Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 7

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 7
143 á ii. öld; hann orti „Hrafnsmál“, og svo nefnir og Sturla sitt kvæði, má vera af því hátturinn er hinn sami, en þó er kvæði þ>ormóðs nokkuð með háttaföll- um, stundum með háttleysum en stundum með run- hendum; leifar þessa kvæðis eru að finna í Eyrb. cap. 26, 37, 44, 56 og 62. Sem dæmi má taka úr cap. 26: Feldi fólksvaldi fyrst hins gullbyrsta velti valgaltar Vigfús þann hétu. slitu þar síðan sára ben-skárar bráð af böðnirði Bjarnar arfnytja; hér er háttleysa í 4., 5., 7. og 8. vísu-orði; enn fremur cap. 37: Fekk enn fólkrakki framdist ungr sigri Snorri sár-orra sverði gnógs verðar; hér er háttleysa í 2. visu-orði, en alhending í 3., og er hvorttveggja háttafall; 7. og 8. visu-orð er run- henda: unda jálms eldi er hann Arnkel feldi. (Haðarlag sýnist Einarr Skúlason hafa haft við Haralds- drápu, Fornm. s. 7, 184). þessarar óreglu getur Snorri: „Víða er þat í fornskálda verka, er i einni vísu eru ýmsir hættir eða háttaföll, ok má eigi yrkja eptir þvf, þó at þat þykki eigi spilla í fornkvæðum“ (SE 135, AM 1, 672). Hjástcelt (13), þar sem „orðtak skal vera forn minni“, finnst eigi, það eg man, nema hjá Kormaki og hefir hvergi geymzt nema í Hákonar sögu góða (cap. 19.) og í Skáldu (SE 50, 51, 96. AM 1, 236,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.