Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 29

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 29
Ó Ð I N N 29 siðan til fyllri bóta. Svo var líka »Fellirinn« í minni. En mörg og mikil kom þá líka enn efnalega hjálpin annarstaðar að, frá hluttekn- ingarsömu fólki, bæði innlendu og útlendu, en þó einkum frá Reykvíkingum, sem þá tóku einstaklega drengilegan þátl, með allskonar hjálp, i jarðskjálfta nauðunum. Varð þessi ómetanlega hluttekningarsemi svo margra góðra manna, að stórum skaða- og raunabótum, og til þess, að allir bjer björguðust af, auðvitað með innbyrðis samhjálp einnig. Leið eigi á löngu, að langflestir rjetlu við aftur, og næðu smám saman vel í fyrra efnalegt horf, en all-margir gerðust vel megandi og almenn- ingi leið aftur yfirleitt vel, þótt misjafnlega áraði svo sem venjulegt er. Fram að þessum tíma voru bæir allir í Land- sveit einungis torfbæir, og þá vitaskuld öll pen- ingshús úr torfi og grjóti með torfþökum. Voru þó, á síðari árum, ýmsir þessara bæja mjögstórir og reisulegir, með alþiljuðum gestastofum og mörgum fallegum standþiljum á framstafni, móti suðri og sól. Voru þeir allir hlýlegir og margir mjög snotrir eftir því, sem þá gerðist. Ætla jeg, að fyrsta reglulega timbur-íbúðarhúsið í þessari sveit væri í smiðum, þegar jarðskjálftarnir 1896 skullu yfir. t*að var hjá Eyjólfi í Hvammi. En eftir þetta tóku menn mjög að reisa sjer íbúðarhús úr til timbri og járni einu saman; og nú, 1934, er svo komið, að af núverandi 40 býlum í sveitinni eru 32 setin reglulegum timbur- íbúðarhúsum, en hin flest að hálfu eða nokkru leyti af tímburmiklum og járnvörðum baðslof- um og bæjarhúsum. Járnþaktar heyhlöður eru á hverju býli, sumstaðar eða víðast fyrir öll hey í miðlungs ári, og gripahús einnig víðast hvar, íleiri eða færri, járnvarin. I5að voru, og eru enn, jarðskjálftarnir miklu, og óttinn, er þeir ullu, sem knúðu og knýja menn hjer til slíkra bygg- inga, og þar næst einnig sunnlensku rigningarnar. Það er líka minningin og hugsunin um þessa jarðskjálfta, sem hjer hefur fælt menn frá stein- eða steypubyggingum ibúðarhúsa. Því að það hefur þótt og þykir enn óreynt og ósýnt um raungæði þeirra í jarðskjálftum, slikum sem 1896. En kaldari eru nýtisku húsin en gömlu bæirnir. Þá er aftur að víkja að efnalegu afkomunni og líta á, hvernig hún hefur verið við lok 10. áratugs 19. aldarinnar. Þá, eða árið 1900, lítur hún út þannig: Ábúðarhundruð eru þá 442; Heltla Hekla, tekin háll uppi. lausafjárhundruð 371,60. Aðal-útsvar 2016,00 kr.; búendur 38, búlausir gjaldendur 25, ómagar 21, og í sveitarsjóði eru þá taldar rösklega 1200 kr. Næsta áratuginn virðist hafa verið yfirleitt gott búnaðargengið og hækkandi að mun; því að við lok hans, eða árið 1910, er sameiginlegi búskapurinn þannig: Ábúðarhundruð söm og næst áður, en lausafjárhundruðum hefur fjölgað um 162 hundruð og útsvar einnig lækkað um á annað hundrað krónur. Tala bænda er þó hin sama 38, og búlausir gjaldendur 26; en ó- magar um 20. Sveitarsjóður hefur þá og aukist um nær helming. Þetta ár hefur því lausafjár- eign verið rúm 14 hundruð á bónda til jafnaðar, og jafnaðar-útsvar á gjaldanda hvern tæpar 30 kr. Svo koma yfir höfuð dágóð ár, alt til ársins 1918. En þá kom hjer annað mesta og versta gras- leysisárið, sem gamlir menn muna, og líkja helst við »Fellisárið mikla«. Veturinn eftir nýár þ. á. var geysi-frostharður, oft með um 30° C. kulda og stór-strekkingsstormum norðaustan með sandfoki allmiklu. Svo kom vorið síþurt og kalt og sumarið einnig svipað. Var það þá víða, sem vetrargaddinn leysti aldrei upp allan, alt þelta sumar, og engin jörð spratt meir en svo, að gamla árs sinan dauðbleik yfirgnæfði. Fjenaður hjelt varla eða ekki við um sumarið og málnytju-peningur gaf rýra afurð. Lang- flestir hið efra i sveitinni flæmdust þá, eins og forðum, út og suður um mýrlendu nærsveitirnar, mest þó innsveitis, sunnan- og utan til, þar sem grasið var þó meira, til þess að reita upp ein- hvern heyskap í engjum og högum góðhjartaðra og hjálpsamra bænda þar, sem nokkuð máttu miðla og leyfðu grasleysingjunum að »berja« hjá sjer. Varð slíkur heyskapur alt i senn:

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.