Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 18
18 ÓÐINN Landakotskirkjan. Eftir Guðmund Friðjónsson. Yfir Landakotsvöll gnæfir háreist höll, sem hljóð er í dægur-ys og djúpúðg mjög virðir Lávarðar lög og lýtur allsengum þys. Og metur hljóm þann og helgan dóm sem hugi losar við hversdags gróm. í hvelfing þess ranns er hugur manns sem hjarðsveinn er skimar um dal. Við söng og geisla um súlnagöng er sála vor leidd á tal við hulins mátt og hörpuslátt. Þá hefst ’ið bljúga, er virðist látt. Hinn dulræna forða hún ber á borð, er brauð- og vín-gjafi sál. Og huga vængjar, svo hefst á flug, er hún flytur eilífðarmál. Sú kirkja er undir krossinum virk og konungi eilífum þjál. Yfir mannlífshöll starir háleit höll, sem hryggist við misgerðir þær, er stofna til kífs gegn lögmáli lífs í löndunum fjær og nær. Með hljómi klukkna og hymna óm’ veitir handleiðslu að miðgarði kristidóms: Róm. Sú háva kirkja er hamar-slyrk, en hjartanleg þó og gljúp. Og hún er skygn, undir hennar brún er himneskt og eilíft djúp. Og geislum búa þar gluggar veislu, er guðrækni leggur við ástriðu beisl’. Og hirði, er sauðum til hægri bauð, er helguð göfgi þess ranns, og drotning Máríu, er alda ár mun árnaðargyðja manns. Sú heilaga frú er bárnslega bljúg, og brosir við hug, er þjónar trú. í stuðluðum línum sú staðfesta skin, er stólpi fær hvelfingu veitt, og merki krossins þar vinnur verk, er viska fær aldrei sneitt. Og ei’ hefur Iistræna marksins mist sá meistari, er trúhneigð skóp þessa vist. kona svo að af bar, mátti hún ekkert aumt sjá, áttu athvarf hjá henni allir minni máttar, og allir þeir »sem eymdir þjá«, hvort heldur var menn eða dýr. Þá var heimili þeirra svo veitult, að sannarlega mátti segja að þau hafi bygt sinn skála yfir þveran veg. Var þar öllum tekið með sama innileik og rausn í útlátum, hvort sem í hlut átti sá, sem mikið eða lítið átti undir sjer. Það er ómögulegt að segja annað en Ak- urnesingar hafi búið með þeim hjónum á Görð- um, eftirgjaldslaust, svo vissi ekki önnur hönd- in hvað hin Ijet af hendi; er því alveg óskiljan- legt, hvernig altaf var hægt að veita með rausn. Þegar svo ber við, finst manni að það sje stað- festing á því, að þeim sem heilshugar láta af hendi, og eru öðrum til gagns og blessunar, sje sjeð fyrir öllum þörfum til slíkra hluta. Vigdfs sál. var sönn móðir barna sinna, enda munu þau lengi minnasl ástar hennar, umhyggju og mörgu heilræða. Hún var meira, hún var sönn móðir alls heimilisins, — þess heimilis sem altaf var fult af gestum og gangandi; var þar oft þröng, þó enginn fyndi til þess vegna þeirrar umhyggju og umönnunar sem altaf vakti yfir öllum. Vigdís var fædd 22. jan. 1865 og dó í Görðum hinn 23. júnl 1924. Með henni fjell í valinn sæmdarkona, sem lengi verður minst. Er vonandi að Island megi sem oftast eiga margar slfkar, því þá má með meiri öruggleika líta til framtíðarinnar. Tvö börn þeirra Garðahjóna eru á lífi: Jón kaupmaður á Akranesi, tengdasonur Ólafs Fin- sen læknis, og Ósk, ógift á Akranesi. Sigmund- ur andaðist hjá Jóni syni sfnum 18. ágúst 1932. Kr. P.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.