Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 39
ÓÐINN 39 og göfug, að seint raun fyrnast þeim, er þektu. Var hún því hvers manns hugljúfi og mjög vin- sæl, naut því óskiftrar elsku og virðingar vegna mannkosta sinna og framúrskarandi ástúðar. Mun öllum minnisstæð, ástvinum og vinum, göfgin og hreinleikurinn, er stafaði frá henni, hlýjan og kærleikurinn, er ljómaði umhverfis hana og sá hispurslausi, tiginborni virðuleiki, er framkoma hennar bar með sjer. En eðlilega var hún engum hugljúfari en for- eldrum, systkinum og eiginmanni. Hún var al- veg framúrskarandi elskulegt og ánægjulegt barn foreldrum sinum, enda naut hún elsku þeirra og umönnunar í ríkum mæli. En enginn mun hafa unnað henni jafnheitt og maður hennar. Fyrir þvi var harmur hans þungur og sorg hans sár, þegar hann misti hana. Auk hinnar einlægu, heitu ástar, er þau báru hvort til annars, og djúpu virðingar, voru þau andlega náskyld. Fegurðarnæmi þeirra beggja var fínt og þroskað og hneigðist að listrænum efnum. Jeg tel alveg víst, að frú Guðný hafí búið yfir merkilegum listhæfileikum og að hún hafi sýnt þá á merkilegan hátt. En lamandi sjúk- dómur gerðist förunautur hennar kornungrar. Eftir það naut hún sín ekki til hlítar, fram- kvæmdakrafturinn þverraði. En hinsvegar var sjúkdómurinn kannske »eins og farg, er þrýsti fjöður«, beindi henni braut inn í heima fegurð- arinnar, listarinnar og trúarinnar. Á þeim veg- um voru ungu hjónin á Kroppi svo dæmalaust samrýnd, samhuga og samfagnandi. Til frekari skýringar á listeðli frú Guðnýjar vil jeg tilfæra kafla úr brjefi til mín. . . . Hitt veit jeg — og það má altaf segja — að listgáfa hennar var mikið meiri og fjölþætt- ari en verk hennar sýna. Kom þar til greína, að hún gat eigi eftirskilið meira og fleira en hún gerði. Fyrst og fremst veik heilsa, í öðru lagi fátt að sjá til að þroska þá gáfu — langt uppi í sveit, og í þriðja lagi skortur á hjálpargögn- um til að skapa það, er i sál hennar mótaðist. Til myndagerðar aðeins örfáir vatnslitir, þurk- aður mosi úr túninu og þurkuð blóm úr garð- inum hennar. — En verk hennar sýna svo ör- lítinn þátt af listeðli hennar. Þvi það má ef til vill segja, að listeðli hefur verið svo sterkur þáttur í lífi hennar, að það hafi eins og mótað sál hennar. Skapgerð hennar og öll framkoma var svo samræmd og heilsteypt, að þar mátti hvorki vera blettur eða hrukka. Og fegurra lista- verk er ekki til en göfug sál, sem vill leggja blessun sína yfir alla, sem með þeim eru og alla náttúruna. Hún unni og var næm fyrir allri fegurð, hvar sem hún sá hana. Hún fagnaði á óvenju ríkan hátt sólunni, er hún kom upp, eða undan skýi eða inn um glugga, fagnaði sumrinu, því hún vissi, að það kom með »sól i fangi og blóm við barm«, fagnaði þröstunum, sem komu til að setjast og syngja á hrislunum í garðinum hennar. Og þetta var alt svo hjart- anlegt og hugarheilt. . . . Hún þráði meira sam- ræmi í lífi manna, þráði að allir væru glaðir og góðir og hún lifði og starfaði í samræmi við það. . . . Hún þráði ekki sterkan töfraljóma, heldur mildan, ekki sterka liti eða stórbrotið líf, heldur milt, hlýtt og göfugt. Frú Guðný var jarðsungin að Stóra-Kroppi 12. desember 1932. Hefur verið gerður þarheima- grafreitur mjög traustur og fagur, þar sem blóm- garður hennar var, sem hún sjálf hafði komið upp og annast með smekkvísi og kærleika. Er leg- staður hennar umvafinn fögru blómskrúði.— Frú Guðný Kristleifsdóttir var fædd listakona í orðsins fylstu merkingu. Hún mun ætið koma þeim, er þektu hana, í hug, er þeir heyra góðs manns get- ið. Minninginum hana er björt og fögur. Þá minn- ingu blessar maður hennar með þessum orðum: Jeg minnist þín, er morgunsólin skín, jeg minnist þín, er aftanroðinn dvin. Jeg minnist þín við sjerhvert sólarlag — jeg signi minning þína nótt og dag. Eirlkur Albertsson. * Leiðrietting. Vigfús J. Hjaltalin bóndi í Brokey á Breiðafiröi, sem mynd var af i siðasta árg. Óðins, á- samt æfiágripi, óskar að þetta sje leiðrjett í æfiágripinu: 1. Hann er fæddur 4. okt. 1862, en ekki 4. sept. 2. »Jeg fór í Framsóknarfiokkinn«, segir hann, »af þeirri ástæðu, að mjer virtist hann halda taum bænda- stjettarinnar og landbúnaðarins. Mjer er ókunnugt um, að sá fiokkur hafi nokkurn tíma haldið þvi fram, að allir bændur ættu helst að vera leiguliðar landssjóðs, því þá hefði jeg verið honum andvigur. Mín skoðun hefur altaf verið sú, að allir bændurættu helst að reyna að eignast ábýlisjarðir sinar, enda ljet jeg það vera mitt fyrsta verk, að ná eignarrjetti á Brokey. Jeg hafði þá skýrt dæmi fyrir augum, þvi foreldrar mínir bjuggu þar í 40 ár og höfðu borgað jörðina tvisvar með land- skuld, en áttu þó ekki eyrisvirði í henni að lokum.«— 3. Halldóra, amma Vigfúsar, var dóltir Bjarna bónda í Bár, en ekki Bjarna í Skoreyjum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.