Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 35

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 35
ÓÐINN 35 fleytt 50 ár valið hann, oftast einróma, í hrepps- nefnd sína, og samnefndarmenn hans, að þeir hafa altaf kosið hann oddvita sinn, og aldrei öðruvísi en í einu hljóði. í sama trausti hinna sömu hefur hann og verið sifelt kosinn sýslu- nefndarmaður þeirra í samfeld47 ár, alt til þessa, eftir að fyrverandi hreppstjóri, ólafur í Aust- vaðsholti, sagði því starfi af sjer; en vara- sýslunefndarmaður nú er núverandi hreppstjóri, Guðm. Arnason. Árum saman hefur og Eyjólfur verið sóknar- nefndarmaður í Skarðssókn og reikningshaldari kirkjunnar þar langa hríð, svo og safnaðarfull- trúi. Formaður búnaðarfjelags hreppsins hefur hann og verið alla þess tíð, frömuður þess og forsvarsmaður; einnig rjómabúsfjelags, meðan það stóð, og framkvæmdarmaður mikill og for- ustu um vegamál og samgöngubætur fyrir sveitina. Manna mest og best hefur og Eyjólfur hugsað um, stutt og unnið að fræðslumálum í sveit sinni og átti, á sínum tíma, sinn mikla þátt í fyrstu fræðslusamþykt þeirri fyrir hreppinn, sem fyr um getur. Ennfremur hefur hann og haft forustu fyrir öllum þeim merkustu verslunar- eða viðskiftafjelagsskap, sem hjer hefur átt sjer stað undanfarið, og allskonar öðrum fjármálum út á við, bæði fyrir sveit sína, og margoft verið forsvarsmaður og fyrirgreiðslu- í fjármálaefnum einstaklinga. En kunnastur mun þó Eyjólfur út í frá fyrir frumlegar tilraunir sínar til Sandgræðslu í sveit sinni, er hann gerði, þegar fyrir löngu, fyrstur manna, með þvi, að hugsa upp og hlaða garða þvert fyrir sandfokið, svo að undir þá safnaðist og staðnæmdist stærsti og skaðlegasti sandurinn, þótt hinn smágerðari fyki áfram. Hefur þetta reynst vel, svo sem skilja má, og Búnaðarfjelag Islands meðal annars því notað þetta ráð, með góðum árangri hjer, síðan það tók að sjer sand- græðsluna yfirleitt. Er þess þá og skylt og Ijúft að geta, sem er, að velnefnt fjelag hefur nú, hjer sem víðar, gengið að verki með velvilja og alúð, og unnið stórvirki til varnar og græðslu á tiltölulega skömmum tima, enda haft fyrir verki einn hinn áhugamesta og trúasta opin- bera starfsmann, Gunnlaug Kristmundsson. Skal svo ekki fleira mæla um opinbera starf- semi og framkomu Eyjólfs í Hvammi; en öll framansögð saga ætla jeg að koma megi mörg- um til að hugsa og skilja, að oft hafi þessi maður hlotið að standa í ströngu um dagana, enda hefur svo verið. Því að við margt og marga var að rjá, og oft í vandræðum að standa og úr að ráða, og »svo margt sinnið sem skinnið«, en maðurinn geðríkur og hefur til að vera óvæg- inni í orði, svo góður maður sem hann þó er »inni við beinið«. En varla má nú svo við Eyjólf skilja, að hans sje ekki nokkuð minst sem bónda og »prívat« manns, er minst er hins merkilega 50 ára oddvita- afmælis hans. Er þar þá skemst frá að segja, að fyrir og um »Fellinn mikla« býr hann með fátækri móður sinni, en er sjálfur talinn fyrir búinu, að Hvammi, upp úr »Fellinum«, og er þá ekki »loðinn um lófana«; þvi að fyrsta bú- skaparárið telur hann fram milli 2 og 3 hundruð í lausafje. En á öðru ári eru þau orðin um 5 og á 4. ári rúm 12; en síðan jafnaðarlegast að mun fleiri, þar til framtal hans er meðal hinna hæstu öll síðari árin. Á þessum árum, all- snemma, kaupir hann svo fæðingar- og fóstur- býli sitt, hálfan Hvamminn, og hefur nú lengi búið þar skuldafrjáls góðu búi, komið upp 7 börnum, og jafnframt stórbætt og hýst jörð sína, ræktað, girt og prýtt, og þar á meðal, fyrstur manna hjer, komið sjer upp fallegum trjágarði fyrir framan gluggana hjá sjer. Er þar nú orð- inn stórvaxinn gróður, mest birki. Hefur þetta og orðið til þegjandi fyiirmyndar og hvatningar öðrum um að gera hið sama, enda nú komnir slíkir reitir á mörgum heimilum sveitarinnar til mikillar prýði og ánægjuauka. Eyjólfur hefur því vissulega reynt og jafnan munað, hvað það er, að vera fátækur og brjót- ast um í fátækt og upp úr henni, eins og reynd- ar svo margir aðrir samtímis sveitungar hans, bæði lífs og liðnir, og þá verið meðal hinna fremstu, sem þessu reyndust vaxnir, enda bel- jaki að vexti og burðum, hamhleypa að verki, einkum heyskap á yngri árum, mjög kapps- fullur og þrautseigur, áræðinn og tilraunagjarn, en jafnframt forsjáll, hygginn og heppinn ráð- deildarmaður. Parf varla að taka fram, að flestra þessara eiginleika hefur og mjög gætt og notið í opin- beru starfi hans, og þess vegna einnig svo mikið áunnist þar. Sem »privat« maður er Eyjólfur tryggur og traustur vinur vina, ráðsnjall og ráðhollur þeim, er ráða hans leita, gestgjaíi góður og greiða-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.