Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 8
144
242, 466, 47°) °S eptir því hefir Snorri ort vfsu sina
í Háttatali. Skyldur þessum hætti er orðskvið'aháttr
(26). — í SE 188, AM 2, 128 (málskrúðsfræði Ólafs
hvitaskálds) er vísu-brot eptir þjóðólf (Arnórsson ?):
snart við sæþráð kyrtat
sík. lá blær á diki,
sem virðist að vera hjástælt, en þarf þó eigi að vera
það. pannig er og „var þat fyr löngu“ (Fms. 6, 386)
o. s. frv.; þessi orð standa í beinu sambandi við vísu-
orðið, og þvi skoða eg það eigi sem hjástælt. Hinar
fimm samstöfur, er mynda hjástælt, eiga að „lúka
heilu máli“, það er: þær eiga að vera setning sér, ó-
háð meginhluta vísu-orðsins, eða vera „sér um mál“,
í enda vísu-orðsins, og alls annars efnis, og þannig
er það hjá Kormaki og Snorra.
Hálfhnept eða hálfhneft (77) lfkist nokkuð mesta
stúf (51), og er háttur Orms Steinþórssonar (SE 52,
53, 85. AM 1, 246, 250, 410, 412); hálfhnepta visu
kvað Eilífr (Eyjólfr) Snorrason (um 1200):
Strendir hvöttu vápn vond
vfða ferr Yggs lið o.s.fr. (Bisk. 2,650. Sturl. 2,284);
með þessum hætti orti Loptur rfki Guttormsson (f
1436) upphafið á einum háttalykli („Flestu drepur
falds rist | frfða átti eg lokars hlfð“), og Jón biskup
Arason margar vfsur (Bisk. 2, 569. 572. 573. 578. 579
og óvissar vfsur 590, 591-593). — Alhnept (78) finnst
hjá Óttari:
Braut en breki þaut
borð óx viðarmorð
meðr fengu mikil veðr
mjó for ofan sjó . . . (SE 102. AM 1, 504);
Vfsi rekr vfg frek1
1) AM hefir »Vísi tekr vígfreys«, og er það á móti hætt-
inum, en verður þá að skoðast sem »leyfi«.