Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 26
26
ÓÐINN
Skarðskirkja á Landi, bygð 1931.
sumar, og munu búendur margir eða flestir hafa
fargað skepnum að mun um haustið, og varla
árætt, að setja ótakmarkað á hin sárlitlu og Ije-
legu hey, sem þeir þá um hauslið höfðu skrapað
saman, mestmegnis úr mýrlendum nágranna-
sveitum, þar sem spretta hafði þó verið skárri
og góðsamir náungar lofað þeim að »kroppa«.
Því að heima hjá sjer höfðu þá harðlendis-
menn ekkert nema »jarðskafan« einan, sinurusl
og mosa, og það einungis af túnum. En alt
þetta reyndist ónógt.
Berum svo saman nýnefnt framtal bændanna
þetta árið, 1881, við hið næsta ár á eftir, eða 1882.
Þá er »statusinn« eða hagurinn allur svona:
Ábúðar- eða jarðarhundruð 487 Vs, eða 110
hundruðum færri en árið áður. Lausafjárhundr-
uð 92, eða 275 V2 hundraði færri en fyrra ár.
Aðal-útsvar 8f)25 fiskar, eða 886 V* fisk hærra
en næst áður, en búandi gjaldendur 39, eða 9
færri, og ómagar 43.
Er augljóst af samanburði þessum, að eitt-
hvað mikið hefur komið fyrir hjer þetta ár,
enda var svo. Því að þetta ár, 1882, varð »Fell-
irinn mikli«, og árið það heitir hjer jafnan siðan
»Fellisárið«. Muna það hjer margir glögglega
enn, og hryllir enn við. Heyin voru sárlitil, sem
fyr segir, og sjálfsagt einnig mjög ljeleg, og fæstir
höfðu fargað að hausti fjenaði eins og þurft
hefði, jafnvel undir meðalvetur, heldur flestir
sett meir eður minna á vogun, eða vonina um,
að slampast mætti af, líkt og enda einatt áð-
ur, enda allur útifjenaður þá vanur hörðu
og harður. — Veturinn 1881—1882 hafði og
verið yfirleitt góður, og vonir því góðar um
afkomu líkt og svo oft áður, alt fram á út-
mánuði síðla.
En þá gerðist það einn góðan slikju-blíðan
dag, á sjálfum Páskunum, að á skall alt í einu
ómunalegt ofsa norðaustan veður með hörku-
gaddi og óstæðum stormi, svo að varla eða ekki
varð fært húsa eða hæja á milli, og flestar
skepnur urðu að vera þar, sem þær voru komn-
ar. Stóð þannig óslitið og nær hvildarlaust í
liál/an mánuð. Ýfðist þá þegar hver moldar- og
sandgári, sem til var í veðurstöðu, og rótaðist
upp í grenjandi hlindbyl af mold, sandi og möl
yfir dautt og lifandi, yfir grösugar lendur, tún
og engi, svarf af mest alla, og víða alveg alla,
grasrót á stórum svæðum, einkum ofan til, á
harðlendinu, og fylti alt, hús og bæi og hvert
skjól og skot af sandsköflum, líkt og þegar mest
fennir í miklum snjóskafbyl. Var veður þetta
svo mikið, að við ekkert varð ráðið, og fáir
treystust til úti að vera og reyna að bjarga ein-
hverju af útipeningi.
Er svo sagt af þeim fáu hreystimönnum, sem
þá hættu sjer út eða úti, að þeir hafi ekkerl
komist móti veðri, nema með þvi, að halda
skóflu eða rekublaði, eins og skildi, fyrir and-
litinu, og þó með mestu herkjum komist nokkuð
áfram; en þó litlu áorkað til bjargar.
Þetta sannkallaða »heljarveður« reið nú að
fullu útifjenaði alls þorra bænda hjer, og feldi
hann hrönnum; en það, sem skrimti veðrið af,
gerðist flest banvænt og varð eigi bjargað, enda
lítið um heybjörg og aðra bjargar-brunna þá;
og auk þess stöðug ólið, þurt og kalt og
gróðurlaust alt vorið út fram til Jónsmessu.
Veður þetla geisaði auðvitað einnig um mest-
alla Rangárvallasýslu og Árnessýslu og víðar,
en varð þó grimmast og gerði mestan usla í
Landsveit og efra hluta Rangárvalla, þar sem
báðar þessar sveitir lágu svo líkt, og urðu fyrstar
fyrir ofsanum, og báðar líkt á sig komnar að
náttúrufari. Þetta veður hafði og orðið að miklu
meini í öðrum næstu nágranna sveitum, og
víðast að nokkru á umgelnu svæði, en þó hvergi
nærri líkt eða jafn alment og hjer. Bar hvort-
tveggja til, að nokkuð hefur dregið úr ofviðrinu og
sandaustrinum eftir því sem sunnar og utar dró,
og svo hitt, að víðast annarstaðar var þó meira
gras og meira um hey en hjer efra, auk ann-
arskonar og mýrkendara jarðvegs.
Það er og sagt, að mjög hafi verið svipað