Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 28
28 ÓÐINN Gallalœkur á Landi náunga, sem eitthvað ináttu betur, með einhverja truntu undir pjönkur sínar. Var þá mest sótt og flutt út á Eyrarbakka og Þorlákshöfn, enda varla hent að sækja lengra. En margur var þá líka góður Ár'nesingurinn á leið þessara þrekuðu þrekmanna, sem drengilega hljóp undir baggana þungu með hestláni og annari fyrirgreiðslu. Var og er þessa minst af mörgum bjer með þakk- læti jafnan síðan. Petta og margt annað eins urðu nú bænd- urnir hjer á sig að leggja um þessar mundir. En konurnar þeirra þá? Ekki mun það hafa verið neitt minna, sem þær höfðu, að sinu leyti, að bera, liða og stríða, svo sem geta má nærri. Og ekki hefur verið minna þrek og þolgæði þeirra. Eða þá börnin þeirra, hjúin, og jafnvel þurfalingarnir sjálfir á heimilum þeirra? Alt virðist þetta fólk hafa þurft, og líka haft á mikilli þrautseigju að halda og mikilli samúð, meðliðan og samhjálp innbyrðis, og þá líka flest Iagt fram alla sína krafta. Því að annars hefði hlotíð úr að rakna bæðí seinna og miður en raun varð á. Held jeg, að hjer væri efni í upp- byggilega skáldsögu og hana þó »historiska«. En hvernig mun þessu fólki hafa verið varið yflrleitt? Þrátt fyrir og innan um margvíslega galla og ófullkomleika, var það yfir höfuð ein- læglega trúað, guðhrætt og bænrækið, og lifði og baslaði til hins ýtrasta í þeim vændum að »Guð hjálpaði þeim, sem hjálpuðu sjer sjálfircr, eftir gefnu viti og megni, og í trausti Guðs síns. Og víst er það, að svo reyndist nú hjer, bæði fyr og betur en likur voru til; því að þegar á næsta ári er nokkuð tekið að rofa til og rjettast hagurinn. t*á, 1883, telja bændurnir, 38 að tölu, fram 102 lausafjárhundruð í stað 92 árið áður, og útsvar þeirra hefur lækkað um 15287* Ask. Og svo smá-hækkar, en þó jafnt og þjett, efna- hagurinn allan 9. áratuginn út, og er orðinn 1890 sem hjer segir: Ábúðarhundruð 423; lausa- fjárhundruð 307V>; en aðal-útsvarsupphæð þá 7229’/» fiskur. Bændur teljast þá 40 og ómög- um hefur fækkað úr 43 niður í 33. Þetta ár, 1890, eru tíundir og sveitargjöld siðast talin í fiskum eða fiskvirðum eða á »landsvísu«, en næsta ár og æ síðan í krónum og aurum. Alt til þessa árs er og ekki að sjá, að hrepp- urinn hafi safnað eða átt nokkra sjerstaka eign, eða sjóð, um fram það, eða auk þess, sem hreppsbúar sameiginlega telja fram árlega. Að- eins sýna reikningarnir flest árin nokkrar eftir- stöðvar í fleiri eða færri fiskum, sem oftast eru uppetnir nærri því jafnóðum árlega, eftir þvi, sem ómegð eða önnur þörf fellur til, enda má fara nærri um, að nokkur fyrstu árin eftir »Fellinn« hafi ekki verið hentug til sjóðsöfnunar fram yfir brýnustu þarfir, með því og að nokk- urt misæri varð á þeim tíma, eins og gerist og gengur, og ýmsir gáfust upp og gerðust þurfa- menn smám saman eftir »Fellinn« til viðbótar þeim, er strax gáfust upp, svo að árið 1886 teljast þurfamenn 49 og árið eftir 50. Hefur þá ómagataian komist hæst. Eftir það lækkar hún smám saman, og er árið 1896 komin niður í 18. Það ár er búnaðarskýrslan þannig: Ábúðar- hundruð 427,67; lausafjárhundruð 498 og aðal- útsvar 1376,00 krónur; búandi gjaldendur 39 og búlausir 28; og eign eða sjóður um fram áætl- aðar þarfir telst þá rúm 1100 kr. Annars fer fyrst að votta fyrir slíkum hreppssjóði árið 1891. En árið 1896 dundu yfir, í ágúst—sept., jarð- skjálftarnir miklu um mest alt Suðurland, svo sem engum mun gleymast, þeim er þá lifðu á þeim slóðum. Hrundu þá og stórskemdust flest hús bæði manna og málleysingja hjer sem víðar. Varð þá einn hinn mesti hnekkir á högum bænda hjer, eins og annarstaðar, þar sem eins eða líkt fór, jafnframt því, sem flestir urðu slegnir ótta og óvissu um vænlegust úrræði. — Eigi fjell þó búpeningur vegna fóðurskorts næsta vetur, þótt víðast fækkaði vegna haust- förgunar, bæði sökum þess, að sláttur varð enda- sleppur, og einnig þess, að flestir þurftu að selja til viðgerðar og endurreisnar eftir alt hrunið, fyrst til bráðabirgðar undir veturinn næsta, og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.