Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 45

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 45
ÓÐINN 45 miðnæfti. ]eg hugsaði um, hvað mundi bíða mín á þessu ferðalagi, og var í mjer óþreyja eflir að sjá og hifta vin minn Olfert Ricard, sem ekki lengur bjó í byggingunni. Loks sofnaði jeg og svaf fremur órótt til kl. 7 að morgni. Reis jeg þá á fæfur og fór ofan í borðsalinn að fá mjer árbít. Voru ungir menn á stangli í þeim stóra sal; voru það þeir sem áttu heimili í húsinu, ungir stúdentar og skrifstofu- eða verslunarmenn, er áftu að koma að verki sínu um kl. 8. ]eg litaðist um og þekti engan þeirra. ]eg sett- ist við autt borð og tók þar morgunmáltíð mína. Alt í einu reis einn ungur maður upp úr sæti sínu og kemur rakleitt til mín og heilsar mjer og spyr, hvort jeg sje ekki »Pastor Fridriksson fra Island*. ]eg sagði sem var og varð hann auðsýnilega glaður við og kvaðst heita Carl Bindslev stúd. theol. og eiga heima í Álaborg. — Mjer datt í hug, hvort hann mundi vera einn af mínum 18 Álaborgarvinum frá haustinu 1901, sem sagt er frá í fyrra bindi »Starfs- áranna*, og sagði að mjer þætti leift að jeg kann- aðist ekki við hann. Hann sagði, að það væri engin furða, því að hann hefði aðeins verið á fyrstu sam- komunni, sem jeg hafði haldið þar; hann kvaðst hafa setið fremst á bekk við miðganginn, þá eitthvað á 12. ári, »en er þjer genguð fram hjá mjer, þá lögðuð þjer höndina á höfuð mjer og hvísluðuð að mjer, »Það verður maður úr þjer seinna, ef þú heldur fast við Guð«, en síðan hef jeg á hverju kveldi beðið fyrir yður«, ]eg komst við af þessum orðum. ]eg varð líka hrifinn af þessum glæsilega unga manni. Á þeirri stund knýttist sú vinátta með okkur, sem verið hefur mjer til mikils yndis og haldist hefur við, þótt við höfum verið lengst af hvor á sínu horni veraldar: hann trúboði á Indlandi og jeg hjer á íslandi. Hann var trúaður ungur maður og eins og jeg fjekk síðar að þekkja, alinn upp á heimili þar sem hjeldust í hendur fín siðfáguð menning og einlægur kristindómur. Fyrir hádegi hitti jeg minn kærasta vin Ricard og urðu með okkur fagnaðarfundir. Við vorum mest saman þann dag, og gengum fram og aftur í Bota- niska garðinum, eða sátum lengi á einhverjum bekk og nutum samverunnar í sólskininu milli trjánna og angandi blómbeða. Fögnuður vináttugleðinnar og hins fagra umhverfis fyltu mig þeirri unun, sem jeg leit- ast ekki við að lýsa. Hann sagði mjer frá því, sem ennþá var leyndarmál, að hann væri að hugsa um að verða prestur, og hefði þegar úlsjeð sjer prestakall til að sækja um. Hann sagði mjer og að faðir sinn væiri orðinn mjög heilsutæpur og kvaðst verða að vera svo mikið fyrir hann sem hann gæti. — Ricard tjáði mjer að ferðaáætlun mín hefði verið gerð með það fyrir augum að jeg kæmi með konungsskipinu, en hún hefði raskast við dráttinn, en 12. september ætti jeg að vera í Kolding, svo að jeg hefði nú að- eins tvo daga til þess að dvelja í Kaupmannahöfn. Daginn eftir, fimtudaginn 11. sept., lagði jeg af stað með kvöldlestinni á leið til Kolding. Ricard fylgdi mjer á járnbrautarstöðina og gaf mjer að skilnaði »Söngkver fyrir unglingadeildir«, sem nýlega hafði verið gefið út, sagði hann mjer að þar í væri sálmur, sem jeg hefði ort á stúdentsárum mínum og prentaður stæði í Mánaðarblaðinu, og hefði hann tekið hann í kverið og látið semja lag við hann. Sá sálmur byrjaði þannig: »Ðed for dit Hus, dit eget Hjem«, gæti jeg nú lesið kverið á leiðinni. Það gerði jeg líka. ]eg kom í lestrinum að einum söng, er jeg með athygli fór að lesa, því að mjer fanst, að hann túlka svo líkar hugsanir þeim, sem jeg oft hafði haft, og er jeg var kominn fram í sönginn miðjan, fór jeg að gæta að, hver myndi vera höfundurinn, og varð ekki lítið forviða, er jeg sá að hann var eftir mig sjálfan. ]eg get ekki munað að jeg hefði ort hann nokkurn tíma. Seinna fann jeg að það var söngurinn, er jeg hafði ort á leiðinni til Borgundarhólms og aldrei síðan sjeð. í Kolding var tekið með mestu blíðu móti mjer af vinum minum þar. ]eg kom út til Elvig- gaard. Þar bjó gildur og góður bóndi, Thaysen; hann var kvæntur íslenskri konu, Sigríði Sivertsen, systur vígslubiskups Sigurðar Sivertsen. Þar var mikið og myndarlegt heimili; þrjá sonu áttu þau hjón: Lorentz August, Svend Sigurd og Axel, og eina dóttur, Guð- rúnu, átta ára eða svo. Drengirnir voru 14, 13 og 11 ára. ]eg var þar heilan dag um kyrt og hjelt samkomu þar í næsta samkomuhúsi bygðarinnar. Bæði hjónin voru trúuð, og frúin hin ágætasta kona. — Þaðan fór jeg svo í ferðalag út um ]ótland og hjelt viða samkomur, og var mjer alstaðar tekið vel. Hitti jeg víða vini, sem jeg hafði kynst á fyrri ferð- um og dáðist jeg að hve margir, sem þá höfðu verið litlir drengir, mundu mig vel, því að 6—7 ár voru á milli liðin. — Eitt atvik kom fyrir mig, sem mjer þótti gaman að. ]eg var um kvöld á ferð í járnbraut- lest, og þar sem það var seinalest, kom hún við á öllum smástöðvum svo að farþegar voru komandi og farandi. ]eg var einn í klefa langa lengi. Svo á einni stöð, ryðst inn stór sægur og fylti klefa minn. Þegar ar lestin var farin af stað, heyrði jeg að þetta fólk mundi vera að koma af einhverri kristlegri samkomu; það var mjög glatt í anda og söng ýmsa sálma og andleg ljóð, og á milli var talað um það, sem það

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.