásbrandssyni, hefur hann verið glæsi- menni, snarráður, kjarkmaður og hinn mesti fullhugi hæði á sjó og landi. Þeim Ásbrands- sonum er þannig lýst: »Arnbjörn var engi á- burðarmaðr, ok fámáligr um flesta hluti, en hann var þó enn gildasti karlmaðr um alla hluti. Björn bróðir hans var áburðarmaðr mikill, er hann kom út, ok helt vel, því at hann hafði samit sik eftir sið útlenzkra höfðingja, var hann maðr miklu fríðari en Arnbjörn, en í engu var hann ógildari maðr, en reyndr miklu meir í framgöngu, er hann hafði framit sik utanlands«. Björn hvarf af íslandi árið 998 og sigldi skipi sínu vestur í höf, og mun hafa heitið förinni til Grænlands, en hann hefur orðið sæhafi og borist undan langvarandi aust-norðanátt suð- vestur um Atlantshaf, en að lokum komist þó að óþektum ströndum lands nokkurs, er ætla má að hafi verið nálægt suðlægum takmörkum Norður-Ameríku. Þar hafa þeir komist á land, og Björn sjálfur, að minsta kosti, komist i frið- samleg kynni við landsmenn og sameinast þeim og dvalið þar meðal þeirra í mörg ár, því þess er getið að Guðleifur hafi verið þar vestra um 1027, eða nálægt þrjátíu árum eftir burtför Bjarnar frá íslandi. Begar svo »hinn mikla mann« bar þar að, sem þeir Guðleifur voru fyrir bandingjar í hönd- um mörg hundruð manna, er höfðu nokkurn- vegin ákveðið að þrælka þá eða drepa, fær hann því þegar áorkað við þá, að þeir gefa mál þeirra Guðleifs í hans vald, en af því má greinilega ráða, að sá maður hefur haft mikil áhrif meðal þessa þjóðflokks. Hann frjettir þá Guðleif hverir þeir sjeu, en er honum verður það Ijóst, að þangað til lands eru komnir íslenskir menn, gerist hann ærið spurull um helstu menn er Frú Kristín Jacobson. Hún átti sjötugsafmæli 10. febrúar i vetur og var henni þá haldið fjölment samsæti hjer í bænum. Hún er þjóðkunn kona og hefur mikið að henni kveðið i fjelagsskap kvenna hjer á landi. Hún er ein af stofn- endum kvenfjelagsins »Hringurinn« og hef- ur lengst afverið for- maður þess fjelags, en það hefur, eins og kunnugt er, komið upp Hressingarhæl- inu í Kópagogi, og er það frú Kristín Jac- obson sem mestan veg og vanda hefur haft af þeirri stofn- un. Frú Kristín er dóttir Páls Vidalíns fyrrum alþingismanns i Viðidalstungu og systir Jóns heitins Vídalíns konsúls. 24. september 1895 giftist hún Jóni heitnum Jacobson landsbókaverði og var heimili þeirra hjer í Reykja- vik hið mesta rausnarheimili og orðlagt fyrir glað- værð og gestrisni. þá búa í Borgarfirði og Breiðafirði, en einkum frjettir hann um Þuríði húsfreyju á Fróðá og son hennar Kjartan, enda er það auðskilið, að hugur Bjarnar stefnir þangað, er hann fjekk tækifæri til að tala við menn úr þeim hjeruð- um er grein kunnu að gera á slíku, því að ærið vingott hafði verið lengi með þeim Þuríði og Birni, enda var það vegna óvildar Snorra goða, bróður hennar, að Björn rjeðst til utanfarar að því sinni. »Hinn mikli maður« vill ekki segja þeim Guðleifi nafn sitt, þvi að hann óttast að menn fari að hætta sjer þangað vestur um höf og leita þar þessa viðáttumikla lands er hann dvaldi nú í, því að honum er það fyllilega Ijóst, að landtaka er þar geigvænleg og herskáir menn hvarvetna til landvarnar, er mundu tortíma þeim, eða eins og hann orðar það, mundi lítinn frið gefa útlendum mönnum er þar kæmu til lands, en hann getur tæplega búist við að hann geti, vegna aldurs síns, orðið slíkum mönnum lengi að liði. Hann lætur því þegar búa skip

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.