Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 16

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 16
16 ÓÐIN N Davíð Stefánsson skáld. Hann er nú sem stendur vafalaust mest lesinn allra tjóðskálda Iandsins. Með fyrstu ljóðabók sinni, semhjet »Svartar fjaðrir«, náöi hann pegar vinsæld- um, og þær hafa auk- ist með hverju nýju Ijóðasafni, sem frá honum hefur komið, en þau eru nú orðin fjögur, og komu fyrir nokkru út í heildar- útgáfu hjá Porsteini M. Jónssyni bóksala á Akureyri. Davíð er nú um fertugt. Hann er stúdent frá Menta- skólanum í Reykja- vík, sonur Stefáns heitins alþingismanns í Fagraskógi Stef- ánssonar (prests á Hálsi) og Ragnheiðar Davíðsdóttur (prests á Hofi i Hörgárdal), fæddur og upp alinn í Fagraskógi. Davíð hefur ferðast víða um lönd, suður til Ítalíu og austur til Rússlands. Nú hef- ur hann um mörg ár verið bókavörður á Akureyri og er bókasafnið par styrkt af landssjóði með pví skilyrði, að hann sje par launaður bókavörður, og sama á sjer stað um Guðmund G. Hagalin sagnaskáld og bókasafn ísafjarðar. sannindi að styðjast, og að meðal Azteka eða frumþjóða, erbjuggu á hálendi Andesfjalla norð- arlega í Mið-Ameríku, hafi dvalið hvítur maður, sem þeir kyntust fyrst við austurströnd landsins og nutu af honum mikillar fræðslu. En að hin- um norræna manni hafi tekist að smíða haffært skip þar í landi, virðist ekki rjelt að fortaka, þótt járn væri eigi þar þekt á þeim tímum, en gnótt var þar af efniviði til skipasmíða, sem mátti höggva hvarvetna í skógum nálægt strönd- inni, en það hefur orðið að tegla það og seyma með trjesaum, eða saum gerðum af þeim málm- tegundum, sem þektar voru þar, en voru aðal- lega hafðar til að búa af örvarodda og annað því um líkt, en til að þjetta fleytuna voru til margskonar jarðbikstegundir, reiða mátti gera af magueytrefjum og segl af dúkagerð lands- manna; að minsta kosti var mikil dúkagerð í landinu, er Spánverjar komu þar. En þólt slík skipagerð hefði tekist sæmilega, mundi þó eng- inn norrænn farmaður á þeim tímum hafa hætt sjer einn á slíkri fleytu út á úthafið, og ætlað sjer að sigla því yfir Atlantshaf. Með því að það verður að teljast full-sannað, að Cholula-búar hafi bygt mikið og veglegt musteri til dýrðar guðdómi sínum, er þeir nefndu Quetzalcoatl, og lýsingar þær er Aztekar hafa gefið af honum, með norrænum einkennum á manni er kom til landsins úr austurátt, virðist enginn vafi geta leikið á því, að það sjeu sann- indi. En hvaðan kom slikur maður, hvítur á hörund með langt og hrokkið hár en sitt skegg þar til lands svo snemma á öldum? Mundi það eigi vera Björn Ásbrandsson? Það er liklegt að Björn og menn hans hafi verið hinir fyrstu menn austan um höf, sem þarna komu, eftir að Grænland fanst 882. Jeg tel fleiri líkur mæla með því en á móti, að Björn Ásbrandsson Breiðvíkingakappi hafi verið sá Quelzalcoatl, sem Cholula-búar bygðu veg- legt musteri og azteska þjóðin tignaði sem guð- dóm sinn og velgerðamann. Sigurgeir Einarsson. * Sigmundur Guömundsson og Vigdís Jónsdóttir frá Görðum. Það er nú liðið á annað ár síðan þessi aldr- aði og góðkunni bóndi Ijezt. Jeg veit þó ekki til þess, að á hann hafi verið minst opinberlega að öðru leyti en þvi, að jeg skrifaði lítið eitt um hann i Lögbergi 1932. Nú vil jeg bjer minn- ast nokkru nánar á þennan mæta mann. Sig- mundur var fæddur 24. mars 1855. Hann var Reykvíkingur að ætt og uppruna. Foreldrar hans voru: Guðmundur Hansson frá Steðja og kona hans Eirný Sigmundsdóttir frá Hægindum. Sigmundur faðir Eirnýar var bróðir Guðna á Sleggjulæk, sem var bæði vitsmuna og hreysti- maður. Kona Sigmundar á Hægindum var Guð- rún Valdadóttir, föðursystir Pjeturs Þorsteins- sonar á Grund í Skorradal. Hafa verið bæði vaskir menn og greindir í þessum ættum. Sigmundur misli móður sína er hann var á barnsaldri. ólst hann að mestu upp hjá ömmu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.