Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 31
ÓÐINN 31 Þá er og eins og árlega öll hin síðari ár, talinn fram allur heyfengur og garðávöxtur bænda eftir siðastl. sumar, og er hann þetta ár, 1930, þessi: Taða 4089; úthey 11,784 hestar og jarðar- ávöxtur c. 300 tunnur. Hjer við bætast svo fyrn- ingar heys eftir síðasta vetur þá, sem er 3806 hestar alls, svo að næsta veturinn hafa fóður- byrgðir verið samtals, samkvæmt framtalinu, 19,679 kaplar. Annars hafa árlega síðan 1923 verið teknar og skráðar reglulegar skýrslur um heyfyrningar búenda, og reynast þær vera, samkv. 11 síðustu ára meðaltali, 4934 kaplar á hvert ár. Mestar eru þær 1926 a: 8740 kaplar, en minstar 1931 o: 3007 kaplar. Er þelta tekið eftir heyfyrninga- skýrslum, er samdar eru samkvæmt fóðurhyrgða- og fóðureftirlits-samþykt hreppsins, staðfestri 18. nóv. 1922. En samskonar skýrslur hafa og verið teknar hjer árlega nokkrum árum áður. T. d. er skýrsla til bæði um fyrnt og nýlt hey árið 1918. Voru þá fyrningar bænda samtals: taða 1100 og úthey 4400 hestar, eða samtals alls 5500 kaplar, sem björguðu stórum neyðar-veturinn næsta. En siðustu 3 árin síðan 1930 hefur alt vel viðhaldist og fremur aukist, enda hafa þau árin verið yfirleitt góð frá náttúrunnar hendi, og einkum til heyöflunar, og heybirgðir, nú sem stendur, alment með mesta móti að vöxtum, eftir síðastliðið óvenjulega grasmikið sumar, en þó ekki nærri allar að sama skapi góðar vegna frábærra óþurka þá. Þannig sýnir nú fremur lauslegt yfirlit yfir siðustu 112 árin, í sögu Landsveitar og fólks, nokkuð glögglega, hversu gengið hefur hjer á ýmsu, og ýmist »upp og ofan«, en þó ávalt þannig, að »lagst hefur jafnan einhver líkn með hverri þraut«, og þó yfirleitt nokkuð meir og betur en svo. Pess er fyr getið, að upp úr árinu 1890 hafi fyrst farið að volta fyrir varanlegum sjóði eða eign f reikningum hreppsins. Sá visir hefur síð- an yfirleitt farið vaxandi, þó eðlilega mismun- andi mikið, eftir árferði og rás viðburðanna, svo að nú mun hann nema alls nokkuð yfir 5 tugi þúsunda. Eru í honum fólgnir ýmsir sjer- stakir sjóðir, svo sem minningarsjóður, skóla- sjóður, fræðasjóður, sjúkrasjóður, og sjersjóður fyrir hreppinn i Söfnunarsjóði. Ennfremur hluta- brjef í Eimskipafjelagi o. fl., og þá fasteignir, jarðarhlutar, og nokkuð í handbæru fje. Eru sumir af nefndum sjóðum stofnaðir fyrir nokkuð löngu af hrepnum sjálfum eða hreppsbúum sameiginlega, en sumir honum gefnir af einstök- um sveitarbúum. Drjúgan þátt í upphæð ger- valls hreppsjóðsins eiga vitaskuld peningar, sem fengist hafa fyrir seld vatnsrjettindi hreppsins hjer á árunum, eins og oft hefur verið, og enn er stundum vitnað til, er rætt er uin hag hreppsins. En þá er hilt ekki vitað, eða þess minst, að þar á móti kemur álíka eða ekki minna tjón einstaldinga samtals í hrepnum, er þeir biðu við gjaldþrot sparisjóða utan sýslu, þar sem sjálfsbjargar-elskandi manneskjur, mjög margar hjer, karlar og konur, börn og gamalmenni, höfðu árum saman verið að spara og geyma til ávöxtunar næstum þvi hvern eyri, sem hjá þeim gat orðið afgangs brýnustu þörfum þá og þá. Er slíkt einstaklinga tjón, ásamt ýmsu fleiru samskonar, þó í smærri stíl sje, með góðum rökum talið nema samtals minst upphæð, sem svarar til 500 kr. á hvern búanda í hrepnum, þegar á alt er litið, eða mun meiru en hinum svonefndu »fossa-peningum« — og alt þetta á seinni árum — alt á þessari öld! Er fyrir þessu besta heimild og næg gögn. En því ánægjulegra og þakkarverðara er þá lika það, sem hjer er og leyft að segja, einnig eftir góðri heimild, að þrátt fyrir alt og alt munu þó skuldir einstaklinga í hrepnum nú ekki nema samtals meiru en þvi, sem aðrir einstaklingar í hrepnum eiga útistandandi sam- tals hjá hinum og þessum nær og fjær. Yirðist þetta bera ráðlagi almennings og ein- staklinga hjer fremur loflegan vitnisburð en hitt, og sýna, að ekki hafi ofmælt verið um sjálfs- bjargarvilja- og viðleitni þeirra, og að þeir hafi allvel látið sjer að kenningu verða hina marg- víslegu og oft harla þungu reynslu, eða »bú- mannsraun« undanfarinna áratuga. En jafnframt og ekki síður, sýnist hjer og bent á enn annað og meira: að mikill æðri máttur, dásamleg varð- veitsla og mörg blessun hafi þessu fólki yfir höfuð verið veitt í og með og upp úr þrautun- um; og á því látin rælast trúin á Guðs hjálp með allri góðri sjálfshjálp, eða, ef svo prests- lega mælti komast að orði, að »yfir því hafi verið vakað«, og það sameiginlega verið styrkt og leitt i blíðu og stríðu, ekki siður en önnur slík mannleg samfjelög. Þetta munu þeir nú

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.