Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 17
ÓÐINN 17 sinni og móðurbræðrum. Snemma fór gott orð af Sigmundi, og var fjöri hans og kappi við brugðið. Þegar hann hafði náð fullum þroska átti hann sjer fáa líka. Þegar talað var um úr- valsmenn að vilja og vinnuþoli, var það há- mark, að bera þá saman við Sigmund, lengra varð naumast komist í þeim efnum. Gagn hús- bændanna var honum fyrir öllu, að vinna vel og vinna mikið var hans metnaðarmál. Um verkalaun var þá minna hugsað. Vann hann sjer því bæði traust og vináttu þeirra er nulu hans miklu og góðu verka. Voru það stórbænd- urnir Hannes í Deildartungu og Björn í Bæ, sem áttu því láni að fagna. Vorið 1892 gift- ist Sigmundur, Vigdísi, dóttur Jóns bónda Þórð- arsonar í Norð- tungu. Mestu myndarstúlku. Var brúðkaup þeirra haldið að Deildartungumeð hinni mestu rausn að fornum sið. Þá var jörðin Garðar á Akranesi, hið forna prestsset- ur, laus til ábúðar. Reistu þau þar bú 1892 og hjuggu þar alla sína tíð. Þá ríkti enn hin forna venja, að allir Borgfirðingar ferðuðust haust og vor til Akraness. Urðu þá Garðar mið- stöð gesta. Flestir þektu Sigmund, sem hafði nú yfir landi að ráða, sem best var til beitar fallið fyrir hesta; engum var heldur betur trú- að en honum til þess að gæta þeirra dyggi- lega. Meiri örtröð hef jeg aldrei sjeð á einu bóndahýli en í Görðum á þeim árum, og aldrei meiri árvekni og umönnun heldur en Sigmund- ur hafði með gestum og hestum. Bæði voru þau hjón samtaka í mannúð og örlæti. Þegar Sigmundur kom að Görðum, var hið stóra tún þar að mestu leyti kargamói. Vann hann að því með látlausu kappi að jafna þýfið við jörðu og koma túninu í góða rækt. 1 40 ár bjó Sigmundur í Görðum. Snemma reis hann úr rekkju dag hvern, altaf þurfti hann að flýta sjer, því altaf kölluðu að einhver áhugamál sem hann ljet ekki undan dragast að fram- kværna. Að verða öðrum til liðs á einhvern hált, var hans stærsta gleði. Oft sást Sigmundur árla morguns á hraðri ferð um Skipaskaga, ekki með tvær hendur tómar, heldur með þann heilsugjafa, sem börnin máttu síst án vera, ný- mjólkina úr kúnum. Þekti hann vel alla þá staði þar sem hennar var þörfin mest. Á slík- um stöðum hlaut hann að vera flestum öðrum betri gestur. — Nú er enginn sá maður, sem alið hefur aldur sinn á Akranesi síðustu áratugi, sem ekki þekti Sigmund í Görð- um, og allir að góðu einu. Sjálf- ur á jeg margar á- nægjulegar minn- ingar um Sig- mund frá æsku hans, er við vor- um á sama skipi við sjó, þar sem fjör hans og ó- sjerhlífni var við brugðið, og frá hans annríkisár- um i Görðum, þegar hann hafði aldrei svo mikið að gera, að hann ekki fagnaði vinum sem að garði hans bar. Sigmundur sá heimili sínu vel farborða meðan þrek hans entist. Aldrei var honum þó skipað á bekk með þeim framsýnu fjármálamönnum sem eru sjálfum sjer næstir. En verk hans háru þess vitni, að hann rækti vel hið gullna hoð, að elska náungann eins og sjálfan sig. Skylduliði sínu unni hann hugástum. í ellinni mátti hann reyna þá sáru sorg, að sjá á bak konu sinni, tveim sonum þeirra og upp- eldisdóttur. Fram úr þvi fór þungi ellinnar að vinna hug á lífsgleði hans og fráhæru fjöri. Aldrei taldi jeg erindum mínum futllokið á Akranesi fyr en jeg hafði fundið þar minn góða Sigmund, og eyðilegra þykir mjer þar nú um að litast síðan sæti hans varð autt. Hið sama mun fleirum hafa fundist. Um minningu hans hlýtur að anda hlýjum kveðjum frá þeim mörgu sem áttu honum gott upp að ynna. Vigdís var mjög myndarleg, og drengskapar Signmndur Gnðmundsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.