Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 2
2 ÓÐINN þess koma, er þetta nýja skip kom hjer inn á höfnina, eins og sjá má á grein í Lögrjettu 30. jan. 1907. Með útgerð þessa skips hótst togara- útgerðin hjer og gekk vel. Skipunum fjölgaði brátt, og nokkrum árum síðar stofnaði Thor Jensen það fjelag, sem orðið hefur stærsta tog- arafjelag íslands, Kveldúlfsfjelagið. Það dafnaði vel, svo sem kunnugt er, kom upp stórbygging- um hjer í bænum fyrir útgerð sína og veitti fjölda manna atvinnu. Nú hafa synir Thors Jensen lengi veitt Kveldúlfsfjelaginu forstöðu, en hann hefur snúið sjer að landbúskapnum og orðið þar enn öllum öðrum stórvirkari. Fyrst keypti hann Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og reisti þar stórbú. Síðan keypti hann Mels- hús á Seltjarnarnesi, og jafnframt því sem hann hafði þar útgerðarstöð, stofnaði hann þar stórt kúabú. Siðan keypti hann Korpúlfstaði í Mos- fellssveit, sem hann hefur gert að stærsta land- búnaðarbýli alls landsins. Hann hefur ræktað þar stórt landsvæði og bygt þar dýrar stein- byggingar, sem ekkert hefur verið til sparað. Það er sama skoðunin, sem ráðið hefur hjá honum þarna eins og þegar hann var að hrinda togaraútgerðinni á stað: að landbúskapurinn hjer ætti að rekast með fullkomnustu nýtískutækj- um. Fjármagnið, sem hann hefur varið til land- búnaðarfyrirtækja seinna, er frá sjónum komið. Og þannig mun það verða í framtíðinni, að af gróða sjávaraflans verði sveitirnar bygðar upp og komið þar á nýtísku búskaparlagi. En Thor Jensen er þar maðurinn, sem á undan hefur gengið. Það er ekki hægt í stuttri blaðagrein að Iýsa framkvæmdum hans og fyrirtækjum. Þar væri efni í stóra bók. Hjer er líka hlaupið yfir margt, sem taka hefði mátt fram, svo sem þátttöku hans í stofnun Eimskipafjelags Islands. En hann var einn af þeim, sem mestan dugnað og áhuga sýndu í þvi, að hrinda því þarfa fyrirtæki af stað. Kona Thors Jensen er Margrjet Þorbjörg Kristjánsdóttir, fædd í Hraunhöfn hjá Búðum á Snæfellsnesi. Kristján faðir hennar var bóndi þar og druknaði í Búðaós meðan hún var ung að aldri. Voru ættmenn hans þar vestra þrek- menn og dugnaðarmenn að kunnugra sögn. En Steinunn, ekkja Kristjáns, fór eftir lát manns síns norður að Borðeyri með börn sín, og ól- ust þau þar upp. Hún var skyld Sveini Guð- mundssyni frá Búðum, sem þá var verslunar- stjóri á Borðeyri. Systkini frú Porbjargar eru Steinunn, ekkja Alberts heitins Þórðarsonar frá Fiskilæk, sem um eitt skeið var bókhaldari í Landsbankanum, og Kristján Richter, sem fór ungur vestur um haf. Frú Þorbjörg er talin ágætis kona af öll- um, sem henni hafa kynst. Hún hefur litið komið fram út á við, en annast heimili sitt með mestu prýði. Þau Thor Jensen ólust upp saman á Borðeyri og giftust ung, hann 21 árs, en hún 19 ára. Þau hafa eignast 12 börn og lifa 11 þeirra. En þau eru þessi: 1. Kamilla, gift Guðmundi Tómassyni lækni á Siglufirði. 2. Richard Thors, áður framkvæmdastj. Kveld- úlfs, en nú formaður fisksölusambands ís- lands, kvæntur Jónu Þórðardóttur Guð- mundssonar frá Hóli í Reykjavik. 3. Kjartan Thors, framkvæmdastjóri í Kveld- úlfi og ítalskur konsúll, kvæntur Ágústu Björnsdóttur Jenssonar, sem lengi var kenn- ari við Latínuskólann. 4. ólafur Thors, framkvæmdastjóri í Kveldúlfi, alþingismaður og um eitt skeið ráðherra, kvæntur Ingibjörgu Indriðadóttur rithöfund- ar Einarssonar. 5. Haukur Thors, framkvæmdastjóri í Kveld- úlfi, kvæntur Sofíiu dóttur Hannesar Haf- stein, fyrrum ráðherra. 6. Kristín, gift Guðmundi Vilhjálmssyni íram- kvæmdastjóra Eimskipafjelags íslands. 7. Kristjana, gift Gunnari Malström, sænskum manni, og eru þau búsett í Svíþjóð. 8. Thor Thors cand. jur., framkvæmdastjóri í Kveldúlfi og alþingismaður, kvæntur Ágústu Ingólfsdóttur læknis í Borgarnesi. 9. Margrjet Þorbjörg, gift Hallgrími syni sjera Friðriks Hallgrimssonar dómkirkjuprests. 10. Lorenz Thors bústjóri á Korpúlfsstöðum, kvæntur Gyðu Jónsdóttur tollstjóra Her- mannssonar. 11. Hilmar Thors cand. jur., málfærslumaður, kvæntur Elisabetu Ólafsdóttur heitins Björns- sonar ritstjóra ísafoldar. SL

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.