Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 21
Ó Ð I N N
21
vori til, og framrás af afrjelti að sumri til. Því
að þarna tekur nú Landmannafarjettur við, norð-
ur að Tungná og allar götur austur um »Veiði-
vötn« svo nefnd, norður og austur af Torfa-
jökli. En fullyrt er, að áður hafi Landsveit, eða
bygð hennar, náð langa leið inn um þennan nú-
verandi afrjett, og þar nefnd ýms bæjanöfn og
örnefni síðan. Að vestanverðu liggja aftur á
móti heimalönd Landhrepps og Holtahrepps
saman, og þar því ekki greinileg náttúrleg tak-
mörk á milli, nema norðast svo nefndur »Lækj-
arós« og Hjallaneslækur, sem hvor tekur við af
öðrum sunnan úr mýrum, og rennur norður í
Þjórsá. Um stærð eða flatarmál sveitarinnar
verður hjer ekki fullyrt, en lengd hennar frá
norðaustri til suðvesturs er miklu meiri en
breiddin. Hygg jeg að vegalengdin frá núver-
anda norðaustasta bæ sveitarinnar, Galtalæk, á
móts við Heklu, og suður að syðsta bænum,
Snjallsteinshöfðahjáleigu, sje ekki langt frá 40
km., en breiddin eitthvað nálægt 15 km. að
meðaltali. Annars er sveitin að lögun lík óreglu-
legum ferhyrningi, þar sem suðausturhornið er
mjög hvast.
Að landslagi til er sveitin yfir höfuð jafnlend
og mjög víða sljettend, aðeins lág holt og flöt á
vesturjaðri norðan til, en að öðru leyti skiftast
á fremur lágar og flatar hraunbungur, sandar,
uppgrónar, hólóttar hraunheiðar og sljettir harð-
lendisvellir — valllendi. Er mikill meiri hluli,
allur austur- og norðausturhluti sveitarinnar
þannig gerður, en aðeins vestur og suðurhlut-
inn mýrlendur að mestu með smáhæðum og
rimum á milli.
Eitt fjall, Skarðsfjall, rís upp úr sveitinni of-
anverðri, rjett norður undir Þjórsá. Telja sumir,
að það sje klofningur úr, eða brot af Hagafjalli
í Gnúpverjahreppi, sem gagnvart er, norðan ár-
innar. En nú, og um liðnar og ókomnar aldir,
rennur Pjórsá á milli þeirra. Fjall þetta, sem er
allhátt, c. 300 m. og mikið meira að lengd en
breidd, stefnir, eins og sveitin sjálf, til útsuðurs.
Þegar það var alt grasi vaxið, hátt og lágt, hef-
ur það verið frábærlega fagurt, og verður reynd-
ar altaf fallegt, og nytsamlegt sem viti um áttir
og vegi um sveitina t. d. í vetrardimmum og ó-
færð, ef aðeins til þess sjest.
Efst á því eru 3 háhnúkar, sjeð frá austri, og
milli tveggja þeirra breið og djúp lægð eða skarð,
sem enn er grasi vaxið í botninn; og við þetta
Ófeigur prófastur Vigfússon.
Hann er fæddur 3. júlí 1865 í Framnesi á Skeiðum,
sonur Vigfúsar Ófeigssonar, sem þar bjó, og konu hans
Margrjetar Sigurðar-
dóttur bónda í Arn-
arbæli í Grímsnesi,
Gíslasonar. Ófeigur
varð stúdent 1890
og útskrifaðist úr
Prestaskólanum 1892.
Ári síðar, 16. júlí
1893, vigðist hann til
Efri-Holtaþinga, en
fjekk Landspresta-
kall 24. nóv. 1900 og
hefur þjónað því síð-
an. 22. júli 1893 kvænt-
ist hann Ólafíu Ólafs-
dótlur frá Lækjarkoti
í Reykjavik, dóttur
Ólafs Ólafssonar trje-
smiðs og bæjarfull-
trúa, en systur sjera
Ólafs áður frikirkju-
prests. Synir þeirra eru þeir Grjetar Ó. Fells lögfræð-
ingur og rithöfundur, og sjera Ragnar, sem er aðstoð-
arprestur hjá föður sínum. Sjera Ófeigur er merkis-
prestur, vinsæll og mikilsmetinn af söfnuði sínum. Les-
endur Óðins kannast við hann af ýmsum greinum eftir
hann, sem blaðið hefur flutt.
skarð er fjallið eflaust kent og sömuleiðis gamli
bærinn Skarð, sem áður stóð fast undir því að
suðaustanverðu — beint undir Skarðinu sjálfu!
I smáhvammi, uppi í útsuðursmúla þessa fjalls,
stóð einnig fyrrum bærinn Fellsmúli, og fjekk
nafn sitt af því.
Auk þessa eru og þarna uppi margar fleiri
smærri margbreyttar bungur og lægðir, og fyrir
norðan Skarðið til beggja hliða snarbrattir hamr-
ar efst, með gróðurhlíðum neðanundir, en að
öðru leyti mörg fögur brekkan, hvammurinn og
kvosin í hlíðum annarstaðar.
Ofan af þessu fjalli sjer um alt suðurlands-
undirlendið, austan frá Seljalandsmúla og vest-
ur að Hellisheiði, og allar bygðir þar á millí
frá fjöru til fjalla, og þá að sjálfsögðu til Vest-
mannaeyja og hafsins þar umhverfis. Vestan
undir fjallinu standa bæirnir Hvammur, Hellar
og Múli. Er þar dásamlega kvöldfagurt um heið-
rík kvöld, en framan og austan undir stóðu áð-
ur Fellsmúli og Skarð, sem fyr segir, o. fl. bæir,
en eru nú færðir nokkru fjær vegna sandágangs,