Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 19

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 19
ÓÐINN 19 Minningarstef eftir fóstra minn, Guðmund Einarsson, fæddan að Snartartungu í Ditru 29. marts 1853, kvæntur 17. maí 1879 Maríu Jðnsdóttur, móðursystur minni, frá Ásgarði í Hvamssveit vestra, látinn að Kverngrjóti í Dalasyslu 15. júlf 1933. 1. Sá jeg hann síðast i sólmánuði heilan heilsu, háaldraðan. Mintist hann glaður margra atburða liðins lífs, ljúfhuga. 2. Heima hjá mjer höfðinginn sat og mælti par munarór: Flyt jeg nú bráðum til fegri staða, sagði mjer það sú, er jeg unni. 3. Hugði jeg höld hraustan eiga framtíð enn á fróni voru, en að liðnum átta dögum lá hann lik, leystur fjötrum. 4. Fyrir botni Bitrufjarðar sá hann fyrst Ijós á Svellaláði. 1 Snartatungu stóð sá meiður, er breiddi limar um bygð víða, 5. Ungur var Guðmundur til allra starfa boðinn og búinn með bróðurhug. Vildi hann snemma veita öðrum hjálp í hvívetna sem hollvinur. 6. Ungur vann hann álit þeirra, er með honum vóru i móðurgarði. Hliðstæð virtist honum gæfan í allri athöfn og öllu ráði. 19. Svifinn ertu í sólbygðir. Veita þjer viðtökur vinir þínir. Hjeðan fylgja þjer hlýjar kveðjur unnenda allra og ástmanna. Vann hann vináttu, vann hann auðsæld, Er ár liðu, hann öðrum veitti. Stefndu gumar að garði hans og undu vel allsnægtum. Húsbændur kættust, er heirn að ranni gestir stefndu og gistingar báðu. Var þá hálíð á höfuðbóli, glaðst við ræðu og gamanleik. Fylgdust hjónin á fjórða tug ára í sorg og þjáningnm, sæld og gengi. Bætti hvort annars bresti og vöntun; er það elskenda ætlunarverk. Uku þau alla kosti hvort hjá öðru hvarvetna. Elskurík var hún eiginkona, hann árvökull húsfaðir. Brá hann búi, þegar Bani sleit samvistum hans við Sjafnaprýði. Efri ár æfi sinnar dvaldi hann meðal dætra og sona. Skýla fellur. Skirist sjón. Veröld ný vekur undrun. Fróðleiksfús fær þinn andi margt að sjá, margt að læra. 20. Geld jeg þökk góðvini, hjartahreinum og hollráðum. Verði von þín veruleiki og hugsjón helg fylling. 7. Gaf honum guð 13. góða konu, mannvænleg börn og marga vini, hreysti, hugrekki, höfðingslund, brjóstgæði og bjargfasta trú. 8. Man jeg hann 14. á manndómsskeiði umkringdan þrautum i afdölum, harðindum, einangrun, heljarógnun, skylduþunga og skapamælti. 9. Vissi jeg engan 15. á vegteysum, i stormfári og snæsorta fremri honum foringja vera nje betur mönnum að bygð vísa. 10. Liti hann 16. litilmagna þurfa hjálpar, þá var nautnin, að veita honura vernd og skjól, gefa gjaíir og greíða hans veg. 11. Úr afdali flutti hann 17. út að þjóðbraut. Búsæld óx með barni hverju. Árvakur iðjuhöldur gerði heimilið góðkunnugt. 12. Sigursæll 18. sótti hann fram, hugrakkur og harðfenginn, alla sigraði örðugleika með stálvilja og stórhug. Hallgrimur Jónsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.