Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 4
4 ÓÐINN systkinin, börn sjera Pjeturs á Valþjófsstað, Þór- unn, kona Nikulásar Jónssonar frá Seyðisfirði, Jón Skjöldur Pjetursson, Björn Pjetursson únít- araprestur og Guðmundur Pjetursson — er öll höfðu num- ið land í Norð- ur-Dakota og Minnesota, (sjá Porstína Jac- obsson: Saga Islendinga í N.- Dakota, bls. 217 — 219, 293 — 294). Fór Guð- mundur litli til nafna síns og föðurbróður, en Jón fór til Þór- unnar föður- systur sinnar,og var þar hinn fyrsta vetur. Svo hafði verið ráð fyrir gert, ef Jóni litist vel á sig vestra, að þá kæmi öll fjölskyldan á eftir honum. Lík- lega hefur hann ekki fýst þess, a. m. k. komu ekki aðrir á eftir honum vestur en Björg systir hans, er seinna ílengdist í Minnesota. Næstu tvo vetur gekk Jón á verslunarskóla í St. Paul (1894—95 og 1895—96), en var í Minne- sota með Guðmundi föðurbróður sinum um sumarið. En er hann var laus úr skólanum komst hann á verslunarskrifstofu í hveitimyllu í Watertown, S. Dakota, hafði hann þá stöðu þar til 1898 að hann gekk í her Bandaríkjanna og fór í leiðangur þann, er þeir gerðu út til Filippseyja í spansk-amerikanska stríðinu, Frá æfinfýrum sínum í þessum leiðangri hef- ur Jón sagt sjálfur í brjefi í Bjarka (sem jeg hef ekki við hendina), er hann skrifaði frá eyjun- um, og í grein um hann í lsafold 16. júní 1900. Þeir voru 3 landar, er gengu á mála hjá Banda- ríkjamönnum vorið 1898 og sigldu veslur til Filippseyja með her þeirra, 8000 manns. Bandaríkjamenn höfðu að vísu ráðið niður- lögum hins spanska flota við eyjarnar, áður en þetta var, en Spánverjar sátu enn þáí höfuðborg- inni Manilla og sendu Bandaríkjamenn her þennan fyrst og fremst til að hjálpa eyjarskeggj- um til að taka hana af Spánverjum. Gafst borg- in upp í hendur þeirra, þegar eftir hina fyrstu orustu 13. ágúst 1898, og settist þá liðið i borg- ina og átti náðuga daga um sinn. í fyrstu höfðu eyjarskeggjar ætlað að ganga á hönd Banda- ríkjamönnum, en brátt risu upp frelsispostular meðal þeirra og dró til sundurþykkju og fulls fjandskapar. Því var það, að um og eftir friðar- samningana við Spánverja (6. mars 1899), urðu Bandaríkjamenn að berjast við eyjarskeggja, bæði í útvirkjum borgarinnar (6. febr. 1899) og seinna á öðrum stöðum í landinum, t. d. Mar- ilao (28. mars) í skæðri orustu, og Quinqua (24. mai), sem að vísu var smáskæra, en sex eyjarskeggjar voru þar um 4 Bandaríkjamenn. Alls var Jón í 19 orustum, að því er lausnar- skírteini hans hermdi, og gat sjer hinn besta orðstír fyrir dugnað sinn og vaskleik. Prjá sið- ustu mánuðina var hann settur þriðji yfirmað- ur sinnar liðsveitar eða secondlautenant. Naut hann þar hvorstveggja, vasklegrar framgöngu sinnar og hins, að hann var vel vanur reikn- ingsmaður. Pá hafði hann $ 35 um mánuðinn auk fæðist, en áður $ 15. Allvel undi Jón hag sínum á eyjunum og var jafnvel að hugsa um að setjast þar að sem verslunarmaður, en hætti við það sökum hins óheilnæma loftslags. Enda hafði hann orðið að þola vos mikið í hermenskunni, langar dags- göngur í logandi sólarhita eða steypi-regni og því nálega ávalt gegndrepa af svita eða regni, vaslandi um flatar hrísgrjóna-ekrur, er lands- menn hleyptu vatni á, til að hefta för hermann- anna. Þar við bættist litill kostur og illur: skon- rok og niðursoðið kjöt misjafnt, stöku sinnum kaffi. Petta þoldu ekki til lengdar nema hraust- menni, enda týndi hópurinn mjög tölu. 1 sjálfum orustunum var Jón svo giftudrjúgur að hann særðist aldrei, en marbletti hlaul hann marga undan höggum með byssuskeftum o. fl. Þegar sjálfboðaliðarnir fengu heimfararleyfi (í júlt 1899), skildi Jón við þá fjelaga sina í Japan og hjelt vestur á bóginn um Shanghai, Madras, Bombay, Suesskurð og Miðjarðarhaf til Eng- lands. IJaðan til Noregs og Danmerkur og kom loks með »Agli« gamla upp til Seyðisfjarðar stuttu fyrir jólin 1899. Heim til móður sinnar kom hann á aðfangadagskvöld, en hún dvaldist þá á Melum í Fljótsdal, ásami móður sinni, hjá Aðalbjörgu systur sinni og manni hennar, Jóni A. Kjerúlf. Má geta nærri hver fagnaður þar Jón Stefánsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.