Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 25

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 25
l6l eg eig'i skoðað þessar aðalhendingar á þessum stöðum sem fram komnar af þörf á meiri hljóðfegurð, því það er miklu hljómfegra er skothendingar standa til skipt- is við aðalhendingar, eins og vera á í rétt dróttkvæð- um hætti; miklu fremur er þetta beinlínis óregla, sem eigi hefði átt að eiga sér stað, og það er fundið að henni hjá enum yngri skáldum. þ>etta kemur nú samt fyrir á öllum tímum, en aptur á 14. öld minnkar það stórum, að minnsta kosti í hrynhendum visum, svo það finnst varla. Raunar má sumstaðar ímynda sér skot- hent vísu-orð þar sem ritað er eður prentað sem aðal- hent, en þetta verður þó opt jafnt á báða bóga, t. a. m. sætt gekk seggja ættar. .sætt gekk seggja áttar. .sátt gekk seggja ættar. .sátt gekk seggja áttar. Eg hefi eigi tekið vísu-orð úr neinu því, sem eign- að er Braga gamla, af því allar hendingar hjá honum eru óreglulegar og hafa líklega verið svo frá upphafi. Sjálfsagt munu kvæði hans mega teljast með elztum dróttkvæðum ljóðum, en undarlegt er að hafa nafn Braga um mann1; nöfn guðanna eða Ásanna eru annars eigi höfð nema í samsetningum (með þ>ór, Freyr &c), eða þá einhver þau nöfn, sem eigi voru haldin eins tignarleg og aðalnafnið (t. a. m. Auðunn, sem einnig er Oðins nafn, Gizurr, Gunnarr og Grímr eru einnig Oðins heiti; Eindriði (Indriði), Björn og Atli eru þ>órs heiti; enn enginn maður hefir heitið „Oðinn“ eða „þ>órr“ — þau nöfn leyfði enginn sér að nota þannig). Skammstafanir þær, sem hér eru hafðar til að tákna staðina með, munu vera öllum skiljanlegar. Fms. 1) Bragi Hallsson er neíndur í Skáldatali.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.