Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 7
ÓÐINN 7 Smámsaman hrestist Jón svo, að hann gat aft- ur farið að vinna, og rjeð sig þá hjá tryggingar- fjelagi nokkru í Baltimore (Maryland Casulaty Company). t*ar var hann um þriggja ára skeið, en vorið 1929 fjekk hann atvinnu á einni af hinum mörgu skrifstofum stjórnaiinnar 1 Vash- ington (Veterans Bureau). Þeim starfa hjelt hann til 1931, að hann var gerður eftirlitsmaður ríkis- ins (storekeeper-gauger) í verksmiðju nokkurri er framleiddi spfritus lil iðnaðar nálægt Balti- more, (United States Industrial Alcohol Com- pany, Curtis Bay Division). Beirri stöðu hjelt hann síðan, og þar var hann staddur er hann fjekk slagið, eins og áður er sagt. Eftir að þau hjónin settust að í Baltimore, eignuðust þau tvær dætur: Valgerði (1921) og Sólveigu (1923). Sumarið 1930 kom yngsti sonur þeirra, Karl, vestur til þeirra. Hafði hann orðið eftir heima og lokið við nám í Gagnfræðaskól- anum á Akureyri. Var hann 16 ára er hann kom vestur, og hafði þá faðir hans aldrei sjeð hann, því hann var fæddur eftir að hann fór vestur 1913. Karl stundar nú nám í Baltimore Polytechnic Institute. V. Jón var mikill maður vexti og vel vaxinn, ramar að afli sem hann átti kyn til, fríður sýn- um með hátt enni og fyrirmannlegur, en gletn- isglampi í augunum. Ljós var hann yfirlitum, og enn ljósari fyrir þá sök, að hár hans var orðið snjóhvítt. Var hann ljóshærður frá upp- hafi og hafði hærst snemma eins og fleiri þau systkini. Var maðurinn allur hinn höfðingleg- asti, enda sannur höfðingi í lund. Jón var miklum gáfum gæddur. Bendir nám hans í verslunarskólanum á það, að stærðfræði hafi snemma verið honum kært viðfangsefni, og í annan stað hafði hann yndi af skáldskap og góðum bókum, hvort sem þær voru íslenskar, skandinaviskar eða enskar. Meðal annars álti hann rit Brandesar gamla 1 hyllum sínum, enda bar hann merki hans í skoðunum. En einkum var áhugi hans á stjórnmálum og almennum menningarmálum mikill, enda var þekking hans þar staðgóð, hvort sem um var ræða heima- landið, eða heim allan — og þá auðvitað ekki sist Bandarikin. Að sjálfsögðu greip hann ekki þessa þekkingu sína upp af götunni. Hann fylgdist vel með Ágúst Jónsson frá Höskuldarkoti. Hann andaðist hjer i bænum 22. janúar síðastliðinn. Hann var fæddur 24. sept. 1864 að Fljótsdal i Fljóts- hlíð. Faðir hans var Jón Jónsson sjálfseignarbóndi par, en móðir Guðbjörg Eyjólfsdóttír. Ágúst misti móður sína 9 ára gamall.j Hann kvæntist 1889 Magn- eu Guðlaugu Ársælsdóttur Jónssonar og Önnu Pjet- ursdóttur, sem bjuggu í Höskuldarkoti i Njarðvík- um. Bjuggu pau Ágúst og Magnea fyrst í Fijótsdal, en iluttust 1893 að Hösk- uidarkoti og bjuggu þar lengi, en síðar voru pau um hríð í Keflavfk og flutlust þaðan til Reykjavik 1921. Konu sína misti Ágúst fyrir eiua ári; þau eignuðust 5 börn og lifa tvö þeirra: Anna, gift Nóa Kristjánssyni trjesmið í Reykjavík, og Ársæll, í Vesturheimi, kvæntur Arndísi dóttur sjera Árna heitins á Kálfatjörn. Ágúst var vel greindur maður og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveitarfjelag sitt meðan hann dvaldi suð- ur á Reykjarnesinu. Hann var og skáldmæltur vel og eru nokkrir sálmar eftir hann teknir upp í viðbæti þann við islensku sálmabókina, sem nú er nýkominn út. tímanum, las t. d. að staðaldri öll helstu blöð að heiman, auk tímarítanna, sem hann náði til, en af amerískum blöðum las hann, auk dag- blaðanna hjer, vesturíslensku blöðin, og Skan- dinavisku. Þar að auki hjelt hann að staðaldri mörg af hinum betri amerísku tímaritum svo sem Current History, Harper's Magasine, Forum, The American Mercury o. fl. Alt las hann með skarpri dómgreind og hafði mikið gaman af að rökræða og kappræða um málefni. Yar þá eigi heiglum hent að andmæla honum ef í það fór, því minni hans var hon- um tiltækt vopnabúr en maðurinn bæði vopn- fiminn og gunnreifur. Byrði betri berrat maðr braulu at an sje mannvit mikit segir í Hávamálum, og sannaðist það á Jóni. Pað er kunnara en frá þurfi að segja, að Ame- ríka er ekki lengur það Gósenland, sem áður var hún, fyrir þá sem hingað komu með tvær hendur tómar. En sjerstaklega hefur lífsbaráttan verið hörð mönnum, sem hafa orðið að ryðja

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.