Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 20
20 ÓÐINN Ágrip af sögu Landsveitar í Rangárvallasýslu. Tileinkað Eyjólfi Guðmundssyni í Hvammi, Drbm. og R. af F., á 50 ára oddvitaafmæli hans í júní 1934 og 77. aldursári hans. Saman tekið af Ófeigi Vigfússyni að Fellsmúla. Egjólfar Guðmundsson i Hvammi. Nafn þessarar sveitar er einkennilegt, og er ókunnugt um nokkur ugglaus rök til þess nafns. Til er ágiskun um, að sje dregið af þvi, hve sveitin liggur afskekt, ijarri sjó og langt inn í Iandið. En þetta á heima um fleiri sveitirá landi hjer. Enn er su á- giskun, að sveitin hafi einhverntíma verið svo land- kostarik og bú- sældarleg, að hún hafi fengið nafn af þvi. En einnig þetta hefur eflaust átt við um ýmsar fleiri sveitir hjerlendis. Þá má einnig hugsa sjer að nafnið hafi hún fengið bæði af þessu hvoru- tveggja, en þó einkum af því, að frá efstu og instu bæjum og bygðum hennar voru og eru opnar, og yfirleitt greiðar, leiðir inn um alt miðbik íslands, alla leið norður í norðurlands- sýslur og austur í Skaftafellssýslu. En loks mætti, ef til vill, hugsa sjer, að nafn þetta kunni upp- haflega að hafa verið eins konar keksni eða gletninafn, nokkurskonar fyndninafn, komið af því, að íbúar sveitarinnar, fleiri eða færri, hafi einhvern tíma, vegna staðhátta og sjerstaks upp- eldis, skorið sig úr að einhverju eða ýmsu leyti um hugsunarhátt og framkomu, samrýnt og samlagað sig litið sjávar- og kaupstaðanágrönn- um; verið góðir fyrir sig og búandlegir, unnað og hrósað sveitinni sinni; kannske verið dálítið hreyknir af henni, og þótt hún vera land í lagi, eins og hún líka áreiðanlega hefur einhvern- tima verið, og hafi þeir svo fyrir þetta fengið nafnið Landmenn og sveitin þeirra nafnið Land. Ef til vill er snjöllust skýring sú, sem dregin er af orðalagi Landnámu um bústað Þorsteins Lunans, þar sem hún segir, að þeir Þor- steinn »námu hinn efra hluta Þjórsársholta og hjuggu að Lunansholtk, sem talið hefur verið til Landsveitar óra lengi. Hafi þá hið jafnlenda og sljetta svæði fyrir austan og ofan hin svo nefndu Þjórsárholt, sem eru vestust í sveitinni, verið, á náttúrlegan hátt, nefnd »Þjórsárland«, er síðan hafi orðið að föstu heiti sveitarinnar, en stytt í aðeins »Land«, enda er þetta jafn- lendi langsamlega stærsti hluti hreppsins. En hvernig sem þessu er varið, þá er þó nafnið veglegt og virðulegt, og sveitinni samboðið. En hlálegum misskilningi getur það samt vald- ið. Oftar en einusinni hefur það komið fyrir, að meinlausir Landmenn hafa alveg óviljandi móðgað eða hneykslað ókunnuga menn á förn- um alfara vegi með því einu, að segja i sakleysi salt og rjett um sveitarfang silt. »Hvaðan ert þú, lagsmaður?« segir ókunni maðurinn. »Jeg er austan af Landi«, segir sá sem spurður er. »Nú, þú ert að svara mjer útaf; má jeg ekki vita, hvaðan eða hver þú erl?« segir sá ókunn- ugi. »Jú, jeg er austan úr Landsveit«, svarar hinn aðspurði. »Já, já, þú ert þá svona; vilt ekki láta þekkja þig« o. s. frv., segir spyrjand- inn, og rýkur fokvondur burt, án þess að kveðja »kóng nje frú«. En meinlaus Landmaður, sem einu sinni hefur orðið fyrir þessu, man síðan oftast eftir því, þegar svo ber undir, og flýtir sjer að gefa straks bjarglega skýringu, með til- sögninni um sveitarnafnið. Aanars mun upphaflegt nafn sveitarinnar vera: Rangárvellir hinir Ytri, og þá fullkomið rjett- nefni, á sama hátt og nafnið »Rangárvellir hinir Eystri« á nágrannasveitinni, sem nú kallast að- eins Rangárvellir; báru þá þessar sveitir báð- ar rjettilega nafn hvor af sinni Rangá, eystri og ytri, og er þá komið að staðsetning eða legu Landsveitar. Að suðaustanverðu skilur Ytri-Rangá þessar 2 systursveitir, alla leið frá upptökum sínum undan Sölvahrauni norðvestur af Heklu og nið- ur undir Árbæ í Holtum, en að norð-vestan greinir Þjórsá milli Landhrepps og Gnúpverja- hrepps norðaustan frá Búrfelli og niður á móts við Miðhúsafjall í Stóra-Núpssókn. Á milli Rang- árbotna og Þjórsár, suðaustan Búrfells, er að- eins stuttur spölur, og er þar nú vírgirt á milli, til varnar gegn innrás sauðfjár til afrjettar að

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.