Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 41
ÓÐINN 41 óslitið, eða þangað til hreppsnefnd var lögð niður og bæjarstjórn tók við hennar störfum. Hreppstjóri var hann 1916—1918 og síðan lög- regluþjónn til 7. maí 1932. Þá hefur hann verið formaður fasteignamats-nefndar frá 1915, stefnu- vottur frá 1915 og fátækrafulltrúi siðan 12. febr. 1927. Auk þess hefur hann annast uppskriftir búa fyrir skiftaráðanda, úttekt jarða, og átt sæti í skólanefnd um nokkurt skeið. I störfum sínum hefur Sveinn jafnan verið hinn vandvirkasti og samvizkusamasti, enda ætíð notið mikils trausts samborgara sinna. Eins og sjá má af ofanrituðu, hlóðust opinber störf svo mjög á Svein, að hann varð óskiftur að gegna þeim. Hvíldi búskapurinn þess vegna á herðum konu hans, og kom sjer vel að hann var vel giftur. Stýrði hún búinu með rögg og fyrir- hyggju, og þakkar Sveinn dugnaði hennar, hversu vel þau komust af, þvi litil voru launin, sem hann bar úr býtum fyrir störf sín fyrir hið opinbera. Þau Sveinn og Kristólína hafa eignast sjö börn, en 3 þeirra dóu i æsku. Á lífi eru: Guð- jón málari, f. 11. sept. 1898, Anna, f. 11. okt. 1901, gift Sigurjóni Hanssyni sjómanni, Páll út- gerðarmaður, f. 21. jan. 1904, og Sigurður kaup- fjelagsstjóri, f. 9. apríl 1910. Sveinn hefur alla sína æfi verið mikill starfs- maður. Til dæmis um það má nefna, að áður en hann fluttist til Eyja, lagði hann mikla stund á vefnað. Meðan hann var í Dalseli, sat hann öll haust og vetur fram að vertíð við vefnað fyrir ýmsa þar um slóðir. Tók hann, auk fæðis, 10 aura fyrir hverja alin vaðmáls, sem hann óf. Mundi slíkt þykja rýrt kaupgjald nú á tímum. Sveinn er enn svo ern og ljettur í spori, að engum getur dottið í hug, að hann væri eldri en fimtugur. „ 8 Kunnugur. Þýðingar. Vordísin mín. Ef jeg hefði áft hana nokkra. (G. Fröding). Á hárið frjálsa, friða hin ferska sumar þýða bar maidaga morgunsól. Hver hreyfing hlýju kynti, hver hugð á vorið minti; á hvita lilju og rauða rós. Og hún var heit i vöngum af hlýju vors og göngum og öll á fæti fegri en frá jeg kann að segja; forvitin bæði og feimin; jafnframt á þótta geymin. Að öllu yndislegri en um jeg megi þegja. Með augans leiftra eldi bar ilm af gróðrar veldi, er sjerhver lækur syngur og sjerhvert blóm út springur um vor í svanna sál. Leysir höftin; leysir mál. Sem vorið sjálft þar væri og voldugt með sjer bæri fjaðra þyt og fugla klið, fjólu, rós og lækja nið — væri þarna að verma mig, verma mig og blessa mig, brjóst við brjóst mitt legði, brosti hlýtt og segði: »Eigðu bestu brosin mln; berðu mig heim til þín« — svo dreymdi mig til þín, dlsin mfn. Nýjar bœkur. Á siðastliðnu hausti komu út hjá bókaversl- un Porsteins Gislasonar: StarfsíirinL I, eftir sjera Fr. Friðriksson. önnur ljöOmsBli, eftir Þorstein Gíslason. Ýmislegt, eftir Benedikt Gröndal (fyrir- lestur um ísl. skáldskap, leikrit og ferðasaga). Vormorgun. (G. Fröding). Mjúkt og viðkvæmt vorið talar, vermir barn í kjöltu þagnar, er sært og þreytt af sorgum er. Um ást og fegurð erla hjalar og í runni þröstur fagnar; við blæ í limi leikur sjer.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.