Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 18

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 18
*54 Um, af þvi hann er allur í latneskum reglum, sem ekkert eiga við vorn kveðskap; sem dæmi má nefna „collisiones": „ef m stendr milli tveggja raddarstafa, sem Eyvindr kvað: (Bárum ullr um alla’“.—Kveðskap- ur vor heimtar eigi að m sé úrfellt (eliderað) þegar þannig stendur á, þótt latneskur kveðskapur heimti það—(fyrir utan það, að sumt er misskilið eða rang- fært, til þess að koma við reglum eða fígúrum Dóna- tusar, t. a. m. þetta: „Antitesis setr annan staf fyrir öðrum, sem Sighvatr kvað : Dánar drottni mínum dögn of sent at hendi. Hér er sett n fyrir r í þessu nafni dögn11. (SE 190. AM 2, 140). En Sighvatr hefir eigi sett r fyrir n; á dögum Sighvats hefir einmitt orðmyndin „dögn“ verið til, eða þá hann hefir þekt hana frá eldri tfma.— Danir halda enn þessari fornu orðmynd og segja „Dögn“, en á dögum Olafs hvítaskálds voru menn hættir að segja (dögn’, en sögðu (dægr’ eingöngu, þótt það sé einnig fornt. Runhendur svara til þess sem vér nú köllum hendingar í enda vísu orða, eða einungis hendingar. Upphaflega tfðkaðist eigi að ríma vfsu-orð í enda, og hjá öllum þjóðum eru elztu hættir alveg hendinga- lausir. Hjá latneskum skáldum finnast heldur eigi hendingar nema af tilviljan: Et serves animae | dimidium meae; stundum verða hendingar í enda vísu-orða: Non satis est, pulchra esse poémata, dulcia sunto, Et, quocunque volunt, animum auditoris agunto. 1 hexametro (sexfættu vfsu-orði) verða hendingar opt þar sem vísu-orðið klýfst (caesura, versklauf): Quid fodis inmeritis, | Phineu, sua lumina natis. Saucius arrepto | piscis retinetur ab hamo, og í pentametro kemur þetta ótal sinnum fyrir hjá

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.