Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 46
46 Ó Ð I N N hafði heyrt. Jeg sat þar úti í horni og Iagði auðvit- að ekki til málanna. Svo stingur einhver upp á því að syngja þennan nýja sálm og lag, sem það hefði lært á fundinum. Svo byrjar einn og allir tóku undir í söngnum: »Bed for dit Hus, dit eget Hjern*. Jeg hafði aldrei áður heyrt lagið, sem Ricard hafði sagt mjer, að hann hefði látið semja við kvæðið. Allur söngurinn var sunginn. Svo var farið að tala um höfundinn, að hann væri frá íslandi o. s. frv. Einn kvaðst einu sinni hafa verið á samkomu, þar sem hann hefði talað. Nú kærði jeg mig ekki um að heyra meira og spurði manninn, hvort hann þekti »Pastor Fridrikssonc. »Nei«, sagði hann, »ekki ann- að en þetta*. »Gætuð þjer þekt hann, ef þjer sæjuð hann«. »Jeg veit ekki«, sagði hann, »jeg stóð svo langt niðri í salnum«. En í því leit hann á mig og sagði: »Já, en það eruð þjer?« »Já«, sagði jeg. Þá varð nú mikil gleði hjá samferðafólkinu, að hafa alt í einu á meðal sín höfundinn að sálminum, sem það hafði sungið, og þegar það heyrði að jeg hafði aldrei áður heyrt lagið, var sjálfsagtað syngja það aftur. Og svo urðu fjörugar samræður á eftir, þangað til komið var að þeirri sföð, sem það ætlaði til. Kvaddi fólkið mig með þeirri alúð og gleði, sem með Dönum er títt. Jeg fann víða að þessi söngur hafði aflað mjer vina víðsvegar út um landið. Alstaðar var mjer vel fagnað. Jeg kom á nýja staði, þar sem jeg hafði aldrei áður verið, og kyntist nýjum mönnum lærðum og leikum; en glaðastur var jeg að heimsækja þá staði þar sem jeg hafði áður verið. Jeg kom til Bregning pr. Ring- köbing. Þar bjó sjera Magnús Magnússon. Við höfð- um verið á samkomu saman einhversstaðar í grend- inni og þaðan ók jeg með prestinum heim til hans. Það var orðið mjög framorðið, er við komum heim þangað, og alt fólk í svefni. Presfurinn vísaði mjer til herbergis þess, er jeg átti að sofa í. Næsta morg- un vaknaði jeg við það, að kvikt var orðið í her- berginu. Jeg opnaði augun; fyrir framan rúm mitt stóðu þrír smádrengir, og er þeir sáu að jeg var vaknaður, lagði næstelsti drengurinn hendurnar um hálsinn á mjer og sagði: »Góðan daginn, guðfaðir minn, og velkominn*. Þetta var Halldór, sonur sjera Magnúsar, og var hann rjett að verða 6 ára. Elsti drengurinn, Magnús Theódór, var 7 ára, og Sveinn Eiríkur 4 ára. Vaknaði jeg þannig við góðan draum. Dóttir hjónanna hjet Sigríður, 9 ára gömul. Jeg var svo allan daginn í Bregning og voru litlu drengirnir altaf í kring um mig, og voru ósköp elskir að mjer. Magnús litli hálföfundaði Halldór af því að hann mátti kalla mig »Gudfar«, en hann fjekk leyfi til að kalla mig »OnkeI«, og var hann ánægður með það. Jeg fór í þessari ferð norður á Skaga og til Hjörr- ing. Jeg stilti svo til að jeg gat gert hlje á ferðinni í nokkra klukkutíma í Álaborg og fór jeg rakleitt af stöðinni til K. F. U. M. Hús fjelagsins lá nálægt stöðinni; höfðu þeir keypt gamalt hús, er lá umgirt Jjómandi fallegum trjágarði. Það var ekki mjög stórt, en þar var besti byggingarstaður fyrir stórhýsi. Mjer þótti leitt að Álaborg var ekki á listanum yfir þá staði, þar sem jeg átti að halda samkomur, og skildi jeg ekki í því að þeir í K. F. U. M. þar hefðu ekki beðið um mig. Þegar jeg kom inn í ganginn, þar sem yfir- föt voru hengd, mætti mjer pilíur hjer um bil 18 ára. Hann var í vinnufötum. Hann heilsaði mjer að fyrra bragði og spurði, hvort jeg væri ekki Pastor Fridriksson frá Islandi. Jeg virti hann fyrir mjer og fanst mjer jeg kannast við augun og andlitsfallið, en gat ekki komið honum fyrir mig. Jeg hafði í huga hina gömlu Álaborgardrengi. Þá brosti hann og skein þá í mjallhvítar tennurnar og þar á meðal eina skög- ultönn. Þá setti jeg fingurinn í Skögultönnina og sagði: »Anders«. Hann varð hjartanlega glaður að jeg skyldi muna eftir honum. Þetta var Anders son- ur hjónanna í Brovst í Hanhjeraði, þar sem jeg hafði haldið samkomu 1902 (eins og segir í fyrra bindinu bls. 231). Jeg varð mjög glaður að finna hann. Svo kom framkvæmdarstjórinn, hr. Kylling. Hann tók við mjer tveim höndum og kvaðst vera Ieiður yfir því að misfarist hefði hjá sjer að biðja um mig til Ála- borgar. Jeg sagði honum að jeg hefði verið hræddur um að »Hjærtebyen« hefði ekki viljað hafa mig. Við náðum svo í eitt laust kvöld, er jeg kæmi að norð- an frá Vendelskaga til þess að tala í K. F. U. M. og var mjer þetta fróun mikil. Kylling sagði mjer að hann hætti bráðum að vera framkvæmdastjóri í Álaborg, því að hann ætlaði til Haderlev á Suður- jótlandi og verða starfsmaður þar. En enn væri ó- ráðið, hver yrði eftirmaður sinn í Álaborg. Á »Skaganum« bjó jeg hjá trúuðum lækni, dr. Damsgaard. Þar var mjög yndislegt að vera. Læknir- inn og kona hans voru hin ágætustu hjón og Ijetu mikið til sín taka um öll kristindómsmál. Þau áttu son, Alexis að nafni. Við urðum ákaflega góðir vinir. Hann var þá eitthvað 12 ára gamall. í Árósum átti jeg yndislegar nætur tvær og talaði á drengjafundum og eignaðist marga góða vini. Jeg heimsótti þar móður Maríusar Hansen, fyrsta kunn- ingja míns í Árósum frá haustinu 1901. Hún lá sjúk á St. Jóseps-spítalanum þar í bænum og var ekki

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.