Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 42

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 42
42 ÓÐINN Frú Sigrún Bendy. Hinn 28. marts sl. andaðist i Kaupmannahöfn frú Sigrún Bendy. Frú Sigrún sáluga var fædd árið 1889 og var dóttir merkis- hjónanna Jóhannesar sál. Ólafssonar sýslu- manns í Skagafjarð- arsýslu og konu hans, MargrjetarGuðmunds- dóttur, og var næst yngstaf börnumpeirra hjóna; af þeim eru nú á lífi Guðmundur Jóhannesson kaup- maður hjer í bænum, prófessor Alexander Jóhannesson háskóla- rektor og Davið Jó- hannesson póstaf- greiðslumaður á Eski- firði. Frú Sigrún var á- gætum gáfum gædd og sjerstaklegahneigð- ist hugur hennar þeg- ar á unga aldri að músik, og lagði hún þar á mikla stund bæði hjer heima og einkum i Danmörku, en þangað fór hún með móður sinni er frú Margrjet, efir lát manns sins, fluttist til Danmerkur með börn sín til þess að afla þeim mentunar og lærdóms. Gerði frú Sigrún músik (pianóspil) að lifsstarfi sinu, sem þá mun hafa verið fágælt um islenskar konur, uns hún giftist i Kaupmannahöfn 1918 Bendy gullsmiðameistara, og eign- uðust þau 3 börn, eina dóttur og 2 drengi, sem öll lifa móður sina. Við annir og störf umhyggjusamrar húsfreyju, ást- rikrar eiginkonu og móður, sem og hin siðustu ár átti við heilsubrest að striða, sem að lokum leiddi hana til dauða, hlutu músikiðkanir að lúta i iægra haldi, þvi miður, þvi hin látna hafði sýnt mikinn áhuga og viðleitni til tónsmfða, sem sennilega hefði leitt til meira, ef henni hefði verið unt að gefa sig að þvi óskift. Eftir hana var t. d. lag, sem birtist i Óðni 1918 undir dulnefninu S. samið við kvæði Hannesar Hafstein »Buldi við brestur og brotnaði þekjan«. Við tát slíkrar konu, sem frú Sigrúnar, sem i engu mátti vamm sitt vita og í hvívetna kom fram ættlandi sínu til sóma, er ærið skarð fyrir skildi og mikill harmur kveðinn að ástvinum hennar og söknuður vinum hennar og seint mun gleymast minningin um hreinhjartaða, tápmikla, göfuga konu og hið hugljúfa viðmót hennar. Kona. En sál mfn heft á sorgar fundi ei svifið fær að óskum vilda, með erlu og lóu ei lyfzt á flug; ekki fylgst með leik í lundi nje látið bros á vörum milda það, sem nótt mjer nísti í hug. Svipstund eina söngvar fróa. Sælu vors er margt til tafa; víða um sjóndeild vetrar ský. En ef til vill er sorgar sjóar af sálu glöp mín þvegið hafa vors jeg fæ að njóta á ný. alls verandi svalalind; von mests háttar; viskunnar fágaði steinn, 1 fyrnd var hann smaragðskál full á barma; flóði um bikar-rönd lifsveig hrein. Nú hefur hann lokast um vinið varma; það er vorðið að rubinstein. Gral er smaragð og rubin, hann geymir og veldur gjöf þeirra beggja, sem falið ljóð. — Laufgræn er vonin en ástin sem eldur, eldroða sindrandi’ af glóð. — Sagan um Gral. (G. Fröding). ómegins höfgi sleit efastund kveljandi við ófreskis sýnir og dulrænt hjal. Hálfvegis sofandi, í hálfvöku dveljandi heyrði jeg söguna um Gral. Gral er skorað mark skygni og máttar; skínandi gneisti, stakur, einn; Alt sitt fær Gral bæði að ofan og neðan; í eining hann nær því, sem fyr var deilt. 1 eðli hann hefur þann læknismátt ljeðan, sem loks gerir brotið heilt. Hann vígir til hreinsunar sorg og syndir uns syrju þar finnur ei nokkurn vott. Um alheim fegurðar ljósalindir hann leiðir uns ilt er gott.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.