Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 6
6 ÓÐINN bróðir eins stærsta kaupraannsins þar. Pöntun- arfjelagið hafði fengið þar sjerstakt lán, til að greiða með gamla skuld hjá Zöllner (skuld, sem Jón hafði fengið Zöllner fil að gefa 24 þús. kr. afslátt á), auk þess hafði fjelagið fengið nokk- urt rekstrarlán og selt útbúinu víxla, sem það hafði gefið út á hendur viðskiftamanna sinna. Þá var það að erlent viðskiftafirma sagði Pöntunarfjelaginu upp lánstrausti, að því er ýmsir hugðu, fyrir undirróður kaupmanna. Og í staðinn fyrir að hlaupa undir bagga, gekk Ut- búið á sama lagið, og svo hver af öðrum lán- ardrotna fjelagsins. Og með því að ekki var í annað hús að venda með lánstraust, varð fje- lagið að gefast upp. Nú gat Pöntunarfjelagið hafa verið svo illa stætt, að engin meining hefði verið fyrir Úlbúið að styðja það. En því var ekki svo varið. Það var áreiðanlega ekki ver stætt en mörg önnur verslunarfyrirtæki, sem þá var haldið uppi, að meðtöldum Seyðisfjarðarkaupmönnum. Gjald- þrotið var ekki gífurlegt, þrátt fyrir sölu allra eigna á nauðungaruppboði, og þar af leiðandi með smánarverði. Útbúið mun engu hafa tap- að á fjelaginu. Aftur á móti tapaði Útbúið fyrir stuttu svo miljónum króna skifti á Seyðisfjarðarkaupmönn- um þeim, er koma við sögu. Bendir það óneit- anlega til þess, að bankastjórnin hafi gert hjer meira en lítinn mannamun, og skilst það alt, er þess er gætt, að bankastjórinn er bróðir eins kaupmannsins, þess er var umsvifameslur keppi- nautur fjelagsins. En þótt afstaða bankastjórn- arinnar sje skiljanleg, er hún engu að siður óaf- sakanleg hlutdrægni og ranglæti gegn Pöntunar- fjelaginu og Jóni, enda hefur þessi hlutdrægni komið Útbúinu eftirminnilega í koll. En þótt hrun Pöntunarfjelagsins megi þannig tvímælalaust rekja að nokkru til þeirra ástæðna og atvika, sem nú var getið, er auðvitað ekki þar með sagt, að stjórn Jóns á fjelaginu hafi verið með öllu óaðfinnanleg. Stórhuga og bjart- sýnn, eins og hann var, mun hann tæplega hafa verið nógu gætinn í viðskiftum, nje nógu harður í skuldaskiftum, þar sem fátæklin var á aðra hlið. Fyrsta árið sem Jón var á Seyðisfirði leigði hann Jóni frá Múla og fjölskyldu hans húsnæði, en var sjálfur í kosti hjá leigjendunum. Þá kynt- ist hann Solveigu dóttur Jóns (f. 1884) og gekk að eiga hana tveim árum síðar (1904). Eign- uðust þan hjónin meðan þau voru á Seyðisfirði fjóra drengi: Jón Múla (1905), Stefán (1906), Ragnar (1909) og Karl (1914). En það er til marks um álit það er Seyðfirgingar höfðu á þeim hjónum, að Jón var í bæjarstjórn í 6 ár, og er hann vildi eigi lengur gegna þvi starfi, þá kusu þeir Solveigu og sat hún í stjórninni í 3 ár. Eftir að pöntunarfjelagið hætti að starfa fjekst Jón við mótorbátaútgerð, en hepnaðist illa, og lauk svo að hann hætti með öllu vorið 1913 og fór þá einn síns Iiðs vestur til Ganada til þess að leita sjer atvinnu. Hepnaðist honum á fyrsta eða öðru ári að ná í stöðu sem kornkaupmað- ur (elevator manager) vestur í Saskatchewan fyrir fjelag nokkurt f Winnipeg. Vann hann fyrir fjelag þetta öll stríðsárin, þar til 1918 að hveiti- uppskeran brást, svo að hann varð atvinnulaus. Fór hann þá suður í Minnesota á fund Bjargar systur sinnar. Þar frjetti hann til töluverðrar atvinnu við skipasmiðar er stjórnin rak við Sparrows Point nálægt Baltimore í Maryland ríki. Var þetta stríðsiðnaður — flutningaskip til að flytja hergögn og aðrar nauðsynjar til hers- ins í Evrópu. Við ýms störf fleiri fjekst Jón á þessum árum. Samhliða atvinnustörfum sínum stundaði hann þá enn ýmiskonar nám og lauk á þessum ár- um sjerstöku námi í vísindalegu reikningshaldi (Higher accountancy) við La Salle Universet í Chicago, og enn stuttu síðar tók hann próf í opinberri endurskoðun. — Sýnir þetta náms- hæfileika hans og ástundun, er hann var nú kominn hátt á fimtugs aldur. Svo hafði auðvitað verið ráð fyrir gert, er Jón fór vestur, að fjölskylda hans kæmi á eftir hon- um, er hann hefði fengið atvinnu. En þá skall stríðið á, svo ekki var greitt um tryggar ferðir. En er friður komst á í nóvember 1918, sendi Jón orð heim, að nú skyldu þau koma, og kom Solveig þá með þrjá elstu sonu þeirra vestur í apríl 1919. Eftir það vann Jón á verslunarskrifstofum hjá ýmsum fjelögum i Baltimore um næstu fimm ár og keypti sjer á því tímabili hús það, er fjölskyldan hýr enn í. En árið 1924 varð hann alvarlega veikur af asthma, og varð þá frá verk- um í heílt ár. En þá vildi svo vel til, að elsti sonur hans, Jón, hafði fengið góða atvinnu við skrifstofustörf, svo að fjölskyldunni var borgið.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.