Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 43
ÓÐINN 43 Langt upp i himinsins leiftrandi sali; langt niðrí heljar skugga dal, langt niðrí helvítís logandi kvalir — er leitað og leitað að Gral. Hvort finst ’hann á hæðum, í hreinleikans ríki, þar sem helgunar þrá til vistar snýr — eða þar niðri í eldslogans díki sem örvona manns sál býr? Enginn það veit. En sú von ei máðist: Hann verður að kaleik — sú spá er gjörð — þegar á himin og helvíti er ráðist af hugprúðum manni af jörð. Sá, sem í gröfum er vekjandi vilji og veldi myrkra fær burtu hrökt; sá, sem fer niður í helvitis hylji og hatrið til guðs fær slökt; sá, sem af guði og andskota er unnað og elskar þá báða með tign á brá; sá, er um vetrarbraut veg fær kunnað með vítislið hælum á; sá, er uppheims til dæmdra fær óbeit slitið við allra fordæmdra kærleiks bál — hann er sá eini’, er fær aftur lítið hið eytýnda1) vín á skál. Sá, er alla faðmar svo óvild ljetti frá ystu myrkrum í himins sal — hann er sá eini, sá eini rjetti, sá eini, er harma skal. Til að hrekja völd, sem að vonir buga, til að vera svölun og græða kal, hún kom með söng og hún söng í huga sagan, já, sagan um Gral. Sigurjón Friðjónsson. 1) cy = ætíð; eylýnda = ætíð týnda, S. Fr. Einar Jónsson frá Geldingalæk i. Haustnótt yfir hjerað sigur. Hrafn úr glúfri þögull flýgur. Stiklar flúðir straumagýgur. Hljótt er yflr hæð og felli. Hylur myrkur Rangárvelli. Feigðin opnar fornan helli. Fellur Rangá fram að sævi. Flaumurinn er blandinn lævi. F'yr en varir endar ævi. II. Höfðingi að heiman ríður. Haustið krefur fórna sinna. Dregur að kveldi. Dauðinn bíður, Drengur á honum gjöld að inna. Heim á leið hann Rangá ríður. Rekkur hefur mörgu að sinna. Dregur að kveldi. Dauðinn biður. Drengur á lífsins gjöld að inna. Fákur sínu fjöri heldur. Fellur elvar þyngslastraumur. Riddarinn lokagjöldin geldur. Genginn er þessi vökudraumur. III. Stórviðarjóður stækkar. Sterklega er höggvið enn. Höfðingjum hjeraðs fækkar. Hljóðna samferðamenn. Fakkir, foringi frækinn, framsýnn og ástagjarn, ráðhollur, skyldurækinn, riddari, saklaust barn. Hollvinur, hlýjar kveðjur hjeðan frá margri sál í ljósöldum til þín liða. Lifðu heill, bróðir, skáll Hallgrimur Jónsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.