Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 11

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 11
147 tungm (n. öld) um Knút ríka (Fms. 5, 6—7. 11, 204. SE 84. AM 1, 408); við sama hátt er Knúts-drápa Sighvats (11. öld) um Knút rika (Fms. 4, 354—355. 11, 200. 202), drápa fórarins stuttfeldar (12. öld) um Sigurð Jórsalafara (Fms. 7, 75. 76. 77. 83. 22. 99. HN 662. 665), og vísa í Sturl. 1, 275, eptir Ámunda smið Árnason. fessum háttum hafa skáldin heldur eigi haldið alveg hreinum eptir því sem Háttatal heimtar; jafnvel Snorri sjálfur gjörir það eigi, því að réttu lagi á skothending að vera í 1. og 3. vísu-orði, en hjá Snorra hefir orðið háttleysa í 1. vísu-orði: „Fremstr varð Skúli“. — pessi háttur nálgast annars nokkuð Haðarlag. Runhendu hina minstu (82) hefir Einarr Skúlason við kvæði um Eystein Haraldsson (Fms. 7, 234—237. Hkr. 741—743); úr sama kvæði gætu verið vísurnar eptir „Einar“ í Skáldu (SE 102. 103. AM. 1, 504.508); í sögunni stendur: „Hann brendi ok (mjök) víða í Hísing“ (Hkr. 741. Fms. 7, 234), en í vísunni er: Funi kyndist fijótt en flýði skjótt Hísingar herr sá er hafði verr (SE 103. AM 1, 508). Sama hátt liefir f>jóðólfr Arnórsson um Harald Sig- urðarson (föður Olafs kyrra ; því er hann kallaður „faðir Ólafs“ í vísunni; SE 95. AM 1, 462). Runhendur eru og á Búadrápu J>orkels Gíslasonar (Fms. 1, 163—179); á drápu Gnoðar-Ásmundar (SE. 235. AM. 2, 628). Kolbeinn Tumason kvað og við þenna hátt nokkrar vfsur áður en hann féll (1208; Bisk. 1, 568; 2,68—69); en þessir hættir koma eigi nákvæmlega heim við neina runhenda háttu í Háttatali, ef tekið er tillit til sam- stöfufjölda (þeir eru skyldastir 85. hætti).—Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar er ort undir runhendum hátt-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.