Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 47

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 47
ÓÐINN 47 vitjunartími, er jeg kom á spítalann, svo að jeg þurfti að finna einhverja af »systrunum*. ]eg gekk inn eftir löngum gangi og sá þá að í hinum endanum á gang- inum kom »systir« á móti mjer. Mjer hnikti við, því mjer fanst jeg þekkja að það væri »systir Elísabet* frá spítalanum í Reykjavík, og vissi jeg ekki annað, en að hún væri þar. Hún kom brosandi móti mjer, og varð líka hálfforviða að sjá mig þar kominn, því að hún hafði haldið að jeg væri í Rvík. Hún fagnaði mjer vel og fór með mig inn til frú Hansen. Hún varð glöð við að sjá mig og sagði mjer að Maríus væri við guðfræðinám við háskólann. ]eg kom einnig á þessari ferð til Randers og hjelt opinbera samkomu þar. ]eg spurðist fyrir um ]úlíus Rye, dreng, sem jeg hafði talað við í fimm mínútur á fundi í Randers 1902 og hafði svo skín- andi falleg augu, að hann þegar undir ræðu minni hafði dregið að sjer athygli mína, svo hafði hann skrifað mjer brjef og úr því orðið brjefaskriftir á ár- unum 1903—4. Hann var fullur af æfintýralöngun, og hafði sagt mjer að sig langaði mest af öllu til að fara í siglingar til framandi landa. Hann var sonur ekkju, en faðir hans var af hinni nafntoguðu Ryes ætt, bróðursonur hershöfðingjans, sem gat sjer svo mikinn heiður í ófriðnum 64. -- Síðasta brjef, sem jeg hafði fengið frá drengnum, var skrifað um það leiti sem hann var að fara úr latínuskólanum í Randers, til þess að fá æfintýralöngun sinni svalað og fara í siglingar. Mjer var sagt í Randers að hann hefði skrifað síðast heim frá einhverri hafnarborg á Eng- landi, og síðan hafði ekkert frjetst af honum. ]eg kom til móður hans um daginn og var hún áhyggju- full mjög um hann. Um kvöldið á samkomunni sagði framkvæmdarstjórinn í K. F. U. M. mjer að boð hefðu komið frá Rye, að hún bæði mig að finna sig eftir samkomuna. ]eg fór svo þangað og hafði hún þá að skýra mjer frá, að hún þá um kvöldið hefði fengið peningabrjef frá syni sínum. Væri hann nú á verslunarskrifstofu einni í Kairo á Egyptalandi. Það var mikill fögnuður. ]eg skrifaði honum brjef um nóttina. Hjer um bil mánuði síðar fjekk jeg brjef frá honum, mjög ástúðlegt; f því brjefi sagði hann mjer að hann hefði komist á glapstigu, en eina nótt, er hann stóð á verði á skipi, er var á siglingu í Miðjarðar- hafinu á leið til Egyptalands, hefði honum komið í hug »öll þau góðu orð, sem hann hefði heyrt í K. F. U. M. ásamt hinum blessuðu minningum um æsku- heimili sitt«, og hefði þetta orðið til þess að koma sjer á rjettan kjöl aftur. Svo hefði hann fyrir milli- göngu ræðismannsins danska í Egyptalandi komist að á skrifstofu í Kairo með góðum launum. Eftir það tókust með okkur brjefaskriftir um mörg ár. Hann sagðist hafa mynd mína, er jeg hafði sent honum, altaf á borðinu, og minti jeg sig á föður sinn, sem hann þó myndi ekkert eftir. Hann undirskrifaði brjef sín ávalt: »Din Sön ]ulius«. Hann fór, eftir að hafa verið í hálft ár í Alexandríu, sem háseti á skipi til Singapore, fjekk sjer vinnu þar, en þoldi ekki loftslagið, og fór þaðan til Shanghai, þar sem hann í mörg ár var ritari á ensku lögreglustöðinni í þeirri borg. Mjer var afar mikil gleði að þessari brjeflegu viðkynningu við þennan unga mann, með hinum mörgu æfintýrum. Snemma í október kom jeg til Hafnar og átti að hvíla mig í eina viku áður en jeg færi aftur út á ferðalag. Sú vika var mjer mjög þýðingarmikil. Jeg komst þar í kynni við einn af hinum bestu kirkju- mönnum Dana, prest við Frúarkirkju í Kh., Hoffmeyer, seinna stiftsprófast. Hann bjó í Kannikestr. 13 og stóð hús hans ætíð opið fyrir mjer. Synir hans Christian Julius, þá fimtán ára, og Paul voru mjer sjerlega góðir og átti jeg þar á því heimili þá og síðar hinar hugljúfustu stundir. Tveimur æfintýrum lenti jeg í þessa viku, sem jeg held að jeg verði að segja frá, því að þau eru mjer minnisstæð. Það voru um þessar mundir haldnar stórkostlegar vakningasomkomur í Kh., voru þær haldnar í Oddfellowhöllinni í Breiðugötu í afarstór- um og skrautlegum sal. Þar söng mikill söngkór og á hverju kvöldi töluðu tveir af mestu ræðusnillingum Dana. Var að þeim samkomum svo mikil aðsókn að fá varð Garmisonskirkjuna til hjálpar. Hún stendur skamt þaðan; voru og þar á hverju kvöldi tveir ræðumenn. Var vísað þangað þeim er komu í Odd- fellowahöllina eftir að alt var yfirfult orðið. Mig langaði til að vera við eina slíka samkomu, en hafði aðeins eitt kvöld laust. Það var þriðjudagskvöld; átti jeg á eftir samkomunni að vera heima hjá Olf. Ric- ard, en hann bjó þá í húsi foreldra sinna í Nytold- bodgade 42. Nú fór jeg af stað úr K. F. U. M. hálftíma áður en samkoman skyldi byrja, en því var stjórnað þannig, að jeg tafðist á leiðinni og kom*að- eins 10 mín. undan byrjun. Þá var orðið yfirfult og var mjer vísað til Garnisonkirkjunnar. Mjer þótti þetta leitt, en fór þó í kirkjuna. Þar var þá troðfult og stóð jeg í þyrpingu mikilli frammi í kirkjunni, á svæðinu fyrir framan öftustu bekkina. Meðan verið var að bíða eftir að samkoman byrjaði, tók jeg eftir, að í fremsta bekknum sátu fimm piltar og ljetu þeir svo illa að hneyksli var að. Þegar fyrstu sálmarnir

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.