Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 2

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 2
0g skáldskaparmál; því það er alls eigi vist, að Snorri hafi haft allt það eptir kvæðum, er hann hefir fært í rit. Vér höfum enga sönnun fyrir því, að allt, allar sögur hafi verið kvæði, og fornöldin hlýtur að hafa átt sér daglega og óbundna ræðu, eins og tíminn hefir ætíð átt. Allt þetta kölluðu menn forn frœði, forn vísindi, og þeir sem kunnu þau voru hinir lærðu menn fornaldarinnar; Snorri kallar Eddukviðurnar (og sér- staklega Völuspá) „forn vfsindi“ (Gylfaginn. c. 8). Forn fræði, forn vísindi, galdur og seiður voruallthið sama, og þessu var skáldskapurinn óaðgreinanlega sameinaður, því að menn fundu svo sterklega hið guð- dómlega eðli hans, að menn trúðu þvi, að hann hefði guðlegt vald og meir en mannlegan krapt. þ>að var eigi fordild ein eða hrósgirni, er réði þvi, að konung- ar og höfðingjar sóttust eptir skáldunum; það vareigi að ófyrirsynju, að Sighvatur var kosinn til að telja Magnúsi konungi hughvarf, er hann kvað fyrirhonum Bersöglis-vísur.—Skáldin þurftu að þekkja goðasög- umar og hugmyndasögurnar til þess að vita, hvernig á kenningunum stæði, því sér hver kenning er saga; því hefir og Snorri sagt frá ýmsu slíku, svo sem sög- unni um Hrungni, um ferð þ>órs til Útgarða, um að- dragandann til gulls-kenninganna o. s. frv., því án þess mundu menn hvorki skilja kenningarnar, og skáldin hefðu eigi getað myndað þær, nema þeir hefðu kunn- að sögurnar. En að ætla, að þessi fornu fræði hafi verið kend eptir nokkrum föstum reglum, að ætla, að veruleg rímkennsla hafi átt sér stað, eða jafnvel skól- ar, það eru tómar ímyndanir, sem eigi styðjast við neitt. Engin dæmi eru í fornum ritum vorum, sem líkist því er sagt er um Bramínana á Indíalandi, eða því er Caesar segir frá um Drúídana, að margir læri- sveinar safnist til eins kennara og nemi þar fjölda kvæða, og séu sumir tuttugu ár í því námi; en stund-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.