Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 27

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 27
Ó Ð I N N 27 fjenaðarhrunið á Upp-Rangárvöllum og í Land- hreppi og hvergi annarstaðar neitt likt því. En hve mikið hrunið og tjónið hefur þá orðið í Landsveit má allvel sjá af framtals- og gjalda- skýrslu hreppsins hjer að framan, þar sem sýnt er, að 110 hundruð jarða leggjast í ejrði, lausa- fjáreign minkar um freklega *A, 9 búendur flosna upp, ómögum fjölgar mjög og sveitar- þarfir stór-aukast. Til marks og sýnis um hrunið hjá hverjum einstökum búanda þetta ár hjer, skal þess getið, að efnuðustu bændur, sem árið 1881 töldu fram 22 hundruð i lausafje, telja nú, 1882, fram ein 5 hundruð; en bændur, sem næst áður töldu fram 5—6 hundruð, telja nú fram ýmist 1 eða Va eða 0 hundruð. Og svona er hrunið hlut- fallslega svipað hjá búendum lang-flestum. — Pó er það af kunnugum fullyrt, að þetta árið hafi alment verið talið óvenjulega vel eða sam- viskusamlega fram, eða jafnvel í fylsta máta, þvi að þá hafi menn betur en áður lært að meta eigur sínar framtalsverðar. Eins og þegar er sýnt, tlosnuðu ýmsir búend- ur upp við þetta þunga áfall, og gerðust þá ýmist annara hjú eða þurfamenn í sveitinni, ellegar þá fengu ógeð og ótrú á þessari »aumu« sveit, og flæmdust burt til annara sveita, nær eða fjær, til þess að reyna að bjargast þar af, en fórst misjafnlega og fæstum vel. En lang-fleslir Ijetu þó ekki bugast nje alveg brotna, þótt allir yrðu að nokkru lamaðir og beygðir, heldur þraukuðu þeir, og hófu nær jafn-harðan baráttu að nýju. Má nærri geta, að sú barátta var hörð í alla staði; að mikið hefur orðið á sig að leggja; margs að fara á mis; strangt að strita og þrautir að þola; láta sjer oft lítið, og sumt laklegt nægja; smátt að hirða og nota og sparnað og ráðdeild að hafa. Og fara má nærri um útsvars- eða útgjaldaþol þess- ara búenda til að bera hinar stór-hækkuðu ó- megðarbyrðar og útgjaldaklyfjar, þegar aðgælt er, að nærri lætur, að allar eignir bændanna til samans nema litlu eða engu meiru en álagðar gjaldabyrðar til samans. Eina bótin eða eini möguleikinn til þess, að slíkt kunni að slamp- ast af, var auðvitað yfirleitt það fyrirkomu- lag, sem þá var alment, að búendur máttu eða gátu látið þurfamenn sína eta út útsvar sitt, meðan þeir höfðu sjálfir nokkuð að eta, og skiftust þannig á um ómagana; og Múli á Landi. svo þetta, að útsvörin mátti greiða og fá í æti- legum vörum. En ekki þættu nú ómaga-haldendur á vorum dögum ofhaldnir af ómaga-meðlaginu, sem þá var, sem sje allra hæst 6 fiskar eða 6 fiskvirði á viku, 6/7 af fiskverði á dag, eða nál. 25 aura. En ekki eru enn allar þrautir þessa fólks hjer með upp taldar; þvi að ofan á alt þetta, og saman við það, bættist einnig mislinga-plágan, sem þetta ár, um vorið og fram á sumar, gekk um alt suðurland og víðar. Þarf eigi þeirri plágu að lýsa hjer, því til eru um hana nægar heim- ildir og flestum kunnar, er þá lifðu. En rangt væri nú að gleyma eða geta að engu hinnar miklu og mörgu hjálpar og hluttekning- ar, sem þessu nauðstadda fólki kom að notum eftir á, bæði utanlands frá og innan, þegar sár- ast svarf að og baráttan hjá svo mörgum var um sjálfsbjargarlíf eða dauða, eða mátti fjörbrot ein kallast. Gjafir í kornmat, peningum o. fl. gáfust og söfnuðust frá Englandi og Danmörk o. fl. (meðal annars fyrir milligöngu Eiriks Magnús- sonar) til skiftingar milli hinna bágstöddustu, bæði hjer í sveit og öðrum sveitum, sem illa urðu úti, nær og fjær, og urðu vafalaust til þess, að bjarga fjölda búenda af flæðiskeri, eða frá uppflosnun og algerri uppgjöf við alla sjálfs- bjargar baráttu. Meðal annars útibeitar-fjenaðar höfðu og hross fallið hjer hrönnum hið umrædda vandræða vor. Og margir bændur áttu þá, og fram eftir sumr- inu, engan ferða- eða brúkunarfæran hest. Urðu því ýmsir þeirra að flytja sinn skorna nauðsynja- skamt að sjer og frá sjer á sínu eigin baki, og aðrir að vera upp á komnir góða nágranna og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.