Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Page 54

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Page 54
190 hendur (goðreið—kveðja), en ætti að rjettu lagi að vera aðalhendur; en það get jeg eigi lagfært að sinni, enda legg jeg enga áherzlu á það atriði. Að öðru leyti skal jeg að eins geta þess, að mjer virðist útgefandinn hefði gjört ijettara í að setja stryk (—) og högg (,) á eptir „kveðjau, í 5. visuorðinu; því að það liggur beinast við, að taka saman: „Menstiklir sá mikla goðreið of tröð, þar’s“ o. s. frv. En jeg skal eigi tala meira um það. En það lítur svo út, sem honum hafi eigi verið ljóst, hversu skilja ætti síðari hluta visunnar, og ræð jeg það af því, að hann setur þar engin aðgreiningarmerki. Sá hlutinn er og torskildur, og ætla jeg þó að reyna að skýra hann að nokkru; verið getur, að það verði til þess, að aðrir geti skýrt hann að fullu á eptir. í Hólaútgáfunni 1756, ábls. 222-223, er vísuhelm- ingur þessi þannig prentaður: |>ar er Asynjur jusu, Eggmootz of För Seggja, Vinir fagna því Vagni Vijgmooþar from Blooþi“. Jeg fæ eigi sjeð, að nein hugsun verði fengin út úr vísunni, eins og hún er hjer prentuð, enda enginn orða- munur tilgreindur eða skýringar, og skal jeg eigi fást við vísuna þannig lagaða. í útgáfunni 1786, bls. 122, er vísuhelmingur þessi þannig prentaður: „þar er Osyniur iósu Eggmótz of för seggja, Vinir fagna því vagna, Vígmóðar fram blóði“. Neðanmáls er þar getið um þau orð, sem öðruvfsi eru í Hólaútgáfunni, og enn fremur að fyrir „vagnau i 7. vísuorðinu hafi B. 5. „vegnau, og fyrir „vlgmódar framu hafi B 2, 3, 4 & 5.: Vígmódr farinnu, og fyrir „vígmód- aru hafi B.I.: „vígmódru.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.