Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 48
48 ÓÐINN voru sungnir höguðu þeir sjer enn ver og var farið að ympra á af fólkinu í kringum mig, að setja þá á dyr, en það var auðsjeð að slíkt hefði ekki orðið nema með ryskingum, ]eg sá, að sá sem í miðju sat var foringi fyrir þeim. Hann var ekki illa búinn, og sat með húfu á höfðinu og ljet ýmsum látum. Svo þoldi jeg ekki lengur mátið og fór og tróð mjer inn á milli þeirra, hvað sem þeir sögðu, og settist við hlið þess með húfuna. ]eg sat fyrst þögull og söng í smá sálmahefti, sem selt var við dyrnar. ]eg sá, að færi jeg að áminna þá, mundu þeir espast. Svo þeg- ar fyrri ræðan byrjaði fóru þeir að hrópa upp ó- kvæðisorðum til prestsins. ]eg bað fyrir þessum drengjum í hljóði. Svo tók jeg söngheftið. Síðasta blaðsíðan var auð. ]eg tók blýant og fór að skrifa á baksíðuna og gaut við og víð hornauga til piltsins með húfuna, er sat á vinstri hlið mína, og hjelt bók- inni þannig eins og jeg vildi ekki að hann sæi það, sem jeg væri að skrifa. Það vakti forvitni hans og hann fór að gægjast, og sá að jeg hafði skrifað: »Gentlemaður er altaf prúður, situr þegjandi í kirkju og gerir foreldrum sínum enga skömm*. Þegar hann hafði lesið þetta, sagði hann ruddalega: »Eruð þjer að meina mig?« ]eg Ieit upp og ljetst verða forvit- inn. »]á, auðvitað, jeg meina alla vel uppalda gentle- menn«, sagði jeg hljóðlega. ]eg fer að skrifa og hann að gægjast. ]eg skrifaði: »Genflemaður situr altaf berhöfðaður, bæði inni í stofu og einkum í kirkju*. Hann gerði enga athugasemd, en úfundan mjer sá jeg að húfan kom niður á knje hans. Hann varð svo áfjáður að gægjast í það, sem jeg var að skrifa, að hann var hættur öllum látum og hinir urðu líka hæglátir, er foringinn var þagnaður. — ]eg hef víst aldrei hlustað lakar á ræðu en í það sinn. Þegar sungið var á milli ræðumanna hjelf jeg bókinni þannig að hann gæti sjeð á hana líka. Hann fór að syngja með. Svo sá hann framan á bókinni að jeg hafði skrifað Fr. Fr. »Hvað þýðir þetta?« spurði hann lágt. ]eg hvíslaði lágt: »nafnið mitt«, og tók upp nafnspjald mitt og gaf honum. Upp frá því var hann vel stiltur og þeir allir, og er þeir stóðu upp kvöddu þeir mig með handabandi. En er þeir komu fram í mannþröngina, fóru þeir aftur að ærslast. ]eg tók svo í handlegginn á fyrirliðanum og dró hann til hliðar, og bað hann að tala við mig. Hann spurði: »Hvað viljið þjer mjer?« ]eg sagði að mig langaði til að vita eitthvað um hann og spurði hvað hann hjeti, og hvað hann væri. Hann kvaðst heita Carl Petersen og vera sjómaður, 17 ára gamall. ]eg spurði hvar hann ætti heima. Hann hugsaði sig um og sagði svo: »Adelgade 82 2«. Svo sneri hann sjer að mjer og sagði hálfergilegur: »Hvað viljið þjer með allar þessar upplýsingar*. ]eg sagði, að jeg vildi hafa þær til minnis um hann og svo, er jeg kæmi heim til íslands, að geta sent honum póstkort. Þá glaðnaði yfir honum og hann sagði: »]á, jeg held ekki að við búum lengi á þessum stað, en jeg á frænku í Borgergade 65 og hún veit altaf hvar jeg á heima. Svo náði jeg honum frá fjelögum hans og bauð honum að koma með mjer og drekka kaffi. Hann þáði það og við töluðum lengi saman inni á fínum kaffistað í Breiðgötu. Þá var hann reglulega »gentlemaður«. Svo sagði jeg honum að nú þyrfti jeg að fara niður í Tollbúðargötu. Hann bað mig að lofa sjer að ganga með. ]eg veitti það með gleði. Við töluðum alvarlega saman og stóðum enn 10 mínúfur við götudyrnar, þar sem jeg ætlaði inn, svo kvöddumst við með mikiili vinsemd og hann hafði tár í augum. Snemma næsta morgun fór hann á skipi til Rússlands. ]eg fór og fann út að hann hafði skrökvað til um heimilisfang sitt; hann hefur ef til vill verið hræddur um að jeg ætlaði að kæra hann, en er hann heyrði að jeg ætlaði að senda honum kort, þá gaf hann mjer rjettan stað hjá frænku sinni. ]eg sendi honum kort seinna, en hef aldrei fengið svar. En í mjer er von um að þessi fundur okkar hafi ekki orðið alveg til ónýtis. Mjer er þetta kær minning. Hitt æfintýrið er alvarlegra. ]eg átti eitt kvöld að tala úfi á Amager í kirkju þar, við bindindisguðsþjón- ustu. Það var víst föstudagskvöld. Á eftir sat jeg inni í stofu prestsins og heilmargir af safnaðarstólp- um, sem allir voru »bláakross«menn, en »Blái kross- inn« er kristilegt bindindisfjelag, mjög útbreitt í Dan- mörk. Það var verið að tala um afstöðu trúaðra manna fil fullra manna, og aðferðir fil að hjálpa þeim. ]eg hjelt fram nokkuð ströngum skilningi á skyldum vorum við þá. í kring um kl. 111/2 varð jeg að fara til þess að geta náð í síðasta sporvagn. Endastöð línunnar var þar í götunni skamt frá prests- setrinu. ]eg kom út að vagninum einum 5 mínútum áður en hann mátti fara. Enginn vagnstjóri var þar kominn og vagninn var auður. Jeg ætlaði mjer að standa á afturpalli vagnsins, því jeg var að reykja stóran vindil, sem presturinn hafði gefið mjer. ]eg fór inn í vagninn og sá þá tvo pilta sitja fremst hvorn gegn öðrum. Jeg sá að þeir voru kendir, og fjekk alt í einu löngun til að tala við þá. Frh Ríkisprentsmiðjan Qutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.